Neyðarlánaskýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans

Þingmaðurinn sem lagði fram fyrirspurn um ráðstöfun, innheimtur og ákvörðunartöku vegna veitingu neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings fyrir rúmum áratug segir að vinnubrögð Seðlabankans í málinu hafi ekki verið boðleg.

Jón Steindór Valdimarsson í 21 28. maí klippa 1
Auglýsing

„Þetta er auðvitað áfellisdómur finnst mér yfir stjórnsýslunni í bankanum að þessu leyti. Það er alveg vafalaust í mínum huga.“

Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöldi. Jón Steindór lagði í fyrra fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem hann fór fram á að fá upplýsingar um ráðstöfun neyðarlánsins sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, upplýsingar um hvernig ákvörðun um lánið var veitt og hvernig innheimtur af láninu voru.

Í svari sínu við fyrirspurninni beindi forsætisráðherra því til Seðlabanka Íslands að hann myndi óska eftir upplýsingum um þá ráðstöfun frá Kaupþingi ehf., slitabúi hins fallna banka.

Skýrsla Seðlabankans um veitingu lánsins var síðan birt í fyrradag.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti gærdagsins hér að neðan:


Í skýrslunni kemur skýrt fram að ekki hafi verið unnið í samræmi við bankastjórnarsamþykkt um veitingu þrautarvaralána, sem hafði verið sett í apríl 2008, þegar neyðarlánið var veitt. Þar er einnig staðfest að engin formleg lánabeiðni hafi legið fyrir í seðlabankanum, að lánið hafi verið greitt út áður en gengið var frá lánapappírum og formlegum veðtökugögnum.

Jón Steindór segir að þrátt fyrir að reynt sé að sýna því skilning að ákvarðanirnar hafi verið teknar við mjög óvenjulegar aðstæður, í miðju fjármálahruni, þá séu svona vinnubrögð ekki boðleg. „Það réttlætir það ekki að menn geri það með þessum hætti. Að það sé nánast ekki til nein skjölun af neinu tagi á beiðnum, á hinni formlegu ákvörðun, með hvaða skilyrðum og svo framvegis. Jafnvel þótt menn séu í miklum flýti og undir gríðarlegri pressu þá á stofnun eins og Seðlabankinn skilyrðislaust að hafa þannig verklag og ferla að það standist slíkt álag en sé samt gert með réttum og formlegum hætti.“

Auglýsing
Skýrslan var rúm fjögur ár í vinnslu, en tilkynnt var um gerð hennar í febrúar 2015. Rúmlega tíu og hálft ár er liðið frá því að neyðarlánið var veitt. Í formála skýrslunnar segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri að meðal þess sem hafi tafið skýrslugerðina sé að reynt hafi „verið að fylgja þeirri meginreglu í starfi Seðlabankans á undanförnum árum að úrlausnarefni nútíðar og framtíðar hafi forgang umfram málefni fortíðarinnar.“  

Jón Steindór segir að sér finnist það heldur ekki boðleg skýring.„Þarna var um að tefla þvílíka hagsmuni og þvílíka fjármuni að menn hljóta að vilja læra sem hraðast af fortíðinni til þess að menn geri ekki sömu mistökin í framtíðinni. Það er ansi stór tímateygja þegar þú ert komin tíu ár frá atburðum þangað til að þú ætlar að fara að læra af þeim. Þá getur maður spurt sig hvað hefði getað gerst eða hvað hefði gerst í millitíðinni.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent