Katrín á meðal tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heims

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í 17. sæti yfir launahæstu þjóðarleiðtoga heims, samkvæmt úttekt bandaríska dagblaðsins USA Today. Þá er hún samkvæmt blaðinu fjórði launahæsti kvenleiðtogi heims.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra er í 17. sæti yfir launa­hæstu þjóð­ar­leið­toga heims­ins, sam­kvæmt úttekt banda­ríska dag­blaðs­ins USA Today. Hún er ein af fjórum konum á list­anum en list­inn miðar við þá ein­stak­linga sem telj­ast hand­hafar fram­kvæmda­valds­ins í hverju landi fyrir sig. Katrín er ofar á list­anum en for­sæt­is­ráð­herra Frakk­lands, Írlands og for­set­i Gvatemala. Hins vegar eru for­sæt­is­ráð­herrar Dan­merkur og Sví­þjóðar með hærri laun en Katrín og sitja í 15. og 16. sæti. Morg­un­blaðið greindi fyrst frá þessu. 

Ein af fjór­um kon­um 

Úttekt blaðs­ins miðar við laun hvers þjóð­ar­leið­toga á árinu 2018 og nema árleg ­laun leið­tog­anna allt frá­ 200.000 Banda­ríkja­dölum til rúm­lega 1,6 millj­ónir Banda­ríkja­dala en launin eru gefin upp miðað við gengi 13. apr­íl. Árs­laun Katrínar sam­kvæmt list­anum voru 242.619 Banda­ríkja­dalir í fyrra eða rúmar 29 millj­ónir íslenskra króna. Í grein­inni segir að ef launum Katrínar væri deilt á alla Íslend­inga myndi hver Íslend­ingur fá í sinn hlut 73 sent. Jafn­framt er greint frá því að ­for­seti Íslands fái hærri laun en for­sæt­is­ráð­herra en að for­set­inn hafi tak­mörkuð völd og að hlut­verk hans sé að mestu leyti hátíð­legt.

Fyrir ofan Katrínu á list­anum eru for­sæt­is­ráð­herrar Dan­merkur og Sví­þjóð­ar. Lars Løkk­e Rasmus­sen, for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur er sagður vera með 249.774 Banda­ríkja­dali á ári í laun og ­Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar­ ­með 244.615 Banda­ríkja­dali í laun á síð­asta ári. Hæst­laun­aði þjóð­ar­leið­tog­inn á list­anum er hins vegar Lee Hsi­en Loong ­for­sæt­is­ráð­herra Singapúr en hann var með 1.610.000 Banda­ríkja­dali í árs­laun á síð­asta ári sem er ígildi þess að hann hafi verið með rúmar 13 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun. 

Auglýsing

Þá er Carri­e Lam, ­leið­togi kín­verska sjálf­stjórn­ar­hér­aðs­ins Hong Kong, ­launa­hæsta konan á list­anum en hún situr í öðru sæti með 568.400 Banda­ríkja­dali í árs­laun, eða sem nemur rúmum 55 millj­ónum íslenskra króna. Þá er þrí­r aðr­ir kven­leið­togar á list­an­um að með­tal­inni Katrínu, það eru Ang­ela Merkel Þýska­landskansl­ari og Jacinda ­Ardern, for­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­land, en þær skipa sjötta og sjö­unda sæti list­ans.

Í hópi áhrifa­mik­illa kvenna sem stuðla að auknu kynja­jafn­rétti

Í febr­úar var Katrín valin ein af tutt­ugu konum sem skarað hafa fram úr og barist fyrir jöfnum hlut kyn­­systra sinna um allan heim, af við­­skipta­­tíma­­rit­in­u CEO Mag­­azine. Í umfjöll­un ­­tíma­­rits­ins ­var greint frá því að Katrín Jak­obs­dótt­ir hefði sterkar skoð­­anir á rétt­indum kvenna og umhverf­is­­mál­­um. 

Fjallað var um hvernig Katrín sé önnur konan hér á landi til að gegna emb­ætti for­­sæt­is­ráð­herra en hún er jafn­­framt þriðja yngsta mann­eskjan til að gegna þessu valda­­mesta emb­ætti á Ísland­i. Þá var hún sögð stefna að því að útrýma kyn­bundnum launa­mun á Íslandi innan fimm ára og að hún hyggst breyta lögum um ­­fæð­ing­­ar­or­lof hér á land­i.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent