Taconic Capital keypti fimm prósenta hlut í Arion banka

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital keypti í gær tæplega fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða króna. Seljandi hlutabréfanna var eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti hluthafi bankans.

Arion Banki
Auglýsing

Banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Tacon­ic Capital keypti í gær tæp­lega fimm pró­senta hlut í Arion ­banka fyrir lið­lega 6,5 millj­arða króna. Selj­andi hluta­bréf­anna var eign­ar­halds­fé­lagið Kaup­þing, stærsti hlut­hafi bank­ans. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Taconic Capi­tal átti fyrir kaupin 9,99 pró­senta hlut í Arion ­banka. Í gær keypt­i ­sjóð­ur­inn síðan sam­an­lagt 90,7 millj­ónir hluta í bank­anum sem jafn­gildir tæp­lega fimm pró­senta hlut miðað við útistand­andi hlutafé bank­ans. Sam­kvæmt Frétta­blað­inu voru kaupin gerð á geng­inu 72 krónur á hlut og var kaup­verðið því ríf­lega 6,5 millj­arðar króna. Eftir lokun mark­aða í gær stóð gegni hluta­bréfa í bank­anum í 77,4 krónum á hlut. 

­Greint var frá því í síð­ustu viku að ­stærsti ­eig­and­i ­Arion ­banka, ­Kaup­­þing ehf., hafi selt tíu pró­senta hlut í bank­an­um. Virði hlut­­ar­ins miðað við skráð geng­i ­Arion ­banka þegar hann var seldur var um 15 millj­­arðar króna. Ekki var til­­­greint hver kaup­and­inn er en Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, væru komin inn á hlut­haf­alista yfir stærstu eig­end­ur ­Arion ­banka. LS­R á 1,1 pró­sent hlut í bank­anum og Kjarn­inn fékk það stað­fest að hann hefði keypt þann hlut af Kaup­þingi í vik­unni á und­an. Miðað við gengi bréfa í Arion ­banka í byrjun síð­­­ustu viku hefur kaup­verðið verið rúm­­lega 1,6 millj­­arðar króna.

Auglýsing

Þá keypti fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Stoðir keypti einnig stóran hluta þeirra tíu pró­senta sem Kaup­þing seldi í síð­ustu viku. Í kjöl­far kaupanna er fjár­fest­inga­fé­lagið orðið stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi ­Arion ­banka með um 4,22 pró­senta hlut í Arion ­banka. 

Trygg­inga­fé­lag­ið TM, sem er líka á meðal eig­enda Stoða, bætti einnig við sig hlut í útboði Kaup­þings. Það gerði Vog­un, félag að stærstum hluta í eigu Krist­jáns Lofts­sonar og fjöl­skyldu hans, sem seldu hlut sinn í HB Granda í fyrra, líka. Jafn­framt á Sig­urður Bolla­son, sem er líka fjórði stærsti hlut­hafi Kviku banka með 6,17 pró­sent eign­ar­hlut, og félög tengd honum nú um tveggja pró­senta hlut í Arion ­banka. Hluti þeirrar eignar er í gegnum fram­virka samn­inga hjá Íslands­bank

Íslands­banki var skráður með 2,84 pró­sent hlut í Arion ­banka síð­asta mánu­dag en sá hlutur hefur nú minnkað niður í 2,54 pró­sent. Tals­maður Íslands­banka vildi ekki upp­lýsa um hvort bank­inn hefði verið að kaupa fyrir eigin bók eða fyrir hönd við­skipta­vina þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það á mánu­dag. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent