Telur að framhaldsskólum sé mismunað

Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir að skólum sé mismunað með þeim reiknilíkönum sem menntamálaráðuneytið notar og að engin tilraun sé gerð til þess að meta „raunkostnað” við að halda úti lögbundinni starfsemi.

Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn við Sund
Auglýsing

Már Vil­hjálms­son, rektor Mennta­skól­ans við Sund, telur að útfærslan á nýja reikni­lík­ani mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins sé alls ekki hag­stæð skólum eins og MS. „Þetta er ekki vegna þess að MS er með annað kerfi en hinir skól­arnir heldur vegna þess að MS er bók­náms­skóli þar sem nem­endur eru almennt að standa sig vel,“ segir hann í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Í frétt ráðu­neyt­is­ins frá því í lok mars síð­ast­lið­ins kemur fram að inn­leið­ing á nýju reikni­lík­ani fram­halds­skól­anna standi nú yfir en því sé ætlað að dreifa fjár­magni til fram­halds­skóla á sann­gjarnan hátt og auð­velda skólum að styðja við ákveðna nem­enda­hópa, svo sem nem­endur í brott­hvarfs­hættu. Áhrifa end­ur­skoð­unar reikni­lík­ans­ins sé þegar farið að gæta í skipt­ingu fjár­magns milli skól­anna.

Már Vilhjálmsson Mynd: Bára Huld Beck

Már segir jafn­framt að nem­endur í skólum eins og MS ljúki fleiri náms­ein­ingum á ári en í bekkj­ar­kerf­inu og þá ljúki nem­end­ur fleiri ein­ingum á ári en áður var eftir að tekið var upp þriggja ára nám til stúd­ents­próf. „Reikni­líkanið gerir ráð fyrir að „full greiðsla“ fyrir nem­anda komi til skól­anna fyrir alla nem­endur sem ljúka 45 til 60 ein­ingum á ári. Þetta þýðir að ef „með­al­nem­and­inn í ákveðnum skóla skilar 45 ein­ingum á ári fær skól­inn óskert fram­lag og sama fram­lag og sam­bæri­legur skóli sem skilar 60 ein­ingum á ári.“ Í MS og nokkrum öðrum bók­náms­skólum er með­al­nem­and­inn hins vegar að skila að með­al­tali all­nokkuð umfram þessar 60 ein­ingar og fyrir þær umframein­ingar er ekk­ert greitt. Þar sem hverri ein­ingu fylgir kennsla fylgir þessu kostn­aður því nem­endur eiga rétt á kennslu. Við og aðrir skólar sem erum í þess­ari stöðu förum því illa út úr þessu í sam­an­burði við aðra,“ segir Már.

Auglýsing

Reikni­líkanið mein­gallað

Már telur að hið nýja reikni­líkan sé í sjálfu sér hvorki betra eða verra en hið gamla því báðar útgáf­urnar séu mein­gall­að­ar. Skólum sé mis­munað og engin til­raun gerð til þess að meta „raun­kostn­að“ við að halda úti lög­bund­inni starf­sem­i. 

„Bók­náms­skól­arnir gjalda þess að eng­inn sem kemur að gerð þessa lík­ans virð­ist átta sig á því að ein mesta breyt­ing sem hefur orðið á fram­hald­s­kóla­stig­inu er í bók­nám­inu en ekki í iðn- og verk­nám­inu. Reikni­líkanið sýnir greini­lega að ráða­menn virð­ast halda að hlut­irnir gangi að sjálfum sér og þetta redd­ist bara,“ segir hann. 

Nem­endum á fram­halds­skóla­stigi hefur fækkað

Fram­lög til fram­halds­skóla hér á landi nema um 35 millj­örðum krónum á ári. Fram­lög til fram­halds­skóla hafa hækkað umtals­vert und­an­farin ár en sú hækkun mun halda sér sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun fyrir árin 2020 til 2024, sam­kvæmt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­in­u. 

Nem­endum á fram­halds­skóla­stigi hefur fækkað að und­an­förnu en þeir eru nú um 22.000 í 30 skólum víðs­vegar um land­ið. Í frétt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að auknir fjár­munir sem runnið hafa til skól­anna að und­an­förnu geri þeim kleift að efla sitt skóla­starf enn frekar, meðal ann­ars með því að bæta náms­fram­boð, styrkja stoð­þjón­ustu og end­ur­nýja búnað og kennslu­tæki.

Breyt­ingar á vinnu­mark­aði fyr­ir­sjá­an­legar

Meðal áherslu­verk­efna á fram­halds­skóla­stigi er að efla starfs- og tækni­nám, tryggja gæði náms og kennslu og að fjölga útskrif­uðum nem­end­um.

„Lögð hefur verið sér­stök áhersla á að fleiri velji starfs- og tækni­nám og hefur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti stutt við verk­efni sem ætlað er að vekja athygli og áhuga grunn- og fram­halds­skóla­nema á slíku námi á fram­halds­skóla- og háskóla­stigi. Fjár­magni hefur jafn­framt verið veitt til starfs­náms­skóla með það fyrir augum að draga úr kostn­aði nem­enda í starfs­námi með lækkun efn­is­gjalda.

Fyr­ir­sjá­an­legt er að með til­komu fjórðu iðn­bylt­ing­ar­innar verði veru­legar breyt­ingar á vinnu­mark­aði sem gera kröfur um þróun starfs­náms og öfl­ugra sam­starf stjórn­sýslu, skóla og atvinnu­lífs. Huga þarf að starfs­námi en erfitt getur reynst að halda uppi kennslu vegna nem­enda­fæð­ar. Tæki­færi til umbóta tengj­ast meðal ann­ars auk­inni sam­vinnu innan fram­halds­skóla, fram­boði á fjar- og dreif­námi og sam­starfi við grunn­skóla og for­eldra,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins.

Til skoð­unar úrbætur í hús­næð­is­málum MR, FS og FB

Enn fremur kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að liður í að standa vörð um gæði náms og kennslu í fram­halds­skólum sé að skil­greina betur lyk­il­tölur og birta töl­fræði sem lýsir fram­halds­skóla­kerf­inu. Þar verði sjónum meðal ann­ars beint að aðgengi að námi í öllum lands­hlut­um. Með auk­inni og betri töl­fræði og gagn­særri fjár­veit­ingum sé stefnt að auk­inni skil­virkni í nýt­ingu fjár og auknum gæðum í námi og þjón­ustu. „Á síð­ustu árum hefur fram­lag til fram­halds­skóla­stigs­ins hækkað umtals­vert þrátt fyrir fækkun nem­enda. Hækk­unin gerir fram­halds­skólum kleift að bæta gæði kennslu og náms­fram­boð. Einnig eru til skoð­unar úrbætur í hús­næð­is­málum Mennta­skól­ans í Reykja­vík, Fjöl­brauta­skóla Suð­ur­nesja og Fjöl­brauta­skól­ans í Breið­holt­i.“

Jafn­framt er bent á að mik­il­vægur þáttur í að efla menntun í land­inu og hækka mennt­un­ar­stig þjóð­ar­innar sé að stuðla að því að fleiri nem­endur útskrif­ist úr fram­halds­skól­um. Nið­ur­stöður úttekta sýni að ástæður brott­hvarfs geti – auk ónógs und­ir­bún­ings úr grunn­skóla – verið lítil náms­leg eða félags­leg skuld­bind­ing, van­trú á eigin getu, and­leg van­líðan eða lít­ill stuðn­ingur og hvatn­ing for­eldra. Þá beri sér­stak­lega að huga að nem­endum sem ekki hafa íslensku að móð­ur­máli en fram­lag til íslensku­kennslu slíkra nem­enda hefur nú verið þre­fald­að. Til að koma til móts við þá ein­stak­linga sem horfið hafa frá námi hafi verið tekin af öll tví­mæli um rétt nem­enda 25 ára og eldri til náms á fram­halds­skóla­stigi. Þá hafi ráðu­neytið unnið með dóms­mála­ráðu­neyt­inu og Fang­els­is­mála­stofnun að stefnu­mótun um nám fanga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent