Enn rætt um þriðja orkupakkann á Alþingi

Síðustu daga hefur umræða Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann tekið yfir öll störf á Alþingi en ræður, andsvör og svör við andsvörum um málið hafa staðið yfir í rúmar 120 klukkustundir.

miðflokkurinn
Auglýsing

Enn stendur yfir fundur á Alþingi en hann hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Í dag er tíundi dagurinn sem síðari umræðan um þriðja orkupakkann á sér stað á þinginu. Ræður, andsvör og svör við andsvörum um málið hafa staðið í yfir 120 klukkustundir og hafa þingmenn Miðflokksins talað stóran hluta þess tíma. Forseti Alþingis hefur skorað á þingmenn að hætta málþófi um málið en hann tilkynnti jafnframt í gær að starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi. 

Koma í veg fyrir frekari röskun á starfi þingsins 

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við upphaf þingfundar í gær að starfs­áætl­un þingsins yrði tek­in úr sam­bandi að afloknum eld­hús­degi í dag. Sam­kvæmt starfs­áætl­un­inni var gert ráð fyrir þingslitum 5. júní en Steingrímur sagði að nú virðist ljóst að svo verði ekki

Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti.Steingrímur benti á að fjölmörg mál væru á dagskrá þingsins en síðustu daga hefur umræða Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann tekið yfir öll störf á þinginu. Hann benti á að umræður um þriðja orkupakkann hafi nú staðið yfir 100 klukkustundir og þar af hafi einn og sami flokk­ur­inn talað í yfir 90 klukku­stund­ir í því máli, Stein­grím­ur sagði að æski­legt væri að þeirri umræðu færi að ljúka til að hægt væri að hefja umræðu um önn­ur mál og til að koma í veg fyr­ir frek­ari rösk­un á starfi þings­ins.

Auglýsing

Ræður og andsvör Miðflokksins um málið eru yfir 2000 talsins í síðari viku umræðunnar. Þingmenn Miðflokksins vilja fresta málinu og vísa því aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að umræðan snúist um efnisatriði og sé því ekki málþóf. Hins vegar vanti svör stuðningsmanna orkupakkans. 

„Í fyrsta lagi er nú spurning hvort að það sé hægt að skilgreina þetta sem málþóf, annars vegar í ljósi þess að við erum raunverulega að tala um málið, efnisatriði þess og kryfja þau og hitt er við erum ekki að biðja um neitt fyrir það að hætta eins og menn gera jafnan í málþófi,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við RÚV. Hann segir að flokkur hans muni tala áfram á meðan engin svör berist og kryfja málin sjálf.

Ofbeldi og vanlíðan að geta ekki sinnt þingstörfum

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins hefur einnig lagst gegn samþykkt þriðja orkupakkans en formaður flokksins segir hins vegar að nú sé nóg komið, mörg mikilvægari mál bíði afgreiðslu þingsins. „Það þýðir ekki í nafni lýðræðis að láta lítinn minnihluta haga sér eins og við höfum þurft að þola hér allan þennan tíma og finna, í rauninni hef ég ekki upplifað neitt annað í minni tilfinningu heldur en ofbeldi og vanlíðan yfir því að geta ekki sinnt þeim störfum sem ég var hér kosin til þess að fylgja,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í gær

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna, hefur einnig kallað eftir því málþófi Miðflokksmanna fari að ljúka. „Ég held að við getum öll verið sammála um það að þetta málþóf Miðflokksmanna er komið út yfir öll velsæmismörk og stöðvar hér framgang eðlilegrar vinnu í þinginu, er þinginu ekki til sóma og heldur ekki þeim Miðflokksmönnum.“

Búið að ræna völdum um stundarsakir

Steingrímur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að það sé augljóst að búið sé að ræna völdum á Alþingi um stundarsakir. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ 

Sigmundur Davíð segist hins vegar vera ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi og segir það hálf einkennilega túlkun hjá Steingrími þar sem hann fari sjálfur með dagskrávaldið. „Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur í samtali við Fréttblaðið í dag.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir að í stöðuuppfærslu á Facebook að þetta sé fullkomið dæmi um þá rökleysu sem Sigmundi Davíð sé tamt að setja fram. „Hann hafnar þessu öllu og fullyrðir að forseti hafi dagskrárvaldið, en þó bara til þess að gera það sem Sigmundur Davíð vill, að taka önnur mál fram fyrir, en ekki til annars Þetta eru rök þess sem reynir að kúga en getur ekki gengist við því heldur felur það í því að sá sem hann reynir að kúga hafi val, en viðurkennir um leið (án þess kannski að gera sér grein fyrir því) að valið snúist bara um að gera það sem kúgarinn vill. Hann bítur síðan höfuðið af skömminni með því að kalla þessa sameiginlegu sjálfshólsorgíu góða umræðu og segja að það gæti flýtt umræðunni að aðrir tækju þátt í henni og veittu þeim svör.“

Kolbeinn segir þetta í raun snúast um að búa til pólitíska stöðu fyrir Sigmund Davíð. „Allt snýst þetta um að búa til pólitíska stöðu fyrir Sigmund Davíð, eins og raunar allt annað sem hann gerir. Svo er það falið í fagurgala.“ 

Satt og rétt hjá forseta. Þarna birtist síðan fullkomið dæmi um þá rökleysu sem Sigmundi Davíð er tamt að setja fram....

Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Wednesday, May 29, 2019


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent