Kostnaður vegna verkfalla óverulegur

Greiðslur úr vinnudeilusjóðum Eflingar og VR munu líklega kosta félögin samanlagt tuttugu til þrjátíu milljónir. Flestar umsóknir í sjóðina hafa verið samþykktar.

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Reikna má með að heild­ar­greiðslur VR og Efl­ingar úr vinnu­deilu­sjóðum vegna verk­fall­anna í mars síð­ast­liðnum geti numið á bil­inu tutt­ugu til þrjá­tíu millj­ónir sam­an­lagt. VR hefur nú þegar greitt út 8,7 millj­ónir króna úr vinnu­deilu­sjóði og Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að reiknað sé með að Efl­ing þurfi að greiða á bil­inu tíu til tutt­ugu millj­ón­ir. End­an­legar tölur liggja þó ekki fyrir hjá félög­unum þar sem frestur til að sækja um greiðslur er ekki lið­inn.

Flestar umsóknir sam­þykktar

Sam­kvæmt svari Odds Gunn­ars Jóns­son­ar, for­stöðu­manns fjár­mála- og rekstr­ar­sviðs VR, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er opið fyrir umsóknir í vinnu­deilu­sjóð VR til fimmt­ánda maí næst­kom­andi og því liggi ekki fyrir hversu mikið félagið þurfi að greiða út. Í apríl sé hins vegar búið að greiða út 8,7 millj­ónir króna og þar af hafi 5,5 millj­ónir verið greiddar til félags­manna en 3,2 millj­ónir hafi farið til rík­is­sjóðs sem stað­greiðsla skatta.

Viðar segir að Efl­ing þurfi lík­lega að greiða tíu til tutt­ugu millj­ónir úr verk­falls­sjóði en það liggi þó ekki end­an­lega fyr­ir. Hann segir að lang­flestar umsóknir um greiðslur úr verk­falls­sjóði félags­ins hafi verið sam­þykktar og að ekk­ert hafi komið þar á óvart. Greiðsl­urnar segir hann ekki vera mikið högg fyrir félag­ið, verk­falls­sjóð­ur­inn sé vel stæður og að áætl­ana­gerð félags­ins hafi náð yfir að farið yrði í fleiri verk­falls­að­gerð­ir. Hins vegar sé það alltaf svo að ákveðin óvissa ríki þegar farið sé í verk­falls­að­gerð­ir.

Auglýsing

Árs­reikn­ingur Efl­ingar fyrir árið 2018 liggur ekki fyrir en í lok árs 2017 voru inni­stæður hans rúm­lega 2,6 millj­arðar króna. Í árs­reikn­ingi VR fyrir 2018 sem birtur er í árs­skýrslu félags­ins kemur fram að í vinnu­deilu­sjóði VR voru í lok árs­ins 3,8 millj­arð­ar. Það er því ljóst að greiðsl­urnar eru óveru­legar og ættu ekki að hafa áhrif á stöðu sjóð­anna.

Mis­mun­andi aðferðir við kynn­ingar

Munur er á því hvernig félögin tvö aug­lýstu greiðslur úr vinnu­deilu­sjóðum sín­um. Sam­kvæmt Við­ari var til­högun greiðslna úr vinnu­deilu­sjóði Efl­ingar kynnt með­fram atkvæða­greiðslum um verk­föll og var meðal ann­ars reynt að nálg­ast þá starfs­menn sem verk­föllin náðu til í gegnum trún­að­ar­menn þeirra vinnu­staða sem áttu í hlut.

VR sendi hins vegar tölvu­pósta á þá félags­menn fyr­ir­tækj­anna sem höfðu skráð net­fang hjá félag­inu. Áður en það var gert voru félags­menn hvattir til að upp­færa eða skrá net­föng sín á sér­stakri verk­falls­síðu félags­ins. Þá var einnig aug­lýst á sam­fé­lags­miðlum í aðdrag­anda verk­falla og á meðan á þeim stóð.

Kjara­samn­ingar félag­anna við Sam­tök atvinnu­lífs­ins voru sam­þykktir með ríf­lega 80 pró­sentum greiddra atkvæða. Í atkvæða­greiðslu Efl­ingar var kjör­sókn tíu pró­sent en tæp­lega 21 pró­sent hjá VR.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent