Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara

Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.

Ástráður Haraldsson
Ástráður Haraldsson
Auglýsing

Ást­ráður Har­alds­son er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu lands­rétt­ar­dóm­ara, en umsókn­ar­frestur rann út síð­ast­lið­inn mánu­dag. Staðan er laus sökum þess að Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son, einn þeirra fimmtán sem skip­aðir voru til að sitja í Lands­rétti þegar hann var settur á lagg­irn­ar, hefur sagt starfi sínu lausu og hyggst setj­ast í helgan stein.

Ást­ráður er einn þeirra fjög­urra sem urðu af dóm­ara­sæti þegar Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, ákvað að víkja frá hæfn­is­mati dóm­­­­­­nefndar um skipun fimmtán dóm­­­­­­ara í Lands­rétt í lok maí 2017. Hún ákvað að til­­­­­­­nefna fjóra ein­stak­l­inga dóm­­­­ara sem nefndin hafði ekki metið á meðal 15 hæf­­­­ustu og þar af leið­andi að skipa ekki fjóra aðra sem nefndin hafði talið á meðal þeirra hæf­­­­ustu. Alþingi sam­­­­þykkti þetta í byrjun júní 2017.

Tveir umsækj­end­anna sem metnir höfðu verið á meðal fimmtán hæf­ustu af hæfn­is­nefnd­inni, Ást­ráður og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, stefndu rík­­­­­inu vegna ákvörð­unar Sig­ríð­­­­ar. Hæst­i­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í des­em­ber að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­­­­­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­nefnd­­­­ar­inn­­­­ar.

Auglýsing

Þeir voru báðir starf­andi lög­­­­­­­­­menn og lögðu ekki fram nein gögn sem gátu sýnt fram á fjár­­­­­hagstjón vegna ákvörð­unar ráð­herra. Skorað var á þá fyrir dómi að leggja fram skatt­fram­­­­­töl og þar með upp­­­­­lýs­ingar um tekjur sínar þannig að unnt væri að taka afstöðu til þess hvort þeir hefðu beðið „fjár­­­­­tjón vegna þeirra ákvarð­ana dóms­­­­­mála­ráð­herra sem um ræðir í mál­in­u“. Hvor­ugur þeirra gerði slíkt og þess vegna var íslenska ríkið sýknað af við­­­­­ur­­­­­kenn­ing­­­­­ar­­­­­kröfu um fjár­­­­­tjón. Íslenska rík­­­­inu var hins vegar gert að greiða þeim miska­bæt­­­­ur.

Ást­ráður var síðar skip­aður dóm­ari við hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur.

Tveir aðrir stefndu rík­inu

Tveir aðrir menn sem voru á lista dóm­­­­­nefndar yfir þá sem átti að skipa dóm­­­­­ara höfð­uðu ekki slík mál. Annar þeirra, Jón Hösk­­­­­ulds­­­­­son hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­ari, sendi hins vegar kröfu á íslenska ríkið eftir að dómur Hæsta­réttar lá fyrir þar sem hann krafði það um skaða- og miska­bætur vegna skip­unar í Lands­rétt. Þeirri kröfu var ekki svarað og í kjöl­farið höfð­aði Jón mál.

Jón krafð­ist þess að fá bætt mis­­­­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­­­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­­­­ara við Lands­rétt ann­­­­­ars vegar og hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­ara hins veg­­­­­ar. Jón krafð­ist þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Lands­rétt­­­­­ar­­­­­dóm­­­­­arar fá 1,7 millj­­­­­ónir króna í laun á mán­uði en hér­­­­­aðs­­­­­dóm­­­­­arar 1,3 millj­­­­­ónir króna.

Eiríkur Jóns­son ákvað að fylgja í fót­­­spor Jóns snemma á síð­asta og stefndi rík­­­inu. Í lok októ­ber í fyrra komst hér­aðs­dómur að þeirri nið­ur­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að greiða Jóni og Eiríki bætur vegna ólög­mætra athafna Sig­ríðar Á. And­er­sen við skipan dóm­ara í Lands­rétt.

Hér­­aðs­­dómur Reykja­víkur dæmdi Jóni fjórar millj­­ónir króna í skaða­bæt­­ur, 1,1 milljón króna í miska­bætur auk þess sem ríkið greiddi 1,2 milljón króna máls­­kostnað hans.

Dóm­­ur­inn féllst á bóta­­skyldu rík­­is­ins gagn­vart Eiríki en hann þurfti að höfða skaða­­bóta­­mál til að inn­­heimta þá bóta­­skyldu. Ríkið greiddi 1,2 milljón króna máls­­kostnað hans.

Ríkið áfrýj­aði dómn­um.

Sig­ríður segir af sér

Lands­rétt­ar­málið hefur haft ýmsar aðrar afleið­ingar í för með sér. Í mars var dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu svo­kall­aða birt­ur. Bæði Sig­ríður Á. And­er­sen og Alþingi fengu á sig áfell­is­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan 15 dóm­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017. Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­sýslu­lög með því að breyta list­anum um til­nefnda dóm­ara frá þeim lista sem hæf­is­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­styðja þá ákvörðun með nægj­an­legum hætti. Alþingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig.

Nið­ur­staðan var skýr. Í dómnum var fall­ist á það dóm­­ar­­arnir fjórir sem bætt var á list­ann væru ólög­­lega skip­aðir og gætu þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, þar sem ólög­­lega skip­aðir dóm­­arar gætu ekki tryggt rétt­láta máls­­með­­­ferð. Ferlið sem beitt var við skipun dóm­­ar­anna við Lands­rétt hafi orðið „til þess að valda skaða á því trausti sem dóm­­stóll í lýð­ræð­is­­legu sam­­fé­lagi þarf að vekja hjá almenn­ingi og braut í bága við það grund­vall­­ar­at­riði að dóm­­stóll sé lög­­­leg­­ur, eina af meg­in­­reglum rétt­­ar­­rík­­is­ins.“

Þess­ari nið­ur­stöðu hefur verið vísað til efri deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hún taki málið fyr­ir. Sig­ríður Á. And­er­sen sagði af sér sem dóms­mála­ráð­herra 13. mars 2019.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent