Taconic Capital keypti fimm prósenta hlut í Arion banka

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital keypti í gær tæplega fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða króna. Seljandi hlutabréfanna var eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti hluthafi bankans.

Arion Banki
Auglýsing

Banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Tacon­ic Capital keypti í gær tæp­lega fimm pró­senta hlut í Arion ­banka fyrir lið­lega 6,5 millj­arða króna. Selj­andi hluta­bréf­anna var eign­ar­halds­fé­lagið Kaup­þing, stærsti hlut­hafi bank­ans. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Taconic Capi­tal átti fyrir kaupin 9,99 pró­senta hlut í Arion ­banka. Í gær keypt­i ­sjóð­ur­inn síðan sam­an­lagt 90,7 millj­ónir hluta í bank­anum sem jafn­gildir tæp­lega fimm pró­senta hlut miðað við útistand­andi hlutafé bank­ans. Sam­kvæmt Frétta­blað­inu voru kaupin gerð á geng­inu 72 krónur á hlut og var kaup­verðið því ríf­lega 6,5 millj­arðar króna. Eftir lokun mark­aða í gær stóð gegni hluta­bréfa í bank­anum í 77,4 krónum á hlut. 

­Greint var frá því í síð­ustu viku að ­stærsti ­eig­and­i ­Arion ­banka, ­Kaup­­þing ehf., hafi selt tíu pró­senta hlut í bank­an­um. Virði hlut­­ar­ins miðað við skráð geng­i ­Arion ­banka þegar hann var seldur var um 15 millj­­arðar króna. Ekki var til­­­greint hver kaup­and­inn er en Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, væru komin inn á hlut­haf­alista yfir stærstu eig­end­ur ­Arion ­banka. LS­R á 1,1 pró­sent hlut í bank­anum og Kjarn­inn fékk það stað­fest að hann hefði keypt þann hlut af Kaup­þingi í vik­unni á und­an. Miðað við gengi bréfa í Arion ­banka í byrjun síð­­­ustu viku hefur kaup­verðið verið rúm­­lega 1,6 millj­­arðar króna.

Auglýsing

Þá keypti fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Stoðir keypti einnig stóran hluta þeirra tíu pró­senta sem Kaup­þing seldi í síð­ustu viku. Í kjöl­far kaupanna er fjár­fest­inga­fé­lagið orðið stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi ­Arion ­banka með um 4,22 pró­senta hlut í Arion ­banka. 

Trygg­inga­fé­lag­ið TM, sem er líka á meðal eig­enda Stoða, bætti einnig við sig hlut í útboði Kaup­þings. Það gerði Vog­un, félag að stærstum hluta í eigu Krist­jáns Lofts­sonar og fjöl­skyldu hans, sem seldu hlut sinn í HB Granda í fyrra, líka. Jafn­framt á Sig­urður Bolla­son, sem er líka fjórði stærsti hlut­hafi Kviku banka með 6,17 pró­sent eign­ar­hlut, og félög tengd honum nú um tveggja pró­senta hlut í Arion ­banka. Hluti þeirrar eignar er í gegnum fram­virka samn­inga hjá Íslands­bank

Íslands­banki var skráður með 2,84 pró­sent hlut í Arion ­banka síð­asta mánu­dag en sá hlutur hefur nú minnkað niður í 2,54 pró­sent. Tals­maður Íslands­banka vildi ekki upp­lýsa um hvort bank­inn hefði verið að kaupa fyrir eigin bók eða fyrir hönd við­skipta­vina þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það á mánu­dag. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent