„Plast er vandræðavara“

Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, telur mikilvægt að framleiddar séu vörur úr plasti sem ætlaðar eru til að endast. Við kaupum of mikið af einnota plasti en hægt sé að nýta það betur.

Plasthaugur
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í vik­unni breyt­ingar á lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varnir sem meðal ann­ars kveða á um að óheim­ilt verði að afhenda plast­burð­ar­poka í versl­unum frá og með 1. jan­úar 2021. Óheim­ilt verður að afhenda hvers kyns burð­ar­poka án end­ur­gjalds frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­andi.

Elva Rakel Jónsdóttir Mynd: Skjáskot/RÚVElva Rakel Jóns­dótt­ir, sviðs­stjóri hjá Umhverf­is­stofn­un, segir í sam­tali við Kjarn­ann að með­vit­und varð­andi þessi mál megi þó ekki tak­markast við burð­ar­pok­ann. En þrátt fyrir það lítur hún svo á að litlu aðgerð­irn­ar, á borð við plast­poka­bann­ið, skipti einnig gríð­ar­legu máli. „Því ef við ráðum ekki við litlu aðgerð­irnar þá ráðum við heldur ekki við þær stóru,“ segir Elva en hún telur að ekki þurfi sér­stak­lega að rök­ræða bann­ið, það sé borð­leggj­andi.

Hún segir enn fremur að plast sé vand­ræða­vara, því bæði hafi það sínar góðu og slæmu hlið­ar. Plast sé stöðugt efni og létt í flutn­ingi og því gott hvað það varðar en ein­stak­lega óhent­ugt þegar það er notað ein­ungis einu sinni. „Við þurfum að breyta sölu­hegðun þannig að ekki séu til boða allar þessar umbúð­ir,“ segir Elva. „Vanda­málið er að við ofnotum plastið og fram­leiðum einnota vör­ur. Við þurfum að búa til vörur sem end­ast.“

Auglýsing

Nær ekki yfir nest­is­poka og rusla­poka í rúllum

Sam­kvæmt skil­grein­ingu umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins eru burð­ar­pokar úr plasti hvoru tveggja þykku pok­arnir sem fást í stykkja­tali á afgreiðslukössum versl­ana og þunnu pok­arnir sem meðal ann­ars hefur verið hægt að fá end­ur­gjalds­laust í græn­metiskælum mat­vöru­búða. Fyrr­nefnt bann tekur ekki til plast­poka sem eru sölu­vara í hillum í versl­un­um, svo sem nest­is­poka og rusla­poka sem seldir eru margir saman í rúll­um.

Með sam­þykkt lag­anna er fylgt eftir til­lögum sam­ráðs­vett­vangs um aðgerðir í plast­mál­efnum sem í sátu full­trúar atvinnu­lífs, sveit­ar­fé­laga, umhverf­is­vernd­ar­sam­taka, félaga­sam­taka, opin­berra stofn­ana, Alþing­is, ráðu­neyta og fleiri. Hóp­ur­inn skil­aði umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra til­lögum að 18 aðgerðum í nóv­em­ber síð­ast­liðnum og bann við burð­ar­plast­pokum var ein þeirra.

Lögin kveða jafn­framt á um að umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra setji fram tölu­leg mark­mið varð­andi árlega notkun burð­ar­poka úr plasti í reglu­gerð.

Frum­varpið gengur lengra en til­skip­unin gerir ráð fyrir

Með lög­unum er inn­leidd Evr­óputil­skipun er lýtur að því að draga úr notkun á burð­ar­pokum úr plasti. Frum­varpið gengur þó lengra sam­kvæmt ráðu­neyt­inu en lág­marks­kröfur til­skip­un­ar­innar gera ráð fyr­ir. Þannig ná þau til allra burð­ar­poka úr plasti, óháð þykkt þeirra, meðal ann­ars þunnu plast­pok­ana sem m.a. hafa verið fáan­legir við græn­metiskæla versl­ana. 

Lögin kveða einnig á um að óheim­ilt verði að afhenda burð­ar­poka úr plasti, hvort sem er með eða án end­ur­gjalds, á sölu­stöðum vara frá og með 1. jan­úar 2021, en þó til­skip­unin kveði ekki á um þetta er í henni til­tekið að aðild­ar­ríkjum sé heim­ilt að grípa til slíkra ráð­staf­ana. Þá eru allir burð­ar­pokar gerðir gjald­skyld­ir, óháð því úr hvaða efni þeir eru. Þetta er gert til að reyna að auka hlut fjöl­nota poka, draga úr ofneyslu burð­ar­poka og koma í veg fyrir að ein einnota neysla fær­ist yfir á aðra.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir bann við burð­ar­plast­pokum ekki ætlað að vera alls­herj­ar­lausn á plast­vanda­mál­inu, heldur ein aðgerð af mörg­um. „Í mínum huga er þetta er sér­stak­lega mik­il­væg aðgerð því hún snertir dag­legt líf okkar og eykur þannig vit­und okkar um plast og notkun þess í okkar dag­lega lífi. Ég fagna því líka að með þessum lögum gengur Ísland á undan með góðu for­dæmi og tekst af enn frek­ari krafti á við plast­mengun og neyslu en alþjóða­samn­ingar okkar segja til um,“ segir ráð­herr­ann. 

Plast var upp­götvað í kringum alda­mótin 1900 og varð strax mik­il­vægur stað­geng­ill fyrir vörur sem gerðar voru úr dýrum, til að mynda horn, skjald­böku­skeljar og fleira. Plast kemur við sögu í lífi flestra á hverjum degi og er hluti af nán­ast öllum okkar dag­legum athöfn­um, bæði heima við og í vinnu. Vörur úr plasti geta verið vörur sem auka öryggi okkar eins og örygg­is­hjálm­ar- og gler­augu, auk barna­bíl­stóla. Margar vörur sem auð­velda líf okkar eru úr plasti til dæmis umbúðir utan um mat­væli, tölv­ur, far­símar og burð­ar­pok­ar. Einnig er plast í vörum sem hafa skemmt­ana­gildi eins og leik­föng, sjón­vörp og ann­að.

Til að fram­leiða plast er að mestu leyti notuð olía og jarð­gas en einnig efni eins og kol, sellu­lósi, gas og salt. Eig­in­leikar plasts eru þeir að end­ing­ar­tími þess er yfir­leitt nokkuð mik­ill. Plast er slitsterkt svo það hverfur ekki eða eyð­ist heldur brotnar í smærri og smærri plast­hluta í nátt­úr­unni, kallað örplast. Plast er það létt efni að það flýt­ur. Það getur þar af leið­andi borist um hund­ruð kíló­metra í vötnum og höfum og valdið þannig skaða langt frá upp­runa­stað sín­um. Gríð­ar­stórir flákar af plasti hafa þegar mynd­ast í Kyrra­hafi, Atl­ants­hafi og Ind­lands­hafi þar sem haf­straumar hafa borið það. Það er síðan fast í þessum gríð­ar­stóru hring­straumum sem þar eru.

Notk­un­ar­tími einnota plasts er mjög stuttur því einnota umbúðum er hent um leið og búið er að drekka vatn­ið, kaffið, borða brauð­ið, ávext­ina og fleira. Að með­al­tali er talið að hver plast­poki sé not­aður í um tutt­ugu mín­útur og endi síðan í rusl­inu eða úti í nátt­úr­unni.

Á Íslandi er magn umbúða­pla­stúr­gangs um 40 kíló­grömm á hvern íbúa á hverju ári eða alls á Íslandi um 13.000 tonn á ári. Þegar talað er um umbúða­plast er átt við allt umbúða­plast sem teng­ist lífi ein­stak­lings, heim­ili, skóli, vinna. End­ur­vinnsla á umbúða­plasti er aðeins um 11 til 13 pró­sent á Íslandi. Ekki eru til góðar heild­ar­tölur fyrir annað plast sem ekki er skil­greint sem umbúðir og er til að mynda í raf­tækj­um, leik­föng­um, hús­gögnum og slíku.

Heim­ild: Umhverf­is­stofnun

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent