Malasískur auðkýfingur kaupir meirihluta í Icelandair Hotels

Dótt­ur­fé­lag malasíska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Berjaya Corporati­on er við það að ganga frá kaup­samn­ingi á 80 prósent hlut í Icelanda­ir Hotels, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Félagið var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan.

flugturn-a-reykjavikurflugvelli_15585698236_o.jpg
Auglýsing

Icelanda­irgroup vinnur nú að loka­drög­um að sölu­samn­ingi á 80 pró­sent hlut í Icelandair Hot­els, dótt­ur­fé­lag­i Icelanda­ir Group. Kaup­and­inn er dótt­ur­fé­lag mala­síska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Berja­ya Cor­poration. Frá þessu er greint í Við­skipta­Mogg­anum í dag. 

Um tvö þús­und hót­el­her­bergi

Icelanda­ir Group til­kynnti í maí á síð­asta ári að félagið hefði ákveðið selja Icelanda­ir Hot­els og fast­­eignir sem til­­heyra hót­­el­­rekstri, en sam­tals rekur fyr­ir­tækið 13 hót­­el. Þá rekur fyr­ir­tækið einnig tíu sum­­­ar­hótel undir merkjum Eddu hót­­ela um allt land. Um er að ræða alls 1.937 her­bergi á land­inu öllu, 876 í Reykja­vík og 450 her­bergi á lands­­byggð­inni í rekstri allt árið en þar að auki 611 Eddu hót­­el­her­bergi í sum­­­ar­­rekstri. ­Sam­kvæmt heim­ildum Við­skipta­Mogg­ans hugð­ist Icelanda­ir Group ­selja félagið í heild en mun nú halda eftir fimmt­ungs­hlut af því.

Stærsta fyr­ir­tæki í Malasíu

Berja­ya Cor­poration, sem var stofnuð af millj­arða­mær­ingnum Vincent Tan en hann er einnig eig­anda breska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Car­diff City. Berja­ya Cor­poration ­sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki í Malasíu. Fjár­festir það meðal ann­ars í lottó- og fjár­hættu­spila­starf­semi, hót­elum og öðrum fast­eigna­verk­efn­um, fjar­skipta­þjón­ustu, mat­væla- og drykkj­ar­fram­leið­end­um, dreif­ing­ar­­fyr­ir­tækj­um, bíla­sölum og hinum ýmsu fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­um, svo eitt­hvað sé nefnt.

Auglýsing

Í febr­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að dótt­ur­fé­lag Berja­ya Cor­poration, Berja­ya Reykja­vik In­vest­ment, væri að ganga frá­ ­kaup­um á fast­eign­inni að Geirs­götu 11 á Mið­bakka við gömlu höfn­ina í Reykja­vík­. ­Selj­endur eru félögin Fiski­tangi og Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, útgerð­ar­manns og for­stjóra HB Granda.

Útkoman verri en búist var við

Icelanda­ir tap­aði 6,7 millj­­örðum á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða sem nemur rúm­­lega 55 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala. Út­koman var lak­­ari en spár grein­enda á mark­aði höfðu gert ráð fyr­­ir. Á síð­­­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað 13,5 millj­­örðum króna.  Bogi Nils Boga­­son, for­­stjóri félags­­ins, sagði að rekstr­­ar­um­hverfið flug­fé­lags­ins hefði verið erfitt und­an­farin mis­s­eri, ekki síst vegna þess að sam­keppn­is­að­ilar hafi verið selja far­miða á ósjálf­­bærum verð­u­m. 

Í til­­kynn­ingu sem Icelanda­ir sendi til kaup­hall­­ar, vegna upp­­­gjör­s­ins, segir að þrátt fyrir erf­iða stöðu séu lang­­tíma­horfur félags­­ins og íslenskrar ferða­­þjón­­ustu góð­­ar.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent