Kjartan Hreinn Njálsson, fráfarandi ritstjóri á Fréttablaðinu, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Landlæknis. Frá þessu er greint á Vísi.
Kjartan Hreinn sagði starfi sínu lausu fyrr í mánuðinum eftir að hafa tekið við sem ritstjóri Fréttablaðsins ásamt Ólöfu Skaftadóttur í júní fyrra. Kristín Þorsteinsdóttir, sem hafði verið aðalritstjóri og útgefandi Fréttablaðsins, steig þá til hliðar og einbeitti sér að starfi útgefanda. Kristín hafði þá verið ritstjóri í fjögur ár.
Landlæknir er Alma Dagbjört Möller og var hún skipuð í embætti 1. apríl 2018. Samkvæmt lögunum er embættinu ætlað að stuðla að heilbrigði landsmanna, meðal annars með því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og efla lýðheilsustarf í landinu.
Auglýsing