Transavia hefur sölu á flugsætum til Akureyrar

Hol­lenska flug­fé­lagið Transa­via hef­ur hafið beina sölu á flug­sæt­um til Ak­ur­eyr­ar frá hol­lensku borg­inni Rotter­dam. Um er að ræða ferðir sem farn­ar verða í sum­ar og næsta vet­ur.

akureyrarflugvöllur
Auglýsing

Hol­lenska flug­fé­lag­ið Transa­vi­a hefur hafið beina sölu á flug­sætum til Akur­eyrar frá­ Rott­er­dam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vet­ur. Þetta er í fyrsta sinn sem hol­lenskt flug­fé­lag selur sjálft sæti í ferðir til Akur­eyrar og því í raun fyrsta sinn sem í boði er áætl­un­ar­flug til og frá Akur­eyri til Hollands. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands.

Gríð­ar­legt tæki­færi fyrir ferða­þjón­ustu á Norð­ur­landi

Flugið er til­komið vegna ferða á vegum hol­lensku ferða­skrif­stof­unn­ar Voigt Tra­vel ­sem hóf á síð­asta ári sölu á skipu­lögðum ferða­lög um Ísland frá Akur­eyr­i. Transa­vi­a ­selur nú hins vegar aðeins sæt­in, óháð Voigt Tra­vel. 

Transa­vi­a ­Nether­lands er hol­­lenskt lággjalda­flug­­fé­lag og hluti af A­ir France KLM Group. Transa­vi­a er annað stærsta flug­­­fé­lagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfanga­­staða, aðal­­­lega í Evr­­ópu og Norð­­ur­-A­fr­ík­u og flytur meira en 15 milljón far­þega á ári.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unn­i ­segir að Mark­aðs­sofa Norð­ur­lands fagni þessum áfanga enda sé ljóst að þetta skapi  gríð­ar­leg tæki­færi fyrir ferða­þjón­ustu á Norð­ur­landi, en einnig fyrir aðrar atvinnu­grein­ar. Nú býð­st Norð­lend­ing­um enn fleiri tæki­færi til að kaupa stök flug­sæti til­ Rott­er­dam en þaðn er hægt að fljúga áfram til fjölda ann­arra á­fanga­staða.

Í ­byrjun apríl var til­kynnt að Transa­vi­a ­myndi byrja að fljúga frá­ Schip­hol í Hollandi til Kefla­víkur þrisvar sinnum í viku frá 5. júlí næst­kom­andi og þannig fylla upp í hluta af því skarði sem varð til við brott­­fall WOW a­ir. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent