Helga Halldórsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns mannauðs hjá Arion banka, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Helga hefur starfað hjá bankanum og fyrirrennara hans í um 12 ár og er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands.
Hún hóf störf í innri endurskoðun árið 2007 en áður starfaði hún á endurskoðunarsviði Seðlabanka Íslands. Helga færði sig yfir á þróunar- og markaðssvið Arion banka árið 2012 þar sem hún starfaði við innleiðingu á straumlínustjórnun í bankanum.
Hún tók við starfi liðsstjóra straumlínustjórnunar innan mannauðsdeildar bankans árið 2015 og hefur gengt því starfi síðan þá.
Arion banki er skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð, en um síðustu áramót nam eigið fé hans 200,9 milljörðum króna. Markaðsvirði bankans, nemur um þessar mundir 140 milljörðum króna.