Krefjast fundar með SA hjá ríkissáttasemjara vegna vanefnda

Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra SA vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns rétt eftir samþykkt kjarasamninganna. Framkvæmdastjóri Eflingar segir allan kjarasamninginn við SA vera í húfi.

1. maí 2019 - Efling
Auglýsing

Efl­ing, stétt­ar­fé­lag, hefur kraf­ist fundar með fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, í húsa­kynnum rík­is­sátta­semj­ara vegna van­efnda á nýund­ir­rit­uðum kjara­samn­ingi. Málið kemur til vegna hóp­upp­sagnar hót­el­stjór­ans Árna Vals Sól­ons­sonar á launa­kjörum starfs­fólks síns umsvifa­laust eftir sam­þykkt kjara­samn­ing­anna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ing­u frá Efl­ingu.

Áskil­inn réttur til að rifta kjara­samn­ingum

Í til­kynn­ing­unni segir að Efl­ing hafi sent bréf til Árna Val, sem stýr­ir Ci­tyP­ark, CityCenter og Capital­Inn hót­el­un­um, til að fá skýr­ingar á þessu. Í upp­sagn­ar­bréfi hót­el­stjór­arns til starfs­manna kom fram að þetta væri „til að lækka launa­kostn­að“ vegna „vænt­an­legs kostn­að­ar­auka“. ­Rekstr­ar­fé­lög Árna Vals til­heyra Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og innti Efl­ing því einnig eftir við­brögðum frá SA. 

 Mið­stjórn ASÍ lýsti því yfir í kjöl­farið að stétt­ar­fé­lögum væri áskil­inn réttur til að rifta kjara­samn­ingum gagn­vart þeim atvinnu­rek­endum sem ekki virtu þá sem samið hefur verið um. Þar með væru lög­mætar þving­un­ar­að­gerðir á borð við verk­föll í spil­inu.

Auglýsing

„Við semjum í góðri trú, með það að mark­miði að bæta kjör félags­manna okk­ar,“ segir Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar. „Þetta er blaut tuska í and­lit­ið, að bregð­ast við með því að fella niður kjör sem starfs­menn hafa not­ið. Það er engu lík­ara en verið sé að refsa félags­mönnum fyrir að hafa samið um launa­hækk­un.“

„Kó­a ­með verstu sort af kap­ít­alista“

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unn­i hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins sent bréf til Efl­ingar þar sem þau þver­neita að þetta séu und­an­brögð vegna launa­hækk­ana í kjara­samn­ing­in­um. Engin skýr­ing er gefin á þeim orðum upp­sagn­ar­bréfs­ins, sem starfs­mönnum var skipað að skrifa undir á staðn­um, að „vænt­an­legur kostn­að­ar­auki“ væri ástæða upp­sagn­anna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:Bára Huld Beck„Þau eru ein­fald­lega að kó­a ­með verstu sort af kap­ít­alista,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar. „Þeirri sort sem er til í að setja fólk á strípaðan taxta þegar þau semja um launa­hækk­un, þeirri sort sem reynir að stækka hót­elið sitt í leyf­is­leysi síð­asta haust, sem bjó svo illa um bygg­ing­ar­verka­menn­ina að það þurfti að loka fram­kvæmd­unum því þeir voru taldir í lífs­hættu. Manni sem reyndi að koma í veg fyrir að starfs­fólkið hans fengi að kjósa um verk­fallið sitt. Manni sem hefur oft stært sig af að borga starfs­fólk­inu sínu meira en aðrir hót­el­stjór­ar, sem er ein­fald­lega ósatt. Manni sem sagði að hann ætl­aði að búa til sitt eigið stétt­ar­fé­lag fyrir starfs­fólkið sitt, því honum fannst Efl­ing ekki nógu gott. Þetta er mað­ur­inn sem SA ganga nú fram fyrir skjöldu til að verja.“

Viðar Þor­steins­son segir allan kjara­samn­ing­inn við SA vera í húfi. „Spurn­ingin er hvort sam­tökin séu að gefa grænt ljós á alls­herjar van­efndir á kjara­samn­ingnum sem þau und­ir­rit­uðu sjálf.“

Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Spá því að stýrivextir lækki um eitt prósentustig í viðbót
Ef stýrivextir Seðlabanka Íslands verða lækkaðir í næstu viku munu þeir fara undir fjögur prósent í fyrsta sinn frá árinu 2011. Á sama tíma hafa vextir sem standa almenningi til boða, til dæmis vegna húsnæðiskaupa, sögulega lágir.
Kjarninn 20. júní 2019
Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi
Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.
Kjarninn 20. júní 2019
Innlend netverslun blómstrar - Maí veltuhæsti mánuðurinn frá upphafi
Á netinu jókst velta raf- og heimilistækja um 156,8 prósent á milli ára á meðan veltan í búðum dróst saman um 14,2 prósent.
Kjarninn 20. júní 2019
Segir lagafrumvarp um makrílveiðar vera óttalega hrákasmíð
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segir frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar sem samþykkt var á Alþingi í gær ekki verja meginhagmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórn­un, ráð­stöfun og nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar.
Kjarninn 20. júní 2019
Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent