Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór með afsagnarbréf í vasanum á alla fundi í Hvíta húsinu, þar sem hann hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Ástæðan var meðal annars sú, að hann treysti sér ekki til þess að taka því sem Trump Bandaríkjaforseti taldi vera rétt; sem var að að taka með engu mark á skýrslu Muellers saksóknara.
Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, telur svo vera og segir það vera þingsins að draga forsetann til ábyrgðar.
Í skýrslunni eru tiltekin tíu dæmi um afskipti Trumps af rannsókninni, en engin ályktun dregin af þeim.
Um mánuður er liðinn frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni til Barr. Sá síðarnefndi birti svo fjögurra blaðsíðna útdrátt úr henni 24. mars síðastliðinn þar greint var frá því að Mueller hafi komist að þeirri niðurstöðu að framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafi ekki átt í óeðlilegum eða ólögmætum samskiptum við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna 2016.