Segir niðurstöðu siðanefndar vekja upp ótal spurningar

Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, segir að niðurstaða siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur veki upp margar spurningar og að það út af fyrir sig sé ótrúverðugt.

Jón Ólafsson prófessor og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona.
Jón Ólafsson prófessor og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona.
Auglýsing

Jón Ólafs­son, heim­spek­ingur og pró­fessor við Háskóla Íslands sem var for­maður starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­mál­um, segir fyrst­u ­nið­ur­stöð­u ­siða­nefndar vekja upp ótal spurn­ing­ar. Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Jón að siða­nefnd hafi túlkað orð Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Pírata með ein­streng­ings­legum hætti og að erfitt sé að fylgja rök­semd­ar­færslu nefnd­ar­inn­ar. 

Ekki í sam­ræmi við siða­reglur Alþingis

 ­Grein­t var frá­ því í gær að ­siða­­nefnd Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu að ummæli Þór­hildar Sunnu um akst­­ur­s­greiðslur þings­ins til Ásmundar Frið­­riks­­son­­ar, þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­­reglur fyrir alþing­is­­­menn.

Ásmundur óskaði eftir því við for­­sæt­is­­nefnd þann 10. jan­úar síð­­ast­lið­inn að tekið væri til skoð­unar hvort þing­­menn Pírata Björn Leví Gunn­­ar­s­­son og Þór­hildur Sunna Ævar­s­dóttir hefðu með ummælum sínum á opin­berum vett­vangi um end­­ur­greiðslur þings­ins á akst­­ur­s­­kostn­aði Ásmundar brotið í bága við siða­regl­­urn­­ar.

Auglýsing

Nið­­ur­­staða siða­­nefndar liggur nú fyrir en nefndin telur að ummæli Þór­hildar Sunnu frá 25. febr­­úar 2018 séu ekki í sam­ræmi siða­­reglur fyrir alþing­is­­menn. Nefndin komst hins vegar að þeirri nið­­ur­­stöðu að ummæli Björns Levís hafi ekki brotið í bága við siða­regl­­urn­­ar.

Orða­lag túlkað ein­streng­ings­lega 

Ummælin sem Þór­hildur Sunna lét falla í Silfr­inu á RÚV þann 25. febr­­úar 2018 og hljóða þau svo: „Við ­sjáum það að ráð­herrar þjóð­­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­um, þing­­menn þjóð­­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­­um. Nú er uppi rök­studdur grunur um það að Ásmundur Frið­­riks­­son hafi dregið að sér fé, almanna­­fé, og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að segja á fót rann­­sókn á þessum efn­­um.“

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Jón Ólafs­son að siða­nefndin hafi túlkað orð Þór­hildar Sunnu með ein­streng­ings­leg­um hætt. Hann seg­ir að gall­inn við siða­nefndir sé að þeim hættir til að líta „þröngt og ein­streng­ings­lega“ á orða­lag, merk­ingu eða aðra þætti í úrskurðum sín­um, sem virð­ist síðan leyfa skýra nið­ur­stöð­u. 

„Siða­nefnd Alþingis kýs (í máli Ásmundar Frið­riks­son­ar) að skilja orðin „rök­studdur grun­ur“ svo, að þau hljóti að hafa þá til­teknu lög­fræði­legu merk­ingu, að minnsta kosti í með­förum Alþing­is­manns, að með þeim full­yrði hann/hún til­vist áþreif­an­legra upp­lýs­inga eða gagna um það sem grun­ur­inn bein­ist að,“ segir Jón. 

Hann segir hins vegar að lög­fræði­leg merk­ing þessa orða­sam­bands trompi alls ekki hvers­dags­lega ­merk­ingu orð­anna rök og grunur í póli­tískum um­ræð­um. „Þess vegna er engin knýj­andi ástæða fyrir siða­nefnd­ina að halda því fram að þing­maður sem notar þessi orð sé að full­yrða annað eða meira en að marg­vís­leg rök séu fyrir því að gruna eitt­hvað.“

Jón segir siða­nefnd­ina ekki vera þá fyrst­u til að falla í gryfju „absolútis­ma“ þar sem því er haldið fram að ein­hver til­tekin merk­ing orða hljóti að hafa for­gang fram yfir aðra merk­ingu. „En fall hennar vekur vissu­lega spurn­ingar um hvort það er heppi­legt að fylgja sið­ferði­legum við­miðum þing­manna eftir með úrskurð­ar­nefnd,“ segir Jón að lok­um.

Torskil­inn munur á afstöðu

Jón segir jafn­framt í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að munur á afstöðu siða­nefnd­ar­innar til ummæla Björns Levís og Þór­hildar Sunnu sé torskil­inn. Siða­nefnd komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að ummæli Þór­hildar Sunnu frá 25. febr­­úar 2018 séu ekki í sam­ræmi við a- og c-lið 1. mrg. 5. gr. og 7 gr. siða­reglna fyrir alþing­is­­menn. Í þeim segir að alþing­is­­menn skuli sem þjóð­­kjörnir full­­trúar rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­­ar­­leika, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni. Þing­­menn skuli í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virð­ingu.

Siða­nefnd komst hins vegar að þeirri ­nið­ur­stöðu að Björn Leví G­unn­ar­son hafi haldið sig innan þess svig­rúm sem þing­menn hafa til að leggja fram gagn­rýni hver á annan „sem oft kann að vera hörð og óvæg­in“.

 „Þessi nið­ur­staða vekur ótal spurn­ing­ar. Það út af fyrir sig er ó­trú­verð­ug­t,“ segir Jón í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent