ASÍ segir það „feigðarflan“ að staðfesta þriðja orkupakkann

Alþýðusamband Íslands legst gegn frekari markaðsvæðingu raforku í umsögn sinni um þriðja orkupakkann. Þegar hafi verið gengið of langt í þá átt.

Drífa Snædal
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) segir að það sé mat sam­bands­ins að þegar hafi verið gengið of langt í mark­aðsvæð­ingu grunn­stoða. Það sé „feigð­ar­flan að stað­festa mark­aðsvæð­ing­una og ganga lengra í þá átt.“

Þetta kemur fram í umsögn ASÍ um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um stað­fest­ingu á ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar um orku­mál, oft­ast kallað þriðji orku­pakk­inn.

Í umsögn ASÍ segir að málið hafi verið afar umdeilt meðal þjóð­ar­innar og kjör­inna full­trúa og yrði ekki slitið úr sam­hengi við umræð­una um hvaða grunn­stoðir eigi að vera í sam­fé­lags­legri eigu og und­an­skildar mark­aðslög­mál­un­um.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni sé skýrt tekið fram að sam­kvæmt orku­pakka 1 og orku­pakka 2 sé almennt litið á orku eins og hverja aðra vöru sem sam­keppn­is­lög­mál gildi um. Það hafi gerst með inn­leið­ingu fyrsta orku­pakk­ans í raf­orku­lög að vinnsla og sala raf­orku skyldi rekin í mark­aðs­kerfi á sam­keppn­is­grunni.

Að mati ASÍ er raf­orka er grunn­þjón­usta og ætti ekki að vera háð mark­aðs­for­sendum hverju sinni. „Raforka á að vera á for­ræði almenn­ings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á mark­aði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í mark­aðsvæð­ingu grunn­stoða og feigð­ar­flan að stað­festa mark­aðsvæð­ing­una og ganga lengra í þá átt. Raf­magn er und­ir­staða til­veru okkar í dag og það er sam­fé­lags­leg ábyrgð að tryggja fram­leiðslu og flutn­ing til allra, sú ábyrgð er of mikil til að mark­að­ur­inn fái að véla með hana enda hefur mark­aðsvæð­ing grunn­stoða yfir­leitt ekki bætt þjón­ustu, lækkað verð né bætt stöðu starfs­fólks.“

Að mati ASÍ sé það for­senda fyrir áfram­hald­andi upp­bygg­ingu lífs­gæða að eign­ar­hald á auð­lindum sé í sam­fé­lags­legri eigu og að „við njótum öll arðs af nýt­ingu auðild­anna og getum ráð­stafað okkar orku sjálf til upp­bygg­ingar atvinnu hér á land­i.“

Undir umsögn­ina skrifar Drífa Snædal, for­seti ASÍ.

Sagði orku­pakka­málið lykta af sér­hags­muna­poti

Drífa er ekki fyrsti verka­lýðs­leið­tog­inn sem blandar sér í umræðu um orku­pakka­mál­ið. Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­maður VR, ­­sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book fyrir helgi að verka­lýðs­hreyf­­ingin hafni því að hægt sé að taka stórar og umdeildar ákvarð­an­ir, á borð við þriðja orku­­pakk­ann, án þess að full­komið traust og sátt ríki um mál­ið. 

Hann sagði málið óneit­an­­lega lykta af sér­­hags­muna­poti og ­spurði jafn­­framt hvort Íslend­ingar geti treyst kjörnum full­­trúum til að taka svo stórar ákvarð­­anir sem snúa að orku­­málum þjóð­­ar­inn­­ar. „Svona miðað við allt sem á undan er geng­ið?“

Ragnar Þór telur að „hin ofsa­­fengnu við­brögð þekktra hags­muna­afla við rétt­­mætum spurn­ingum og gagn­rýni“ gefi svo sann­­ar­­lega til­­efni til að staldra við.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent