Apple Pay komið til landsins

Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú borgað fyrir vörur og þjónustu í verslunum og á netinu með Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tölvufyrirtækisins Apple.

iphone apple snjallsími snjalltæki h_53295500.jpg
Auglýsing


Korthafar Landsbankans og Arion banka geta nú tengt kortin sín við Apple Pay. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. Bandaríska tölvufyrirtækið Apple hefur boðið upp á greiðsluþjónustuna frá 2014 en hún hefur til þessa ekki verið aðgengilegt með íslenskum greiðslukortum. 

Íslandsbanki mun einnig bjóða upp á þjónustuna á næstunni

Í tilkynningum frá Arion banka og Landsbankanum segir að með Apple Pay njóti viðskiptavinir áfram allra fríðinda og trygginga sem tengjast greiðslukortunum þeirra. Jafnframt segir að Apple Pay sé einfalt og öruggt í notkun en þegar greiðslukort er tengt við Apple Pay, vistast kortanúmerið hvorki í tækið né á netþjóna Apple. Þess í stað er sérstökum sýndarnúmerum úthlutað, þau dulkóðuð og geymd með öruggum hætti í því tæki sem notað er, hvort sem það er iPhone sími, Apple Watch úr eða Mac tölva. Jafnframt þarf notandi að auðkenna sig með fingrafara- eða andlitsskanna iPhone símans áður en greiðsla er framkvæmd. 

,,Það er ánægjulegt að geta nú boðið viðskiptavinum Arion banka að greiða fyrir vörur og þjónustu í gegnum Apple Pay. Bankaþjónusta er að breytast mikið og hratt og við höfum verið í fararbroddi um tækninýjungar. Apple Pay er einfalt í notkun og smellpassar við þá stefnu okkar að bjóða upp á framsækna og þægilega bankaþjónustu hvar og hvenær sem er, “ segir Stefán Pétursson, bankastjóri Arion banka.

Auglýsing

Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður sameinaðs sviðs markaðsmála, sam­skipta og grein­ingu hjá Íslandsbanki, segir í samtali við Kjarnann að Apple Pay muni einnig standa viðskiptavinum Íslandsbanka til boða á næstunni en að ekki sé ljóst nákvæmlega hvenær.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent