Hlutdeild ferðaskrifstofa í heildarneyslu ferðamanna rúmlega tvöfaldast

Hver ferðamaður sem kom til landsins árið 2017 varði 19 prósent af heildarneyslu sinni í ferðaskrifstofur. Þá hefur hlutdeild ferðaskrifstofa í heildarneyslu erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast á níu árum.

ferðamenn, ferðaþjónusta, suðurland, tourism 14831009322_dc79025b21_o.jpg
Auglýsing

Eftir að lággjalda­flug­fé­lög höfðu rutt til rúms í heim­inum og sífellt auð­veld­ara varð fyrir fólk að sníða ­ferða­lög eftir eigin höfði þá spáðu margir að tími ferða­skrif­stofa væri að líða undir lok. Hér á landi hefur það hins vegar ekki verið raunin en á síð­ustu árum hefur ferða­skrif­stofum fjölg­að gríð­ar­lega. Þá hefur hlut­deild ferða­skrif­stofa í heild­ar­neyslu erlendra ferða­manna rúm­lega tvö­fald­ast frá árinu 2009 en hver ferða­maður sem kom til lands­ins árið 2017 varði 19 pró­sent af heild­ar­neyslu sinni í ferða­skrif­stof­ur. 

Ferða­menn verja nú um fjórð­ungi fleiri krónum í ferða­skrif­stof­ur 

Í nýrri skýrslu Ís­lands­banka um stöðu íslenskrar ferða­­þjón­­ustu er greint frá því krónan var að jafn­aði um 30 pró­sent sterk­ari árið 2018 en hún var fyrir upp­gang ferða­þjónust­unnar árið 2009. Þar sem neysla ferða­manna í erlendri mynt hefur ekki dreg­ist saman yfir tíma­bilið 2009 til 2017 má sam­kvæmt skýrsl­unni gróf­lega áætla að sterk­ari króna hafi leitt til þess að hver ferða­maður skili um þessar mundir rúm­lega fjórð­ungi færri krónum til þjóð­ar­bús­ins árið 2017 en á ár­inu 2009 á föstu verð­lagi.

Mynd: Íslandsbanki

Í skýrsl­unni segir jafn­framt að sú þróun leyni sér ekki þegar neysla ferða­manna eftir út­gjalda­liðum er ­skoð­uð, að tveim­ur út­gjalda­liðum und­an­skild­um: Ferða­skrif­stofum og menn­ing­ar­starf­semi. Ferða­skrif­stofur fengu um fjórð­ung­i fleiri krónur á hvern ferða­mann sem hingað kom á ár­inu 2017 miðað við árið 2009. 

Þá hefur hlut­deild ferða­skrif­stofa í heild­ar­neyslu erlendra ferða­manna rúm­lega tvöfald­ast á áð­ur­greindu tíma­bil­i. Árið 2017 varð­i hver ferða­maður stærstum hluta heild­ar­neyslu sinnar í gisti­þjón­ustu eða um 23 pró­sent, 19 pró­sent neysl­unnar fór í ferða­skrif­stofur og 17 pró­sent í flug­far­gjöld.

Mynd: Íslandsbanki

Í skýrsl­unni segir að þetta bendi til þess að fleiri ferða­þjónustu­að­ilar komi vörum eða þjón­ustu sinni á fram­færi í gegnum ferða­skrif­stofur og/eða að ferða­menn kjósi í auknum mæli að versla vörur og þjón­ustu í gegnum ferða­skrif­stof­ur. Fimm­falt fleiri ferða­skrif­­stof­ur

Sam­hliða einu mesta vaxt­ar­skeiði íslenskrar ferða­þjón­ustu fjölg­aði fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu gíf­ur­lega. Þeim fjölg­aði um rúm­lega 160 pró­sent á einum ára­tug, árið 2007 voru þau 1,336 tals­ins en árið 2017 3.477 tals­ins. 

Þá voru ferða­skrif­stofur alls 68 tals­ins árið 2007 hér á landi en árið 2017 voru þær orðnar 308 tals­ins eða nærri fimm­falt fleiri. Þetta kemur fram í svari ­ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra við fyr­ir­spurn um þróun ferð­mála­þjón­ust­u á Alþingi í fyrra. Þá vinna 13 pró­sent ­starfs­manna í ferða­þjón­ustu á ferða­skrif­stof­um, sem ferða­skipu­leggj­endur og bók­un­ar­þjón­ustu.

Virð­is­auka­skyld velta ferða­skrif­stofa eykst 

Mynd: ÍslandsbankiÍ fyrr­greindri skýrslu Íslands­banka má sjá að  tekjur flug­félaga í ís­lenskri ferða­þjón­ustu námu 179 millj­örðum króna árið og verður því um 42 pró­sent af heild­ar­tekjum ferða­þjónust­unnar til hjá flug­félög­um. Næst á eftir koma svo gisti­þjónustu­að­il­ar, með­ 81 millj­arða króna eða alls 19 pró­sent af tekjum grein­ar­innar og ferða­skrif­stofur með­ 72 millj­arða króna eða 16 pró­sent af tekjum grein­ar­inn­ar. Þó bera að nefna að ­starf­semi ferða­skrif­stofa felst í því að selja vörur og þjón­ustu ann­arra ferða­þjónustu­fyr­ir­tækja og renna ­tekjur ferða­skrif­stofa því að mestu leyti til ann­arra fyr­ir­tækja í

Í nýj­ustu útgáfu Hag­stof­unnar á skamm­tíma­hag­vísum í ferða­þjón­ustu kemur fram að á fyrstu tveimur mán­uðum árs­ins jókst virð­is­auka­skyld velta hjá ferða­skrif­stofum og ferða­skipu­leggj­endum um 12 pró­sent á milli ára. Auk þess má sjá að ef ­borin eru saman tíma­bilið mars til febr­úar 2017 við sama tíma­bilið árið eftir þá var alls 11 pró­sent aukn­ing á milli ára í virð­is­auka­skyldri veltu hjá ferða­skrif­stofum og ferða­skipu­leggj­end­um. Það er tals­vert meiri aukn­ing en í öðrum ferða­þjón­ustu­rekstri, í far­þega­flutn­ingum með flugi var 2 pró­sent aukn­ing milli ára, í rekstrri gisti­staða var 3 pró­sent aukn­ing en veltan hjá bíla­leigum jókst um 1 prósent.  

Auglýsing

Mesta fækkun far­þega milli mán­aða í 20 ár 

Allt út­lit er fyrir að á þessu ári muni í fyrsta sinn frá ár­inu 2011 draga úr fjölda ferða­manna til Ís­lands­. Í apríl fækk­aði erlendum ferða­mönnum um 19 pró­sent en þá komu rúm­lega 106 þús­und ferða­menn til lands­ins sam­an­borið við 131 þús­und í apríl 2018. Sam­kvæmt gögnum Hag­stof­unnar er þetta mesta fækkun erlendra far­þega milli sömu mán­aða í tvo ára­tugi, eða svo langt sem gögn Hag­stofu ná. 

Umferð í gegnum Kefla­víkuflug­völl í apríl 2019 dróst einnig veru­lega sam­an. Heild­ar­far­þega­hreyf­ingar dróg­ust saman um 27 pró­sent á milli ára, voru tæp­lega 475 þús­und í síða­sliðnum apríl en 650 þús­und í apríl 2018. Heild­ar­flug­hreyf­ing­ar, flug­tök og lend­ing­ar, voru tæp­lega 7 þús­und í síð­asta mán­uði á meðan þær voru um 9.300 í apríl 2018. Þær dróg­ust því saman um 25 pró­sent á milli ára og eru sam­bæri­legar því sem þær voru í apríl 2017 þegar þær voru um 6.800.

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent