Joe Biden hefur formlega sett af stað kosningabaráttu sína fyrir forsetaskosningarnar í nóvember á næsta ári.
Kosningastjóri hans verður Symone Sanders, fyrrverandi fjölmiðlafulltrúi í kosningabaráttu Bernie Sanders, árið 2016.
Samkvæmt skrifum Axios, sem skrifar mikið um bandarísk stjórnmál og það sem er í gangi bak við tjöldin, þá ætlar Biden sér leita í stefnumál Baracks Obama í baráttu sinni, en hann var varaforseti í tíð hans.
Biden sagði í ávarpi sem hann hélt, þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta, að tími væri kominn til þess að vera með siðferðisþrekið í lagi Hvíta húsinu, og skaut þar á Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sem hefur átt í vök að verjast í þinginu að undanförnu, meðal annars vegna beiðna um að hann leggja spilin á borðið hvað skattamál hans varðar og fjármál yfirleitt.
WATCH: @SteveKornacki goes to the big board to discuss how Joe Biden is the front-runner in early polls among Democratic 2020 contenders and raises the question of whether Biden can rally non-white voters. pic.twitter.com/0pyIzpKIeJ
— MSNBC (@MSNBC) April 25, 2019
Biden virðist ætla að reyna að ná til fólksins sem Sanders var duglegur að ná til í sinni kröftugu baráttu árið 2016.
Svo fór að lokum að Hillary Clinton hafði betur gegn honum, þegar kom að útnefningu Demókrata á forsetaframbjóðanda, en Sanders er ekki að baki dottinn núna, og virðist staðráðinn í að læra af því sem aflaga fór síðast.
Biden er 76 ára gamall, fæddur 20. nóvember 1942, og verður því tæplega 78 ára gamall þegar kosið verður á næsta ári.
Hann hefur áratuga reynslu af pólitísku starfi innan Demókrataflokksins, og hefur á sér orð sem góður samningamaður.