Formaður LR gagnrýnir heilbrigðisstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega

Þórarinn Guðnason, hjartalæknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur, hvetur þingmenn til að hafna þingsályktunartillögu ráðherra um heilbrigðisstefnu ríkisins til 2030. Hann segir hana vera lið í að ríkissvæða heilbrigðisþjónustuna hljótt og hratt.

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Auglýsing

Þór­ar­inn Guðna­son, for­maður Lækna­fé­lags Reykja­víkur og stjórn­ar­maður Lækna­fé­lags Íslands, segir heil­brigð­is­stefnu Svan­dís­ar Svav­ars­dótt­ur, heil­brigð­is­ráð­herra, ekki vera afrakstur fag­legrar og nútíma­legrar stefnu­mót­un­ar­vinnu. Hann segir hana heldur vera lið í að ­rík­is­svæða heil­brigð­is­þjón­ust­una hratt og hljótt. Þetta kemur fram í pistli hans í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.

Heil­brigð­is­stefnan á að standa af sér­ henti­stefn­u mis­mun­andi ráð­herra 

Heil­brigð­is­ráð­hera lagði fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um heil­brigð­is­stefnu til árs­ins 2030 í jan­úar síð­ast­liðnum en eitt af ­mark­miðum stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur er vinnsla heil­brigð­is­­stefn­u. ­Stefnan á að fela í sér­ fram­tíð­ar­sýn fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu til næstu tíu ára en til­lagan er nú til umfjöll­unar hjá vel­ferð­ar­nefnd. 

Í pistli Þór­ar­ins sem ber yfir­skrift­ina „Heil­brigði­stefna í öng­stræti“ gagn­rýnir hann heil­brigð­is­stefnu Svan­dísar harð­lega sem og vinnu­brögð við ­stefnu­mót­un­ina. „Það plagg sem er nú til skoð­unar í vel­ferð­ar­nefnd Alþingis olli mörgum von­brigðum enda er mikil þörf fyrir vand­aða og heild­stæða stefnu­mótun á heil­brigð­is­sviði; fram­tíð­ar­sýn sem stendur af sér­ henti­stefn­ur mis­mun­andi ráð­herra og rík­is­stjórna hvers tíma,“ segir í pistl­in­um.

Auglýsing

Segir að ekki hafi verið tekið til­lit til ábend­inga fag­fólks 

Þór­ar­inn segir að veik­leikar stefn­unnar séu fyrst og fremst í því hversu mikið það vanti umfjöllun um hin ýmis heil­brigð­is­mál. Þar tekur hann fjölda dæmi, þar á meðal segir hann að ekk­ert sé fjallað um öldr­un­ar­þjón­ustu, hjúkr­un­ar­heim­ili og geð­heil­brigð­is­mál. Jafn­framt vanti að mestu umfjöll­un um stór­an, vax­andi og mik­il­vægan hluta heil­brigð­is­kerfs­ins sem sé heil­brigð­is­þjón­usta utan­ ­sjúkra­húsa. 

Jafn­framt segir hann að við gerð heil­brigð­is­stefn­unnar hafi ekki verið farið eftir hefð­bund­inni stefnu­mót­un­ar­vinnu. Hann segir að gagna­öflun og stöðu­mat við gerð stefn­unnar hafi verið tak­mörkuð og að grein­ing ­gagna hafi aldrei verið fram­kvæmd. Þá hafi algjör­lega verið horft fram hjá ­fyrri heil­brigð­is­á­ætl­un­um við gerð stefn­unnar og til­lög­ur um inn­leið­ingu, mark­mið og mæli­kvarðar séu fáar í stefn­unni og til­vilj­un­ar­kennd­ar. 

Þá gagn­rýnir Þór­ar­inn að ekki hafi verið tekið til­lit til­ á­bend­inga fag­fólks. „Þrátt fyrir fjöl­margar ábend­ingar fag­fólks og leik­manna á fund­um, á Heil­brigð­is­þingi og í sam­ráðs­gátt­inni. Þær ábend­ingar hafa nær allar verið virtar að vettugi og sumir tala um sýnd­ar­sam­ráð.“

Hann segir stefn­una í raun vera ónot­hæfa því hana vanti alla heild­ar­sýn. „Nær hefði verið að tala um stefnu­mótun fyrir hinn rík­is­rekna hluta heil­brigð­is­kerf­is­ins því nán­ast ein­göngu er fjallað um þann hluta heil­brigð­is­kerf­is­ins í til­lög­unni þótt farið sé um víðan völl í grein­ar­gerð­inn­i.“

Hvetur þing­menn til að hafna ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­u Svan­dísar

Að lokum segir Þór­ar­inn að allir séu sam­mála um að heil­brigð­is­kerf­ið þurfi að vera aðgengi­legt öllum lands­mönn­um, að biðlistar séu í lág­marki og jafn­ræðis sé gætt milli sjúk­dóma og sjúk­linga. Hann segir að for­senda slíkrar ­þró­unar sé heild­stæð og vönduð lang­tíma­stefnu­mót­un. Heil­brigði­stefnu ráð­herra er hins­vegar ekki slík stefnu að hans mati og hvetur hann því þing­menn til að hafna ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. 

„Sú brota­kennda stefna um rík­is­rekna heil­brigð­is­kerfið sem nú liggur fyrir Alþingi er ljósárum frá því að vera slíkt plagg. Ég hvet þing­menn til að hafna núver­andi plaggi en fela ráðu­neyt­inu að hefja vand­aða fag­lega vinnu við mótun heil­brigð­is­stefnu allra lands­manna, leita til þess aðstoðar fag­manna í stefnu­mótun og leggja þannig fjár­muni til verk­efn­is­ins að unnt sé að vinna það af ítr­ustu fag­mennsku. Fram­tíð heil­brigð­is­kerf­is­ins okkar er í húfi,“ skrifar Þór­ar­inn að lokum í pistl­in­um. 

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent