Krefjast fundar með SA hjá ríkissáttasemjara vegna vanefnda

Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra SA vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns rétt eftir samþykkt kjarasamninganna. Framkvæmdastjóri Eflingar segir allan kjarasamninginn við SA vera í húfi.

1. maí 2019 - Efling
Auglýsing

Efl­ing, stétt­ar­fé­lag, hefur kraf­ist fundar með fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, í húsa­kynnum rík­is­sátta­semj­ara vegna van­efnda á nýund­ir­rit­uðum kjara­samn­ingi. Málið kemur til vegna hóp­upp­sagnar hót­el­stjór­ans Árna Vals Sól­ons­sonar á launa­kjörum starfs­fólks síns umsvifa­laust eftir sam­þykkt kjara­samn­ing­anna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ing­u frá Efl­ingu.

Áskil­inn réttur til að rifta kjara­samn­ingum

Í til­kynn­ing­unni segir að Efl­ing hafi sent bréf til Árna Val, sem stýr­ir Ci­tyP­ark, CityCenter og Capital­Inn hót­el­un­um, til að fá skýr­ingar á þessu. Í upp­sagn­ar­bréfi hót­el­stjór­arns til starfs­manna kom fram að þetta væri „til að lækka launa­kostn­að“ vegna „vænt­an­legs kostn­að­ar­auka“. ­Rekstr­ar­fé­lög Árna Vals til­heyra Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og innti Efl­ing því einnig eftir við­brögðum frá SA. 

 Mið­stjórn ASÍ lýsti því yfir í kjöl­farið að stétt­ar­fé­lögum væri áskil­inn réttur til að rifta kjara­samn­ingum gagn­vart þeim atvinnu­rek­endum sem ekki virtu þá sem samið hefur verið um. Þar með væru lög­mætar þving­un­ar­að­gerðir á borð við verk­föll í spil­inu.

Auglýsing

„Við semjum í góðri trú, með það að mark­miði að bæta kjör félags­manna okk­ar,“ segir Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar. „Þetta er blaut tuska í and­lit­ið, að bregð­ast við með því að fella niður kjör sem starfs­menn hafa not­ið. Það er engu lík­ara en verið sé að refsa félags­mönnum fyrir að hafa samið um launa­hækk­un.“

„Kó­a ­með verstu sort af kap­ít­alista“

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unn­i hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins sent bréf til Efl­ingar þar sem þau þver­neita að þetta séu und­an­brögð vegna launa­hækk­ana í kjara­samn­ing­in­um. Engin skýr­ing er gefin á þeim orðum upp­sagn­ar­bréfs­ins, sem starfs­mönnum var skipað að skrifa undir á staðn­um, að „vænt­an­legur kostn­að­ar­auki“ væri ástæða upp­sagn­anna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:Bára Huld Beck„Þau eru ein­fald­lega að kó­a ­með verstu sort af kap­ít­alista,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar. „Þeirri sort sem er til í að setja fólk á strípaðan taxta þegar þau semja um launa­hækk­un, þeirri sort sem reynir að stækka hót­elið sitt í leyf­is­leysi síð­asta haust, sem bjó svo illa um bygg­ing­ar­verka­menn­ina að það þurfti að loka fram­kvæmd­unum því þeir voru taldir í lífs­hættu. Manni sem reyndi að koma í veg fyrir að starfs­fólkið hans fengi að kjósa um verk­fallið sitt. Manni sem hefur oft stært sig af að borga starfs­fólk­inu sínu meira en aðrir hót­el­stjór­ar, sem er ein­fald­lega ósatt. Manni sem sagði að hann ætl­aði að búa til sitt eigið stétt­ar­fé­lag fyrir starfs­fólkið sitt, því honum fannst Efl­ing ekki nógu gott. Þetta er mað­ur­inn sem SA ganga nú fram fyrir skjöldu til að verja.“

Viðar Þor­steins­son segir allan kjara­samn­ing­inn við SA vera í húfi. „Spurn­ingin er hvort sam­tökin séu að gefa grænt ljós á alls­herjar van­efndir á kjara­samn­ingnum sem þau und­ir­rit­uðu sjálf.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent