Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar minnkar en Vinstri græn og Viðreisn bæta við sig

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn tapa fylgi milli mánaða. Píratar, Samfylking, Miðflokkur og Flokkur fólksins standa nánast í stað en Vinstri græn og Viðreisn bæta við sig fylgi.

flokksforingjar
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 20,2 pró­sent fylgi í nýj­ustu könnun MMR sem birt var í dag og er sem fyrr stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt mæl­ing­um.  Þetta er samt sem áður næst minnsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með í könn­unum MMR það sem af er kjör­tíma­bili. Lægst mæld­ist fylgi hans í nóv­em­ber 2018, eða 19,8 pró­sent. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins minnkar um 2,3 pró­sentu­stig milli mán­aða. Flokk­ur­inn fékk 25,2 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017.

Sam­fylk­ingin er næst stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt MMR með 14,1 pró­sent fylgi, sem er nán­ast sama fylgi og flokk­ur­inn mæld­ist með fyrir mán­uði, þegar það var 14,3 pró­sent. Sam­fylk­ingin fékk 12,1 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 2017.

Vinstri græn end­ur­heimta stöðu sína sem þriðji stærsti flokkur lands­ins, þótt þau deili því sæti með öðrum, og mæl­ast nú með 13,4 pró­sent fylgi og bæta við sig 3,3 pró­sentu­stigum milli mán­aða. Fylgi flokks­ins hefur ekki mælst meira frá því í maí í fyrra, eða í eitt ár. Vinstri græn eru þó enn tölu­vert frá kjör­fylgi sínu, sem var 16,9 pró­sent.

Auglýsing

Píratar mæl­ast með jafn mikið fylgi og Vinstri græn. Það er nán­ast sama fylgi og flokk­ur­inn fékk í síð­ustu könn­un, og 4,2 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2017.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins heldur áfram að dala hægt og rólega eftir að hafa tekið kipp upp á við í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins. Nú segj­ast 9,8 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn sem er 1,4 pró­sentu­stigum færri en fyrir mán­uði síðan og tæpu pró­sentu­stigi minna fylgi en í síð­ustu kosn­ing­um.

Mið­flokk­ur­inn kemur á hæla Fram­sókn­ar­flokks­ins með 9,2 pró­sent fylgi sem er nákvæm­lega sama hlut­fall og sagð­ist fylgja flokknum að málum fyrir mán­uði síð­an, en 1,7 pró­sentu­stigi frá kjör­fylgi hans.

Við­reisn mælist nú jafn stór og Mið­flokk­ur­inn hjá MMR með 9,2 pró­sent fylgi, sem er 1,4 pró­sentu­stigum meira en í síð­ustu mæl­ingu og 3,5 pró­sentu­stigum meira en í kosn­ing­unum 2017.

Flokkur fólks­ins myndi rétt sleppa yfir fimm pró­sent þrösk­uld­inn, og inn á þing, ef kosið yrði núna með 5,1 pró­sent fylgi. Það er nán­ast sama fylgi og hann mæld­ist með síð­ast en 1,8 pró­sentu­stigi undir árangri flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um.

Sós­í­alista­flokkur Íslands heldur áfram að mæl­ast ágæt­lega og er nú með 4,2 pró­sent fylgi, sem er 1,4 pró­sentu­stigi meira en í könnun MMR sem birt var í apr­íl.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn 40 pró­sent

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er 43,4 pró­sent og dregst saman 2,4 pró­sentu­stig milli mán­aða. Alls hafa Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn tapað 9,4 pró­sentu­stigum af fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um, sam­kvæmt könn­unum MMR.

Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn mæl­ast nú saman með 36,7 pró­sent fylgi í könn­unum MMR en fengu 28 pró­sent í kosn­ing­unum 2017. Fylg­is­aukn­ing Við­reisnar milli mán­aðar hækkar sam­eig­in­legt fylgi þeirra lít­il­lega.

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins mæl­ast saman með 14,3 pró­sent fylgi hjá MMR, sem er tölu­vert frá þeim 17,8 pró­sentum sem flokk­arnir tveir fengu í síð­ustu kosn­ing­un­um.

Eftir að hafa risið á und­an­förnum mán­uðum fellur stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina niður í 40,4 pró­sent í könn­unum MMR. Það er minnsti stuðn­ingur við hana sem mælst hefur á þessu ári.

Munur á könn­unum

Athygli vekur að könnun MMR sýnir aðeins aðra stöðu en nýjasta könnun Gallup, sem birt var um helg­ina. Þar mæld­ist sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna aðeins meira, eða 44,9 pró­sent, en staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins (23,5 pró­sent) mælist sterk­ari og fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins (8,0 pró­sent) umtals­vert minna. 

­Sam­fylk­ingin mælist líka stærri hjá Gallup en MMR (16,2 pró­sent) sem og Við­reisn (11,0 pró­sent) en fylgi Pírata mælist þar minna (11,1 pró­sent). 

Fylgi Mið­flokks­ins (8,9 pró­sent) er á mjög svip­uðum slóðum hjá Gallup og MMR en fyrr­nefna fyr­ir­tækið mælir Flokk fólks­ins (4,0 pró­sent) með það lítið fylgi að hann næði ekki inn manni á þing. 

Mestu munar þó um mæl­ingu á stuðn­ingi við rík­is­stjórn­ina. MMR mælir hann, líkt og áður sagði, sem 40,4 pró­sent og á nið­ur­leið en Gallup segir hann vera 51,6 pró­sent og á upp­leið. 

Í könnun MMR var fram­kvæmdin þannig að ein­stak­lingar eldri en 18 ára voru valdir handa­hófs­kennt úr hópi álits­gjafa MMR. Alls svör­uðu 941 könn­un­inni sem var fram­kvæmd 30. apríl til 3. maí 2019. 

Nið­ur­stöður Gallup eru úr net­könnun sem fyr­ir­tækið gerði dag­ana 5. til 30. apríl 2019. Heild­ar­úr­taks­stærð var 5.189 og þátt­töku­hlut­fall var 57,7 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Kallar eftir heildstæðri úttekt á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt eftir að hafa rætt við sjávarútvegsráðherra á fundi atvinnuveganefndar í gær. Þar á meðal hæfi ráðherra til að byggja upp traust í kjölfar Samherjamálsins.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
FME kallar eftir upplýsingum frá íslenskum bönkum um Samherja
Íslensku bankarnir eiga að upplýsa Fjármálaeftirlitið um það hvernig eftirliti þeirra með viðskiptum við Samherja hafi verið háttað.
Kjarninn 21. nóvember 2019
James Hatuikulipi.
Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér
Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Mussila hlýtur Norrænu EdTech verðlaunin
Sprotafyrirtækið Mussila framleiðir hugbúnað sem kennir börnum tónlist í gegnum skapandi umhverfi.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið
Vitundarvarpið – Lífið breyttist eftir að Kamilla kynntist kakóinu
Kjarninn 20. nóvember 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið telur sig hafa uppfyllt eftirlitsskyldu sína með RÚV
Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til ábend­ingar Rík­is­end­ur­skoð­unar um að færa eign­ar­hlut rík­is­ins í RÚV til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið segir að það sé Alþingis að ákvarða um slíkt.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Haukur ráðinn framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 20. nóvember 2019
Ásta Svavarsdóttir
Þú ert svo sæt svona réttindalaus
Kjarninn 20. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent