Formaður LR gagnrýnir heilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega

Þórarinn Guðnason, hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, hvetur þingmenn til að hafna þingsályktunartillögu ráðherra um heilbrigðisstefnu ríkisins til 2030. Hann segir hana vera lið í að ríkissvæða heilbrigðisþjónustuna hljótt og hratt.

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Auglýsing

Þór­ar­inn Guðna­son, for­maður Lækna­fé­lags Reykja­víkur og stjórn­ar­maður Lækna­fé­lags Íslands, segir heil­brigð­is­stefnu Svan­dís­ar Svav­ars­dótt­ur, heil­brigð­is­ráð­herra, ekki vera afrakstur fag­legrar og nútíma­legrar stefnu­mót­un­ar­vinnu. Hann segir hana heldur vera lið í að ­rík­is­svæða heil­brigð­is­þjón­ust­una hratt og hljótt. Þetta kemur fram í pistli hans í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Heil­brigð­is­stefnan á að standa af sér­ henti­stefn­u mis­mun­andi ráð­herra 

Heil­brigð­is­ráð­hera lagði fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2030 í jan­úar síð­ast­liðnum en eitt af ­mark­miðum stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er vinnsla heil­brigð­is­­stefn­u. ­Stefnan á að fela í sér­ fram­tíð­ar­sýn fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu til næstu tíu ára en til­lagan er nú til umfjöll­unar hjá vel­ferð­ar­nefnd. 

Í pistli Þór­ar­ins sem ber yfir­skrift­ina „Heil­brigði­stefna í öng­stræti“ gagn­rýnir hann heil­brigð­is­stefnu Svan­dísar harð­lega sem og vinnu­brögð við ­stefnu­mót­un­ina. „Það plagg sem er nú til skoð­unar í vel­ferð­ar­nefnd Alþingis olli mörgum von­brigðum enda er mikil þörf fyrir vand­aða og heild­stæða stefnu­mótun á heil­brigð­is­sviði; fram­tíð­ar­sýn sem stendur af sér­ henti­stefn­ur mis­mun­andi ráð­herra og rík­is­stjórna hvers tíma,“ segir í pistl­in­um.

Auglýsing

Segir að ekki hafi verið tekið til­lit til ábend­inga fag­fólks 

Þór­ar­inn segir að veik­leikar stefn­unnar séu fyrst og fremst í því hversu mikið það vanti umfjöllun um hin ýmis heil­brigð­is­mál. Þar tekur hann fjölda dæmi, þar á meðal segir hann að ekk­ert sé fjallað um öldr­un­ar­þjón­ustu, hjúkr­un­ar­heim­ili og geð­heil­brigð­is­mál. Jafn­framt vanti að mestu umfjöll­un um stór­an, vax­andi og mik­il­vægan hluta heil­brigð­is­kerfs­ins sem sé heil­brigð­is­þjón­usta utan­ ­sjúkra­húsa. 

Jafn­framt segir hann að við gerð heil­brigð­is­stefn­unnar hafi ekki verið farið eftir hefð­bund­inni stefnu­mót­un­ar­vinnu. Hann segir að gagna­öflun og stöðu­mat við gerð stefn­unnar hafi verið tak­mörkuð og að grein­ing ­gagna hafi aldrei verið fram­kvæmd. Þá hafi algjör­lega verið horft fram hjá ­fyrri heil­brigð­is­á­ætl­un­um við gerð stefn­unnar og til­lög­ur um inn­leið­ingu, mark­mið og mæli­kvarðar séu fáar í stefn­unni og til­vilj­un­ar­kennd­ar. 

Þá gagn­rýnir Þór­ar­inn að ekki hafi verið tekið til­lit til­ á­bend­inga fag­fólks. „Þrátt fyrir fjöl­margar ábend­ingar fag­fólks og leik­manna á fund­um, á Heil­brigð­is­þingi og í sam­ráðs­gátt­inni. Þær ábend­ingar hafa nær allar verið virtar að vettugi og sumir tala um sýnd­ar­sam­ráð.“

Hann segir stefn­una í raun vera ónot­hæfa því hana vanti alla heild­ar­sýn. „Nær hefði verið að tala um stefnu­mótun fyrir hinn rík­is­rekna hluta heil­brigð­is­kerf­is­ins því nán­ast ein­göngu er fjallað um þann hluta heil­brigð­is­kerf­is­ins í til­lög­unni þótt farið sé um víðan völl í grein­ar­gerð­inn­i.“

Hvetur þing­menn til að hafna ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­u Svan­dísar

Að lokum segir Þór­ar­inn að allir séu sam­mála um að heil­brigð­is­kerf­ið þurfi að vera aðgengi­legt öllum lands­mönn­um, að biðlistar séu í lág­marki og jafn­ræðis sé gætt milli sjúk­dóma og sjúk­linga. Hann segir að for­senda slíkrar ­þró­unar sé heild­stæð og vönduð lang­tíma­stefnu­mót­un. Heil­brigði­stefnu ráð­herra er hins­vegar ekki slík stefnu að hans mati og hvetur hann því þing­menn til að hafna ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. 

„Sú brota­kennda stefna um rík­is­rekna heil­brigð­is­kerfið sem nú liggur fyrir Alþingi er ljósárum frá því að vera slíkt plagg. Ég hvet þing­menn til að hafna núver­andi plaggi en fela ráðu­neyt­inu að hefja vand­aða fag­lega vinnu við mótun heil­brigð­is­stefnu allra lands­manna, leita til þess aðstoðar fag­manna í stefnu­mótun og leggja þannig fjár­muni til verk­efn­is­ins að unnt sé að vinna það af ítr­ustu fag­mennsku. Fram­tíð heil­brigð­is­kerf­is­ins okkar er í húfi,“ skrifar Þór­ar­inn að lokum í pistl­in­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent