Ingibjörg Pálmadóttir verður stærsti eigandi Skeljungs

365 miðlar hafa fjárfest verulega í Skeljungi undanfarnar vikur og verða stærsti eigandi félagsins þegar framvirkir samningar verða gerðir upp. Á sama tíma hefur félagið selt sig niður í Högum.

skeljungur
Auglýsing

365 miðlar hf., félag í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, verður stærsti ein­staki eig­andi Skelj­ungs með 10,01 pró­sent hlut í nán­ustu fram­tíð. Þetta kemur í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni eiga 365 miðlar 4,32 pró­sent hlut í Skelj­ungi en auk þess hefur félagið gert tvo fram­virka samn­inga um kaup á hlutum í félag­inu fyrir sam­tals 5,69 pró­sent.

Annar fram­virki samn­ing­ur­inn er upp á 4,65 pró­sent hlut, var gerður 11. apríl síð­ast­lið­inn og gildir til 30. apr­íl. Hinn er upp á 1,05 pró­sent hlut, var gerður 17. apríl og gildir til 24. maí.

Auglýsing

Mark­aðsvirði Skelj­ungs er um 16,5 millj­arðar króna og því er virði hlut­ar­ins sem 365 miðlar gætu eign­ast tæp­lega 1,7 millj­arðar króna gangi við­skiptin öll eft­ir. Vefur Frétta­blaðs­ins greinir frá því að hluti við­skipt­anna fari í gegnum fjár­mögnun hjá Kviku banka. Í dag er Gildi líf­eyr­is­sjóður skráður stærsti eig­andi Skelj­ungs með 9,2 pró­sent hlut.

365 miðlar voru einu sinni fjöl­miðla­fyr­ir­tæki en er nú að mestu fjár­fest­ing­ar­fé­lag. Félagið seldi stærstan hluta fjöl­miðla­veldis síns til Sýnar í lok árs 2017 og fékk meðal ann­ars greitt fyrir með hluta­fé, en hélt eftir Frétta­blað­inu. Það er nú rekið af Torgi ehf., dótt­ur­fé­lag 365 miðla.

Í októ­ber 2018 seldu 365 miðlar allan hlut sinn í Sýn fyrir tæpa tvo millj­arða króna og keyptu í stað­inn hluti í Hög­um. Um tíma nam eign­ar­hlutur 365 miðla tæp­lega fjórum pró­sentum en á nýjasta birta hlut­haf­alista Haga er félagið ekki á meðal 20 stærstu hlut­hafa. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent