Formaður LR gagnrýnir heilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega

Þórarinn Guðnason, hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, hvetur þingmenn til að hafna þingsályktunartillögu ráðherra um heilbrigðisstefnu ríkisins til 2030. Hann segir hana vera lið í að ríkissvæða heilbrigðisþjónustuna hljótt og hratt.

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Auglýsing

Þór­ar­inn Guðna­son, for­maður Lækna­fé­lags Reykja­víkur og stjórn­ar­maður Lækna­fé­lags Íslands, segir heil­brigð­is­stefnu Svan­dís­ar Svav­ars­dótt­ur, heil­brigð­is­ráð­herra, ekki vera afrakstur fag­legrar og nútíma­legrar stefnu­mót­un­ar­vinnu. Hann segir hana heldur vera lið í að ­rík­is­svæða heil­brigð­is­þjón­ust­una hratt og hljótt. Þetta kemur fram í pistli hans í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Heil­brigð­is­stefnan á að standa af sér­ henti­stefn­u mis­mun­andi ráð­herra 

Heil­brigð­is­ráð­hera lagði fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2030 í jan­úar síð­ast­liðnum en eitt af ­mark­miðum stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er vinnsla heil­brigð­is­­stefn­u. ­Stefnan á að fela í sér­ fram­tíð­ar­sýn fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu til næstu tíu ára en til­lagan er nú til umfjöll­unar hjá vel­ferð­ar­nefnd. 

Í pistli Þór­ar­ins sem ber yfir­skrift­ina „Heil­brigði­stefna í öng­stræti“ gagn­rýnir hann heil­brigð­is­stefnu Svan­dísar harð­lega sem og vinnu­brögð við ­stefnu­mót­un­ina. „Það plagg sem er nú til skoð­unar í vel­ferð­ar­nefnd Alþingis olli mörgum von­brigðum enda er mikil þörf fyrir vand­aða og heild­stæða stefnu­mótun á heil­brigð­is­sviði; fram­tíð­ar­sýn sem stendur af sér­ henti­stefn­ur mis­mun­andi ráð­herra og rík­is­stjórna hvers tíma,“ segir í pistl­in­um.

Auglýsing

Segir að ekki hafi verið tekið til­lit til ábend­inga fag­fólks 

Þór­ar­inn segir að veik­leikar stefn­unnar séu fyrst og fremst í því hversu mikið það vanti umfjöllun um hin ýmis heil­brigð­is­mál. Þar tekur hann fjölda dæmi, þar á meðal segir hann að ekk­ert sé fjallað um öldr­un­ar­þjón­ustu, hjúkr­un­ar­heim­ili og geð­heil­brigð­is­mál. Jafn­framt vanti að mestu umfjöll­un um stór­an, vax­andi og mik­il­vægan hluta heil­brigð­is­kerfs­ins sem sé heil­brigð­is­þjón­usta utan­ ­sjúkra­húsa. 

Jafn­framt segir hann að við gerð heil­brigð­is­stefn­unnar hafi ekki verið farið eftir hefð­bund­inni stefnu­mót­un­ar­vinnu. Hann segir að gagna­öflun og stöðu­mat við gerð stefn­unnar hafi verið tak­mörkuð og að grein­ing ­gagna hafi aldrei verið fram­kvæmd. Þá hafi algjör­lega verið horft fram hjá ­fyrri heil­brigð­is­á­ætl­un­um við gerð stefn­unnar og til­lög­ur um inn­leið­ingu, mark­mið og mæli­kvarðar séu fáar í stefn­unni og til­vilj­un­ar­kennd­ar. 

Þá gagn­rýnir Þór­ar­inn að ekki hafi verið tekið til­lit til­ á­bend­inga fag­fólks. „Þrátt fyrir fjöl­margar ábend­ingar fag­fólks og leik­manna á fund­um, á Heil­brigð­is­þingi og í sam­ráðs­gátt­inni. Þær ábend­ingar hafa nær allar verið virtar að vettugi og sumir tala um sýnd­ar­sam­ráð.“

Hann segir stefn­una í raun vera ónot­hæfa því hana vanti alla heild­ar­sýn. „Nær hefði verið að tala um stefnu­mótun fyrir hinn rík­is­rekna hluta heil­brigð­is­kerf­is­ins því nán­ast ein­göngu er fjallað um þann hluta heil­brigð­is­kerf­is­ins í til­lög­unni þótt farið sé um víðan völl í grein­ar­gerð­inn­i.“

Hvetur þing­menn til að hafna ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­u Svan­dísar

Að lokum segir Þór­ar­inn að allir séu sam­mála um að heil­brigð­is­kerf­ið þurfi að vera aðgengi­legt öllum lands­mönn­um, að biðlistar séu í lág­marki og jafn­ræðis sé gætt milli sjúk­dóma og sjúk­linga. Hann segir að for­senda slíkrar ­þró­unar sé heild­stæð og vönduð lang­tíma­stefnu­mót­un. Heil­brigði­stefnu ráð­herra er hins­vegar ekki slík stefnu að hans mati og hvetur hann því þing­menn til að hafna ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. 

„Sú brota­kennda stefna um rík­is­rekna heil­brigð­is­kerfið sem nú liggur fyrir Alþingi er ljósárum frá því að vera slíkt plagg. Ég hvet þing­menn til að hafna núver­andi plaggi en fela ráðu­neyt­inu að hefja vand­aða fag­lega vinnu við mótun heil­brigð­is­stefnu allra lands­manna, leita til þess aðstoðar fag­manna í stefnu­mótun og leggja þannig fjár­muni til verk­efn­is­ins að unnt sé að vinna það af ítr­ustu fag­mennsku. Fram­tíð heil­brigð­is­kerf­is­ins okkar er í húfi,“ skrifar Þór­ar­inn að lokum í pistl­in­um. 

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent