Segir niðurstöðu siðanefndar vekja upp ótal spurningar

Jón Ólafsson, prófessor og formaður nefndar um traust á stjórnmálum, segir að niðurstaða siðanefndar Alþingis um brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur veki upp margar spurningar og að það út af fyrir sig sé ótrúverðugt.

Jón Ólafsson prófessor og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona.
Jón Ólafsson prófessor og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona.
Auglýsing

Jón Ólafs­son, heim­spek­ingur og pró­fessor við Háskóla Íslands sem var for­maður starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­mál­um, segir fyrst­u ­nið­ur­stöð­u ­siða­nefndar vekja upp ótal spurn­ing­ar. Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Jón að siða­nefnd hafi túlkað orð Þór­hildar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Pírata með ein­streng­ings­legum hætti og að erfitt sé að fylgja rök­semd­ar­færslu nefnd­ar­inn­ar. 

Ekki í sam­ræmi við siða­reglur Alþingis

 ­Grein­t var frá­ því í gær að ­siða­­nefnd Alþingis komst að þeirri nið­ur­stöðu að ummæli Þór­hildar Sunnu um akst­­ur­s­greiðslur þings­ins til Ásmundar Frið­­riks­­son­­ar, þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, hafi ekki verið í sam­ræmi við siða­­­reglur fyrir alþing­is­­­menn.

Ásmundur óskaði eftir því við for­­sæt­is­­nefnd þann 10. jan­úar síð­­ast­lið­inn að tekið væri til skoð­unar hvort þing­­menn Pírata Björn Leví Gunn­­ar­s­­son og Þór­hildur Sunna Ævar­s­dóttir hefðu með ummælum sínum á opin­berum vett­vangi um end­­ur­greiðslur þings­ins á akst­­ur­s­­kostn­aði Ásmundar brotið í bága við siða­regl­­urn­­ar.

Auglýsing

Nið­­ur­­staða siða­­nefndar liggur nú fyrir en nefndin telur að ummæli Þór­hildar Sunnu frá 25. febr­­úar 2018 séu ekki í sam­ræmi siða­­reglur fyrir alþing­is­­menn. Nefndin komst hins vegar að þeirri nið­­ur­­stöðu að ummæli Björns Levís hafi ekki brotið í bága við siða­regl­­urn­­ar.

Orða­lag túlkað ein­streng­ings­lega 

Ummælin sem Þór­hildur Sunna lét falla í Silfr­inu á RÚV þann 25. febr­­úar 2018 og hljóða þau svo: „Við ­sjáum það að ráð­herrar þjóð­­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­um, þing­­menn þjóð­­ar­innar eru aldrei látnir sæta afleið­ing­­um. Nú er uppi rök­studdur grunur um það að Ásmundur Frið­­riks­­son hafi dregið að sér fé, almanna­­fé, og við erum ekki að sjá við­brögð þess efnis að það sé verið að segja á fót rann­­sókn á þessum efn­­um.“

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Jón Ólafs­son að siða­nefndin hafi túlkað orð Þór­hildar Sunnu með ein­streng­ings­leg­um hætt. Hann seg­ir að gall­inn við siða­nefndir sé að þeim hættir til að líta „þröngt og ein­streng­ings­lega“ á orða­lag, merk­ingu eða aðra þætti í úrskurðum sín­um, sem virð­ist síðan leyfa skýra nið­ur­stöð­u. 

„Siða­nefnd Alþingis kýs (í máli Ásmundar Frið­riks­son­ar) að skilja orðin „rök­studdur grun­ur“ svo, að þau hljóti að hafa þá til­teknu lög­fræði­legu merk­ingu, að minnsta kosti í með­förum Alþing­is­manns, að með þeim full­yrði hann/hún til­vist áþreif­an­legra upp­lýs­inga eða gagna um það sem grun­ur­inn bein­ist að,“ segir Jón. 

Hann segir hins vegar að lög­fræði­leg merk­ing þessa orða­sam­bands trompi alls ekki hvers­dags­lega ­merk­ingu orð­anna rök og grunur í póli­tískum um­ræð­um. „Þess vegna er engin knýj­andi ástæða fyrir siða­nefnd­ina að halda því fram að þing­maður sem notar þessi orð sé að full­yrða annað eða meira en að marg­vís­leg rök séu fyrir því að gruna eitt­hvað.“

Jón segir siða­nefnd­ina ekki vera þá fyrst­u til að falla í gryfju „absolútis­ma“ þar sem því er haldið fram að ein­hver til­tekin merk­ing orða hljóti að hafa for­gang fram yfir aðra merk­ingu. „En fall hennar vekur vissu­lega spurn­ingar um hvort það er heppi­legt að fylgja sið­ferði­legum við­miðum þing­manna eftir með úrskurð­ar­nefnd,“ segir Jón að lok­um.

Torskil­inn munur á afstöðu

Jón segir jafn­framt í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að munur á afstöðu siða­nefnd­ar­innar til ummæla Björns Levís og Þór­hildar Sunnu sé torskil­inn. Siða­nefnd komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að ummæli Þór­hildar Sunnu frá 25. febr­­úar 2018 séu ekki í sam­ræmi við a- og c-lið 1. mrg. 5. gr. og 7 gr. siða­reglna fyrir alþing­is­­menn. Í þeim segir að alþing­is­­menn skuli sem þjóð­­kjörnir full­­trúar rækja störf sín af ábyrgð, heil­indum og heið­­ar­­leika, ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni. Þing­­menn skuli í öllu hátt­erni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virð­ingu.

Siða­nefnd komst hins vegar að þeirri ­nið­ur­stöðu að Björn Leví G­unn­ar­son hafi haldið sig innan þess svig­rúm sem þing­menn hafa til að leggja fram gagn­rýni hver á annan „sem oft kann að vera hörð og óvæg­in“.

 „Þessi nið­ur­staða vekur ótal spurn­ing­ar. Það út af fyrir sig er ó­trú­verð­ug­t,“ segir Jón í sam­tali við Frétta­blað­ið.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
Kjarninn 17. september 2019
Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent