Krefjast fundar með SA hjá ríkissáttasemjara vegna vanefnda

Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra SA vegna hópuppsagnar hótelstjórans Árna Vals Sólonssonar á launakjörum starfsfólks síns rétt eftir samþykkt kjarasamninganna. Framkvæmdastjóri Eflingar segir allan kjarasamninginn við SA vera í húfi.

1. maí 2019 - Efling
Auglýsing

Efl­ing, stétt­ar­fé­lag, hefur kraf­ist fundar með fram­kvæmda­stjóra Sam­taka atvinnu­lífs­ins, Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, í húsa­kynnum rík­is­sátta­semj­ara vegna van­efnda á nýund­ir­rit­uðum kjara­samn­ingi. Málið kemur til vegna hóp­upp­sagnar hót­el­stjór­ans Árna Vals Sól­ons­sonar á launa­kjörum starfs­fólks síns umsvifa­laust eftir sam­þykkt kjara­samn­ing­anna. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ing­u frá Efl­ingu.

Áskil­inn réttur til að rifta kjara­samn­ingum

Í til­kynn­ing­unni segir að Efl­ing hafi sent bréf til Árna Val, sem stýr­ir Ci­tyP­ark, CityCenter og Capital­Inn hót­el­un­um, til að fá skýr­ingar á þessu. Í upp­sagn­ar­bréfi hót­el­stjór­arns til starfs­manna kom fram að þetta væri „til að lækka launa­kostn­að“ vegna „vænt­an­legs kostn­að­ar­auka“. ­Rekstr­ar­fé­lög Árna Vals til­heyra Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og innti Efl­ing því einnig eftir við­brögðum frá SA. 

 Mið­stjórn ASÍ lýsti því yfir í kjöl­farið að stétt­ar­fé­lögum væri áskil­inn réttur til að rifta kjara­samn­ingum gagn­vart þeim atvinnu­rek­endum sem ekki virtu þá sem samið hefur verið um. Þar með væru lög­mætar þving­un­ar­að­gerðir á borð við verk­föll í spil­inu.

Auglýsing

„Við semjum í góðri trú, með það að mark­miði að bæta kjör félags­manna okk­ar,“ segir Viðar Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar. „Þetta er blaut tuska í and­lit­ið, að bregð­ast við með því að fella niður kjör sem starfs­menn hafa not­ið. Það er engu lík­ara en verið sé að refsa félags­mönnum fyrir að hafa samið um launa­hækk­un.“

„Kó­a ­með verstu sort af kap­ít­alista“

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unn­i hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins sent bréf til Efl­ingar þar sem þau þver­neita að þetta séu und­an­brögð vegna launa­hækk­ana í kjara­samn­ing­in­um. Engin skýr­ing er gefin á þeim orðum upp­sagn­ar­bréfs­ins, sem starfs­mönnum var skipað að skrifa undir á staðn­um, að „vænt­an­legur kostn­að­ar­auki“ væri ástæða upp­sagn­anna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:Bára Huld Beck„Þau eru ein­fald­lega að kó­a ­með verstu sort af kap­ít­alista,“ segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar. „Þeirri sort sem er til í að setja fólk á strípaðan taxta þegar þau semja um launa­hækk­un, þeirri sort sem reynir að stækka hót­elið sitt í leyf­is­leysi síð­asta haust, sem bjó svo illa um bygg­ing­ar­verka­menn­ina að það þurfti að loka fram­kvæmd­unum því þeir voru taldir í lífs­hættu. Manni sem reyndi að koma í veg fyrir að starfs­fólkið hans fengi að kjósa um verk­fallið sitt. Manni sem hefur oft stært sig af að borga starfs­fólk­inu sínu meira en aðrir hót­el­stjór­ar, sem er ein­fald­lega ósatt. Manni sem sagði að hann ætl­aði að búa til sitt eigið stétt­ar­fé­lag fyrir starfs­fólkið sitt, því honum fannst Efl­ing ekki nógu gott. Þetta er mað­ur­inn sem SA ganga nú fram fyrir skjöldu til að verja.“

Viðar Þor­steins­son segir allan kjara­samn­ing­inn við SA vera í húfi. „Spurn­ingin er hvort sam­tökin séu að gefa grænt ljós á alls­herjar van­efndir á kjara­samn­ingnum sem þau und­ir­rit­uðu sjálf.“

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent