Malasískur auðkýfingur kaupir meirihluta í Icelandair Hotels

Dótt­ur­fé­lag malasíska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Berjaya Corporati­on er við það að ganga frá kaup­samn­ingi á 80 prósent hlut í Icelanda­ir Hotels, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Félagið var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan.

flugturn-a-reykjavikurflugvelli_15585698236_o.jpg
Auglýsing

Icelanda­irgroup vinnur nú að loka­drög­um að sölu­samn­ingi á 80 pró­sent hlut í Icelandair Hot­els, dótt­ur­fé­lag­i Icelanda­ir Group. Kaup­and­inn er dótt­ur­fé­lag mala­síska fjár­fest­inga­fé­lags­ins Berja­ya Cor­poration. Frá þessu er greint í Við­skipta­Mogg­anum í dag. 

Um tvö þús­und hót­el­her­bergi

Icelanda­ir Group til­kynnti í maí á síð­asta ári að félagið hefði ákveðið selja Icelanda­ir Hot­els og fast­­eignir sem til­­heyra hót­­el­­rekstri, en sam­tals rekur fyr­ir­tækið 13 hót­­el. Þá rekur fyr­ir­tækið einnig tíu sum­­­ar­hótel undir merkjum Eddu hót­­ela um allt land. Um er að ræða alls 1.937 her­bergi á land­inu öllu, 876 í Reykja­vík og 450 her­bergi á lands­­byggð­inni í rekstri allt árið en þar að auki 611 Eddu hót­­el­her­bergi í sum­­­ar­­rekstri. ­Sam­kvæmt heim­ildum Við­skipta­Mogg­ans hugð­ist Icelanda­ir Group ­selja félagið í heild en mun nú halda eftir fimmt­ungs­hlut af því.

Stærsta fyr­ir­tæki í Malasíu

Berja­ya Cor­poration, sem var stofnuð af millj­arða­mær­ingnum Vincent Tan en hann er einnig eig­anda breska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Car­diff City. Berja­ya Cor­poration ­sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki í Malasíu. Fjár­festir það meðal ann­ars í lottó- og fjár­hættu­spila­starf­semi, hót­elum og öðrum fast­eigna­verk­efn­um, fjar­skipta­þjón­ustu, mat­væla- og drykkj­ar­fram­leið­end­um, dreif­ing­ar­­fyr­ir­tækj­um, bíla­sölum og hinum ýmsu fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­um, svo eitt­hvað sé nefnt.

Auglýsing

Í febr­úar síð­ast­liðnum var greint frá því að dótt­ur­fé­lag Berja­ya Cor­poration, Berja­ya Reykja­vik In­vest­ment, væri að ganga frá­ ­kaup­um á fast­eign­inni að Geirs­götu 11 á Mið­bakka við gömlu höfn­ina í Reykja­vík­. ­Selj­endur eru félögin Fiski­tangi og Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, útgerð­ar­manns og for­stjóra HB Granda.

Útkoman verri en búist var við

Icelanda­ir tap­aði 6,7 millj­­örðum á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, eða sem nemur rúm­­lega 55 millj­­ónum Banda­­ríkja­dala. Út­koman var lak­­ari en spár grein­enda á mark­aði höfðu gert ráð fyr­­ir. Á síð­­­ustu tveimur árs­fjórð­ungum hefur félagið tapað 13,5 millj­­örðum króna.  Bogi Nils Boga­­son, for­­stjóri félags­­ins, sagði að rekstr­­ar­um­hverfið flug­fé­lags­ins hefði verið erfitt und­an­farin mis­s­eri, ekki síst vegna þess að sam­keppn­is­að­ilar hafi verið selja far­miða á ósjálf­­bærum verð­u­m. 

Í til­­kynn­ingu sem Icelanda­ir sendi til kaup­hall­­ar, vegna upp­­­gjör­s­ins, segir að þrátt fyrir erf­iða stöðu séu lang­­tíma­horfur félags­­ins og íslenskrar ferða­­þjón­­ustu góð­­ar.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent