ASÍ segir það „feigðarflan“ að staðfesta þriðja orkupakkann

Alþýðusamband Íslands legst gegn frekari markaðsvæðingu raforku í umsögn sinni um þriðja orkupakkann. Þegar hafi verið gengið of langt í þá átt.

Drífa Snædal
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) segir að það sé mat sam­bands­ins að þegar hafi verið gengið of langt í mark­aðsvæð­ingu grunn­stoða. Það sé „feigð­ar­flan að stað­festa mark­aðsvæð­ing­una og ganga lengra í þá átt.“

Þetta kemur fram í umsögn ASÍ um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stað­fest­ingu á ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar um orku­mál, oft­ast kallað þriðji orku­pakk­inn.

Í umsögn ASÍ segir að málið hafi verið afar umdeilt meðal þjóð­ar­innar og kjör­inna full­trúa og yrði ekki slitið úr sam­hengi við umræð­una um hvaða grunn­stoðir eigi að vera í sam­fé­lags­legri eigu og und­an­skildar mark­aðslög­mál­un­um.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni sé skýrt tekið fram að sam­kvæmt orku­pakka 1 og orku­pakka 2 sé almennt litið á orku eins og hverja aðra vöru sem sam­keppn­is­lög­mál gildi um. Það hafi gerst með inn­leið­ingu fyrsta orku­pakk­ans í raf­orku­lög að vinnsla og sala raf­orku skyldi rekin í mark­aðs­kerfi á sam­keppn­is­grunni.

Að mati ASÍ er raf­orka er grunn­þjón­usta og ætti ekki að vera háð mark­aðs­for­sendum hverju sinni. „Raforka á að vera á for­ræði almenn­ings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á mark­aði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í mark­aðsvæð­ingu grunn­stoða og feigð­ar­flan að stað­festa mark­aðsvæð­ing­una og ganga lengra í þá átt. Raf­magn er und­ir­staða til­veru okkar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra, sú ábyrgð er of mikil til að mark­að­ur­inn fái að véla með hana enda hefur mark­aðsvæð­ing grunn­stoða yfir­leitt ekki bætt þjón­ustu, lækkað verð né bætt stöðu starfs­fólks.“

Að mati ASÍ sé það for­senda fyrir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu lífs­gæða að eign­ar­hald á auð­lindum sé í sam­fé­lags­legri eigu og að „við njótum öll arðs af nýt­ingu auðild­anna og getum ráð­stafað okkar orku sjálf til upp­bygg­ingar atvinnu hér á land­i.“

Undir umsögn­ina skrifar Drífa Snædal, for­seti ASÍ.

Sagði orku­pakka­málið lykta af sér­hags­muna­poti

Drífa er ekki fyrsti verka­lýðs­leið­tog­inn sem blandar sér í umræðu um orku­pakka­mál­ið. Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, ­­sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrir helgi að verka­lýðs­hreyf­­ingin hafni því að hægt sé að taka stórar og umdeildar ákvarð­an­ir, á borð við þriðja orku­­pakk­ann, án þess að full­komið traust og sátt ríki um mál­ið. 

Hann sagði málið óneit­an­­lega lykta af sér­­hags­muna­poti og ­spurði jafn­­framt hvort Íslend­ingar geti treyst kjörnum full­­trúum til að taka svo stórar ákvarð­­anir sem snúa að orku­­málum þjóð­­ar­inn­­ar. „Svona miðað við allt sem á undan er geng­ið?“

Ragnar Þór telur að „hin ofsa­­fengnu við­brögð þekktra hags­muna­afla við rétt­­mætum spurn­ingum og gagn­rýni“ gefi svo sann­­ar­­lega til­­efni til að staldra við.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent