„Plast er vandræðavara“

Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, telur mikilvægt að framleiddar séu vörur úr plasti sem ætlaðar eru til að endast. Við kaupum of mikið af einnota plasti en hægt sé að nýta það betur.

Plasthaugur
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í vik­unni breyt­ingar á lögum um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varnir sem meðal ann­ars kveða á um að óheim­ilt verði að afhenda plast­burð­ar­poka í versl­unum frá og með 1. jan­úar 2021. Óheim­ilt verður að afhenda hvers kyns burð­ar­poka án end­ur­gjalds frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­andi.

Elva Rakel Jónsdóttir Mynd: Skjáskot/RÚVElva Rakel Jóns­dótt­ir, sviðs­stjóri hjá Umhverf­is­stofn­un, segir í sam­tali við Kjarn­ann að með­vit­und varð­andi þessi mál megi þó ekki tak­markast við burð­ar­pok­ann. En þrátt fyrir það lítur hún svo á að litlu aðgerð­irn­ar, á borð við plast­poka­bann­ið, skipti einnig gríð­ar­legu máli. „Því ef við ráðum ekki við litlu aðgerð­irnar þá ráðum við heldur ekki við þær stóru,“ segir Elva en hún telur að ekki þurfi sér­stak­lega að rök­ræða bann­ið, það sé borð­leggj­andi.

Hún segir enn fremur að plast sé vand­ræða­vara, því bæði hafi það sínar góðu og slæmu hlið­ar. Plast sé stöðugt efni og létt í flutn­ingi og því gott hvað það varðar en ein­stak­lega óhent­ugt þegar það er notað ein­ungis einu sinni. „Við þurfum að breyta sölu­hegðun þannig að ekki séu til boða allar þessar umbúð­ir,“ segir Elva. „Vanda­málið er að við ofnotum plastið og fram­leiðum einnota vör­ur. Við þurfum að búa til vörur sem end­ast.“

Auglýsing

Nær ekki yfir nest­is­poka og rusla­poka í rúllum

Sam­kvæmt skil­grein­ingu umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins eru burð­ar­pokar úr plasti hvoru tveggja þykku pok­arnir sem fást í stykkja­tali á afgreiðslukössum versl­ana og þunnu pok­arnir sem meðal ann­ars hefur verið hægt að fá end­ur­gjalds­laust í græn­metiskælum mat­vöru­búða. Fyrr­nefnt bann tekur ekki til plast­poka sem eru sölu­vara í hillum í versl­un­um, svo sem nest­is­poka og rusla­poka sem seldir eru margir saman í rúll­um.

Með sam­þykkt lag­anna er fylgt eftir til­lögum sam­ráðs­vett­vangs um aðgerðir í plast­mál­efnum sem í sátu full­trúar atvinnu­lífs, sveit­ar­fé­laga, umhverf­is­vernd­ar­sam­taka, félaga­sam­taka, opin­berra stofn­ana, Alþing­is, ráðu­neyta og fleiri. Hóp­ur­inn skil­aði umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra til­lögum að 18 aðgerðum í nóv­em­ber síð­ast­liðnum og bann við burð­ar­plast­pokum var ein þeirra.

Lögin kveða jafn­framt á um að umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra setji fram tölu­leg mark­mið varð­andi árlega notkun burð­ar­poka úr plasti í reglu­gerð.

Frum­varpið gengur lengra en til­skip­unin gerir ráð fyrir

Með lög­unum er inn­leidd Evr­óputil­skipun er lýtur að því að draga úr notkun á burð­ar­pokum úr plasti. Frum­varpið gengur þó lengra sam­kvæmt ráðu­neyt­inu en lág­marks­kröfur til­skip­un­ar­innar gera ráð fyr­ir. Þannig ná þau til allra burð­ar­poka úr plasti, óháð þykkt þeirra, meðal ann­ars þunnu plast­pok­ana sem m.a. hafa verið fáan­legir við græn­metiskæla versl­ana. 

Lögin kveða einnig á um að óheim­ilt verði að afhenda burð­ar­poka úr plasti, hvort sem er með eða án end­ur­gjalds, á sölu­stöðum vara frá og með 1. jan­úar 2021, en þó til­skip­unin kveði ekki á um þetta er í henni til­tekið að aðild­ar­ríkjum sé heim­ilt að grípa til slíkra ráð­staf­ana. Þá eru allir burð­ar­pokar gerðir gjald­skyld­ir, óháð því úr hvaða efni þeir eru. Þetta er gert til að reyna að auka hlut fjöl­nota poka, draga úr ofneyslu burð­ar­poka og koma í veg fyrir að ein einnota neysla fær­ist yfir á aðra.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir bann við burð­ar­plast­pokum ekki ætlað að vera alls­herj­ar­lausn á plast­vanda­mál­inu, heldur ein aðgerð af mörg­um. „Í mínum huga er þetta er sér­stak­lega mik­il­væg aðgerð því hún snertir dag­legt líf okkar og eykur þannig vit­und okkar um plast og notkun þess í okkar dag­lega lífi. Ég fagna því líka að með þessum lögum gengur Ísland á undan með góðu for­dæmi og tekst af enn frek­ari krafti á við plast­mengun og neyslu en alþjóða­samn­ingar okkar segja til um,“ segir ráð­herr­ann. 

Plast var upp­götvað í kringum alda­mótin 1900 og varð strax mik­il­vægur stað­geng­ill fyrir vörur sem gerðar voru úr dýrum, til að mynda horn, skjald­böku­skeljar og fleira. Plast kemur við sögu í lífi flestra á hverjum degi og er hluti af nán­ast öllum okkar dag­legum athöfn­um, bæði heima við og í vinnu. Vörur úr plasti geta verið vörur sem auka öryggi okkar eins og örygg­is­hjálm­ar- og gler­augu, auk barna­bíl­stóla. Margar vörur sem auð­velda líf okkar eru úr plasti til dæmis umbúðir utan um mat­væli, tölv­ur, far­símar og burð­ar­pok­ar. Einnig er plast í vörum sem hafa skemmt­ana­gildi eins og leik­föng, sjón­vörp og ann­að.

Til að fram­leiða plast er að mestu leyti notuð olía og jarð­gas en einnig efni eins og kol, sellu­lósi, gas og salt. Eig­in­leikar plasts eru þeir að end­ing­ar­tími þess er yfir­leitt nokkuð mik­ill. Plast er slitsterkt svo það hverfur ekki eða eyð­ist heldur brotnar í smærri og smærri plast­hluta í nátt­úr­unni, kallað örplast. Plast er það létt efni að það flýt­ur. Það getur þar af leið­andi borist um hund­ruð kíló­metra í vötnum og höfum og valdið þannig skaða langt frá upp­runa­stað sín­um. Gríð­ar­stórir flákar af plasti hafa þegar mynd­ast í Kyrra­hafi, Atl­ants­hafi og Ind­lands­hafi þar sem haf­straumar hafa borið það. Það er síðan fast í þessum gríð­ar­stóru hring­straumum sem þar eru.

Notk­un­ar­tími einnota plasts er mjög stuttur því einnota umbúðum er hent um leið og búið er að drekka vatn­ið, kaffið, borða brauð­ið, ávext­ina og fleira. Að með­al­tali er talið að hver plast­poki sé not­aður í um tutt­ugu mín­útur og endi síðan í rusl­inu eða úti í nátt­úr­unni.

Á Íslandi er magn umbúða­pla­stúr­gangs um 40 kíló­grömm á hvern íbúa á hverju ári eða alls á Íslandi um 13.000 tonn á ári. Þegar talað er um umbúða­plast er átt við allt umbúða­plast sem teng­ist lífi ein­stak­lings, heim­ili, skóli, vinna. End­ur­vinnsla á umbúða­plasti er aðeins um 11 til 13 pró­sent á Íslandi. Ekki eru til góðar heild­ar­tölur fyrir annað plast sem ekki er skil­greint sem umbúðir og er til að mynda í raf­tækj­um, leik­föng­um, hús­gögnum og slíku.

Heim­ild: Umhverf­is­stofnun

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent