Kostnaður vegna verkfalla óverulegur

Greiðslur úr vinnudeilusjóðum Eflingar og VR munu líklega kosta félögin samanlagt tuttugu til þrjátíu milljónir. Flestar umsóknir í sjóðina hafa verið samþykktar.

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Reikna má með að heild­ar­greiðslur VR og Efl­ingar úr vinnu­deilu­sjóðum vegna verk­fall­anna í mars síð­ast­liðnum geti numið á bil­inu tutt­ugu til þrjá­tíu millj­ónir sam­an­lagt. VR hefur nú þegar greitt út 8,7 millj­ónir króna úr vinnu­deilu­sjóði og Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að reiknað sé með að Efl­ing þurfi að greiða á bil­inu tíu til tutt­ugu millj­ón­ir. End­an­legar tölur liggja þó ekki fyrir hjá félög­unum þar sem frestur til að sækja um greiðslur er ekki lið­inn.

Flestar umsóknir sam­þykktar

Sam­kvæmt svari Odds Gunn­ars Jóns­son­ar, for­stöðu­manns fjár­mála- og rekstr­ar­sviðs VR, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er opið fyrir umsóknir í vinnu­deilu­sjóð VR til fimmt­ánda maí næst­kom­andi og því liggi ekki fyrir hversu mikið félagið þurfi að greiða út. Í apríl sé hins vegar búið að greiða út 8,7 millj­ónir króna og þar af hafi 5,5 millj­ónir verið greiddar til félags­manna en 3,2 millj­ónir hafi farið til rík­is­sjóðs sem stað­greiðsla skatta.

Viðar segir að Efl­ing þurfi lík­lega að greiða tíu til tutt­ugu millj­ónir úr verk­falls­sjóði en það liggi þó ekki end­an­lega fyr­ir. Hann segir að lang­flestar umsóknir um greiðslur úr verk­falls­sjóði félags­ins hafi verið sam­þykktar og að ekk­ert hafi komið þar á óvart. Greiðsl­urnar segir hann ekki vera mikið högg fyrir félag­ið, verk­falls­sjóð­ur­inn sé vel stæður og að áætl­ana­gerð félags­ins hafi náð yfir að farið yrði í fleiri verk­falls­að­gerð­ir. Hins vegar sé það alltaf svo að ákveðin óvissa ríki þegar farið sé í verk­falls­að­gerð­ir.

Auglýsing

Árs­reikn­ingur Efl­ingar fyrir árið 2018 liggur ekki fyrir en í lok árs 2017 voru inni­stæður hans rúm­lega 2,6 millj­arðar króna. Í árs­reikn­ingi VR fyrir 2018 sem birtur er í árs­skýrslu félags­ins kemur fram að í vinnu­deilu­sjóði VR voru í lok árs­ins 3,8 millj­arð­ar. Það er því ljóst að greiðsl­urnar eru óveru­legar og ættu ekki að hafa áhrif á stöðu sjóð­anna.

Mis­mun­andi aðferðir við kynn­ingar

Munur er á því hvernig félögin tvö aug­lýstu greiðslur úr vinnu­deilu­sjóðum sín­um. Sam­kvæmt Við­ari var til­högun greiðslna úr vinnu­deilu­sjóði Efl­ingar kynnt með­fram atkvæða­greiðslum um verk­föll og var meðal ann­ars reynt að nálg­ast þá starfs­menn sem verk­föllin náðu til í gegnum trún­að­ar­menn þeirra vinnu­staða sem áttu í hlut.

VR sendi hins vegar tölvu­pósta á þá félags­menn fyr­ir­tækj­anna sem höfðu skráð net­fang hjá félag­inu. Áður en það var gert voru félags­menn hvattir til að upp­færa eða skrá net­föng sín á sér­stakri verk­falls­síðu félags­ins. Þá var einnig aug­lýst á sam­fé­lags­miðlum í aðdrag­anda verk­falla og á meðan á þeim stóð.

Kjara­samn­ingar félag­anna við Sam­tök atvinnu­lífs­ins voru sam­þykktir með ríf­lega 80 pró­sentum greiddra atkvæða. Í atkvæða­greiðslu Efl­ingar var kjör­sókn tíu pró­sent en tæp­lega 21 pró­sent hjá VR.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent