Krefjast fundar með SA hjá ríkissáttasemjara vegna vanefnda

Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra SA vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns rétt eftir samþykkt kjarasamninganna. Framkvæmdastjóri Eflingar segir allan kjarasamninginn við SA vera í húfi.

1. maí 2019 - Efling
Auglýsing

Efl­ing, stétt­ar­fé­lag, hefur kraf­ist fundar með fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, í húsa­kynnum rík­is­sátta­semj­ara vegna van­efnda á nýund­ir­rit­uðum kjara­samn­ingi. Málið kemur til vegna hóp­upp­sagnar hót­el­stjór­ans Árna Vals Sól­ons­sonar á launa­kjörum starfs­fólks síns umsvifa­laust eftir sam­þykkt kjara­samn­ing­anna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ing­u frá Efl­ingu.

Áskil­inn réttur til að rifta kjara­samn­ingum

Í til­kynn­ing­unni segir að Efl­ing hafi sent bréf til Árna Val, sem stýr­ir Ci­tyP­ark, CityCenter og Capital­Inn hót­el­un­um, til að fá skýr­ingar á þessu. Í upp­sagn­ar­bréfi hót­el­stjór­arns til starfs­manna kom fram að þetta væri „til að lækka launa­kostn­að“ vegna „vænt­an­legs kostn­að­ar­auka“. ­Rekstr­ar­fé­lög Árna Vals til­heyra Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og innti Efl­ing því einnig eftir við­brögðum frá SA. 

 Mið­stjórn ASÍ lýsti því yfir í kjöl­farið að stétt­ar­fé­lögum væri áskil­inn réttur til að rifta kjara­samn­ingum gagn­vart þeim atvinnu­rek­endum sem ekki virtu þá sem samið hefur verið um. Þar með væru lög­mætar þving­un­ar­að­gerðir á borð við verk­föll í spil­inu.

Auglýsing

„Við semjum í góðri trú, með það að mark­miði að bæta kjör félags­manna okk­ar,“ segir Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar. „Þetta er blaut tuska í and­lit­ið, að bregð­ast við með því að fella niður kjör sem starfs­menn hafa not­ið. Það er engu lík­ara en verið sé að refsa félags­mönnum fyrir að hafa samið um launa­hækk­un.“

„Kó­a ­með verstu sort af kap­ít­alista“

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unn­i hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins sent bréf til Efl­ingar þar sem þau þver­neita að þetta séu und­an­brögð vegna launa­hækk­ana í kjara­samn­ing­in­um. Engin skýr­ing er gefin á þeim orðum upp­sagn­ar­bréfs­ins, sem starfs­mönnum var skipað að skrifa undir á staðn­um, að „vænt­an­legur kostn­að­ar­auki“ væri ástæða upp­sagn­anna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:Bára Huld Beck„Þau eru ein­fald­lega að kó­a ­með verstu sort af kap­ít­alista,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar. „Þeirri sort sem er til í að setja fólk á strípaðan taxta þegar þau semja um launa­hækk­un, þeirri sort sem reynir að stækka hót­elið sitt í leyf­is­leysi síð­asta haust, sem bjó svo illa um bygg­ing­ar­verka­menn­ina að það þurfti að loka fram­kvæmd­unum því þeir voru taldir í lífs­hættu. Manni sem reyndi að koma í veg fyrir að starfs­fólkið hans fengi að kjósa um verk­fallið sitt. Manni sem hefur oft stært sig af að borga starfs­fólk­inu sínu meira en aðrir hót­el­stjór­ar, sem er ein­fald­lega ósatt. Manni sem sagði að hann ætl­aði að búa til sitt eigið stétt­ar­fé­lag fyrir starfs­fólkið sitt, því honum fannst Efl­ing ekki nógu gott. Þetta er mað­ur­inn sem SA ganga nú fram fyrir skjöldu til að verja.“

Viðar Þor­steins­son segir allan kjara­samn­ing­inn við SA vera í húfi. „Spurn­ingin er hvort sam­tökin séu að gefa grænt ljós á alls­herjar van­efndir á kjara­samn­ingnum sem þau und­ir­rit­uðu sjálf.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent