Leggja til að maki geti einhliða krafist skilnaðar

Þingmenn úr Viðreisn, Samfylkingunni, VG og Pírötum vilja jafna rétt fólks til lögskilnaðar óháð því hvort hann er að kröfu annars hjóna eða beggja.

Skilnaður
Auglýsing

Lagt hefur verið fram frum­varp á Alþingi til laga um breyt­ingar á hjú­skap­ar­lög­um. Fyrsti flutn­ings­maður er Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­maður Við­reisnar og með honum eru tíu þing­menn úr hans eigin flokki, Sam­fylk­ing­unni og Vinstri grænum og Píröt­um.

Mark­miðið með frum­varp­inu er að jafna rétt fólks til lög­skiln­aðar óháð því hvort hann er að kröfu ann­ars hjóna eða beggja. Þá er í frum­varp­inu lagt til að lág­marks­tími frests til að krefj­ast lög­skiln­aðar í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis hjóna verði stytt­ur.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að hjú­skapur sé lög­bundið og form­lega stað­fest sam­komu­lag tveggja ein­stak­linga til að verja líf­inu saman og deila ábyrgð á heim­ili og börnum sín á milli. Hjú­skap fylgi jafn­framt skyldur til trú­mennsku og fram­færslu sem og réttur til erfða falli annað hjóna frá. Grund­völlur hjú­skapar sé sam­komu­lagið og sé við­ur­kennt á Vest­ur­löndum að fólk geti fallið frá því sam­komu­lagi.

Auglýsing

Sam­kvæmt gild­andi hjú­skap­ar­lögum er lög­skiln­aður kræfur hálfu ári frá því að leyfi hefur verið gefið út til skiln­aðar að borði og sæng séu hjón á einu máli um að leita skiln­aðar en ári frá slíku leyfi sé skiln­aðar kraf­ist af hálfu ann­ars hjóna. Hafi hjón slitið sam­vistir vegna ósam­lynd­is, án þess að leyfi til skiln­aðar að borði og sæng hafi verið veitt, getur hvort hjóna kraf­ist lög­skiln­aðar þegar sam­vista­slit hafa staðið í tvö ár hið skemmsta.

Of ­þröng heim­ild til að krefj­ast lög­skiln­aðar

Í grein­ar­gerð­inni kemur enn fremur fram að áhrif þess­ara reglna séu meðal ann­ars þau að í til­vikum þar sem annað hjóna leit­ast eftir því að losna úr hjú­skap þar sem and­legu eða lík­am­legu ofbeldi hefur verið beitt þá hafi hitt í hendi sér að tefja skiln­að­inn í langan tíma. Í hjú­skap­ar­lögum sé þröng heim­ild til að krefj­ast lög­skiln­aðar ef annað hjóna hefur orðið upp­víst að lík­ams­árás eða kyn­ferð­is­broti sem bitnar á hinu eða barni sem býr hjá þeim. Annað hjóna geti þá kraf­ist lög­skiln­aðar að því skil­yrði upp­fylltu að verkn­aður hafi verið fram­inn af ásettu ráði og valdið tjóni á lík­ama eða heil­brigði þess er fyrir verður ef lík­ams­árás er til að dreifa. 

Þessi heim­ild sé ann­ars vegar háð erf­iðri sönn­un­ar­stöðu þess maka sem krefst lög­skiln­aðar og hefur mögu­lega orðið fyrir ofbeldi og taki hins vegar ekki til and­legs ofbeld­is. Leiða verði líkur að því að and­legt ofbeldi sé algeng­ara í sam­böndum en lík­am­legt og að sama skapi erf­ið­ara eða ómögu­legt að gera að skil­yrði í lög­um, sem hægt sé að sýna fram á að sé full­nægt með hlut­lægum hætti.

Vilja rýmka rétt hjóna til að krefj­ast lög­skiln­aðar

Flutn­ings­menn telja því nauð­syn­legt að rýmka rétt hjóna til að krefj­ast lög­skiln­að­ar. Er því ann­ars vegar lögð til sú breyt­ing á ákvæðum hjú­skap­ar­lag­anna að réttur hjóna til skiln­aðar sé hinn sami óháð því hvort annað þeirra krefj­ist skiln­aðar eða bæði. Lagt er til að sam­kvæmt lög­unum geti maki ein­hliða kraf­ist skiln­að­ar. Þá er lagt til að bæði hjón eða maki geti kraf­ist lög­skiln­aðar að und­an­gengnum skiln­aði að borði og sæng þegar liðnir eru sex mán­uðir frá því að leyfi var gefið út til skiln­aðar að borði og sæng eða dómur gekk. Hins vegar er lögð til sú breyt­ing með frum­varp­inu að lág­marks­tími frests til að krefj­ast lög­skiln­aðar í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis verði styttur úr tveimur árum í eitt ár.

„Töl­fræði­gögn Hag­stofu Íslands sýna að um 85 pró­sent skiln­aða að borði og sæng ljúki með lög­skiln­aði. Engin gögn eru til um það á hvaða tíma­bili skiln­aðar að borði og sæng þau 15 pró­sent hjóna sem ekki óska lög­skiln­aðar taki saman á ný. Þá eru engar opin­berar upp­lýs­ingar um hversu hátt hlut­fall hjóna sem slíta sam­vistir vegna ósam­lyndis krefj­ast lög­skiln­að­ar. Ætla verður að hálft ár í kjöl­far skiln­aðar að borði og sæng og heilt ár í kjöl­far sam­vistaslita vegna ósam­lyndis dugi fólki til sátta sé á annað borð grund­völlur fyrir sátt­um. Sé grund­völlur fyrir sáttum er fólki einnig heim­ilt að taka lengri tíma til að ná sáttum en þann lág­marks­tíma sem kveðið er á um í lög­um.“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Tíma­mörk núgild­andi hjú­skap­ar­laga ekki rétt­læt­an­leg

Að mati flutn­ings­manna eru tíma­mörk hjú­skap­ar­laga, sé þeim ætlað að fækka lög­skiln­uð­um, ekki rétt­læt­an­leg miðað við ann­ars vegar þung­ann og þján­ing­una sem ein­stak­lingur fastur í ofbeld­is­sam­bandi þurfi að þola meðan hann bíður eftir heim­ild til lög­skiln­að­ar, og hins vegar miðað við valdið sem ger­andi í slíku sam­bandi hafi yfir maka sínum á meðan skiln­aður er ekki geng­inn í gegn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent