Taconic Capital keypti fimm prósenta hlut í Arion banka

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital keypti í gær tæplega fimm prósenta hlut í Arion banka fyrir liðlega 6,5 milljarða króna. Seljandi hlutabréfanna var eignarhaldsfélagið Kaupþing, stærsti hluthafi bankans.

Arion Banki
Auglýsing

Banda­ríski vog­un­ar­sjóð­ur­inn Tacon­ic Capital keypti í gær tæp­lega fimm pró­senta hlut í Arion ­banka fyrir lið­lega 6,5 millj­arða króna. Selj­andi hluta­bréf­anna var eign­ar­halds­fé­lagið Kaup­þing, stærsti hlut­hafi bank­ans. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Taconic Capi­tal átti fyrir kaupin 9,99 pró­senta hlut í Arion ­banka. Í gær keypt­i ­sjóð­ur­inn síðan sam­an­lagt 90,7 millj­ónir hluta í bank­anum sem jafn­gildir tæp­lega fimm pró­senta hlut miðað við útistand­andi hlutafé bank­ans. Sam­kvæmt Frétta­blað­inu voru kaupin gerð á geng­inu 72 krónur á hlut og var kaup­verðið því ríf­lega 6,5 millj­arðar króna. Eftir lokun mark­aða í gær stóð gegni hluta­bréfa í bank­anum í 77,4 krónum á hlut. 

­Greint var frá því í síð­ustu viku að ­stærsti ­eig­and­i ­Arion ­banka, ­Kaup­­þing ehf., hafi selt tíu pró­senta hlut í bank­an­um. Virði hlut­­ar­ins miðað við skráð geng­i ­Arion ­banka þegar hann var seldur var um 15 millj­­arðar króna. Ekki var til­­­greint hver kaup­and­inn er en Kjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Íslands­banki, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, væru komin inn á hlut­haf­alista yfir stærstu eig­end­ur ­Arion ­banka. LS­R á 1,1 pró­sent hlut í bank­anum og Kjarn­inn fékk það stað­fest að hann hefði keypt þann hlut af Kaup­þingi í vik­unni á und­an. Miðað við gengi bréfa í Arion ­banka í byrjun síð­­­ustu viku hefur kaup­verðið verið rúm­­lega 1,6 millj­­arðar króna.

Auglýsing

Þá keypti fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Stoðir keypti einnig stóran hluta þeirra tíu pró­senta sem Kaup­þing seldi í síð­ustu viku. Í kjöl­far kaupanna er fjár­fest­inga­fé­lagið orðið stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi ­Arion ­banka með um 4,22 pró­senta hlut í Arion ­banka. 

Trygg­inga­fé­lag­ið TM, sem er líka á meðal eig­enda Stoða, bætti einnig við sig hlut í útboði Kaup­þings. Það gerði Vog­un, félag að stærstum hluta í eigu Krist­jáns Lofts­sonar og fjöl­skyldu hans, sem seldu hlut sinn í HB Granda í fyrra, líka. Jafn­framt á Sig­urður Bolla­son, sem er líka fjórði stærsti hlut­hafi Kviku banka með 6,17 pró­sent eign­ar­hlut, og félög tengd honum nú um tveggja pró­senta hlut í Arion ­banka. Hluti þeirrar eignar er í gegnum fram­virka samn­inga hjá Íslands­bank

Íslands­banki var skráður með 2,84 pró­sent hlut í Arion ­banka síð­asta mánu­dag en sá hlutur hefur nú minnkað niður í 2,54 pró­sent. Tals­maður Íslands­banka vildi ekki upp­lýsa um hvort bank­inn hefði verið að kaupa fyrir eigin bók eða fyrir hönd við­skipta­vina þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um það á mánu­dag. 

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent