Malasískur auðkýfingur kaupir meirihluta í Icelandair Hotels

Dótt­ur­fé­lag malasíska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Berjaya Corporati­on er við það að ganga frá kaup­samn­ingi á 80 prósent hlut í Icelanda­ir Hotels, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Félagið var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan.

flugturn-a-reykjavikurflugvelli_15585698236_o.jpg
Auglýsing

Icelanda­irgroup vinnur nú að loka­drög­um að sölu­samn­ingi á 80 pró­sent hlut í Icelandair Hot­els, dótt­ur­fé­lag­i Icelanda­ir Group. Kaup­and­inn er dótt­ur­fé­lag mala­síska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Berja­ya Cor­poration. Frá þessu er greint í Við­skipta­Mogg­anum í dag. 

Um tvö þús­und hót­el­her­bergi

Icelanda­ir Group til­kynnti í maí á síð­asta ári að félagið hefði ákveðið selja Icelanda­ir Hot­els og fast­­eignir sem til­­heyra hót­­el­­rekstri, en sam­tals rekur fyr­ir­tækið 13 hót­­el. Þá rekur fyr­ir­tækið einnig tíu sum­­­ar­hótel undir merkjum Eddu hót­­ela um allt land. Um er að ræða alls 1.937 her­bergi á land­inu öllu, 876 í Reykja­vík og 450 her­bergi á lands­­byggð­inni í rekstri allt árið en þar að auki 611 Eddu hót­­el­her­bergi í sum­­­ar­­rekstri. ­Sam­kvæmt heim­ildum Við­skipta­Mogg­ans hugð­ist Icelanda­ir Group ­selja félagið í heild en mun nú halda eftir fimmt­ungs­hlut af því.

Stærsta fyr­ir­tæki í Malasíu

Berja­ya Cor­poration, sem var stofnuð af millj­arða­mær­ingnum Vincent Tan en hann er einnig eig­anda breska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Car­diff City. Berja­ya Cor­poration ­sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki í Malasíu. Fjár­festir það meðal ann­ars í lottó- og fjár­hættu­spila­starf­semi, hót­elum og öðrum fast­eigna­verk­efn­um, fjar­skipta­þjón­ustu, mat­væla- og drykkj­ar­fram­leið­end­um, dreif­ing­ar­­fyr­ir­tækj­um, bíla­sölum og hinum ýmsu fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­um, svo eitt­hvað sé nefnt.

Auglýsing

Í febr­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að dótt­ur­fé­lag Berja­ya Cor­poration, Berja­ya Reykja­vik In­vest­ment, væri að ganga frá­ ­kaup­um á fast­eign­inni að Geirs­götu 11 á Mið­bakka við gömlu höfn­ina í Reykja­vík­. ­Selj­endur eru félögin Fiski­tangi og Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, útgerð­ar­manns og for­stjóra HB Granda.

Útkoman verri en búist var við

Icelanda­ir tap­aði 6,7 millj­­örðum á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða sem nemur rúm­­lega 55 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala. Út­koman var lak­­ari en spár grein­enda á mark­aði höfðu gert ráð fyr­­ir. Á síð­­­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað 13,5 millj­­örðum króna.  Bogi Nils Boga­­son, for­­stjóri félags­­ins, sagði að rekstr­­ar­um­hverfið flug­fé­lags­ins hefði verið erfitt und­an­farin mis­s­eri, ekki síst vegna þess að sam­keppn­is­að­ilar hafi verið selja far­miða á ósjálf­­bærum verð­u­m. 

Í til­­kynn­ingu sem Icelanda­ir sendi til kaup­hall­­ar, vegna upp­­­gjör­s­ins, segir að þrátt fyrir erf­iða stöðu séu lang­­tíma­horfur félags­­ins og íslenskrar ferða­­þjón­­ustu góð­­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent