Neyðarlánaskýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans

Þingmaðurinn sem lagði fram fyrirspurn um ráðstöfun, innheimtur og ákvörðunartöku vegna veitingu neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings fyrir rúmum áratug segir að vinnubrögð Seðlabankans í málinu hafi ekki verið boðleg.

Jón Steindór Valdimarsson í 21 28. maí klippa 1
Auglýsing

„Þetta er auðvitað áfellisdómur finnst mér yfir stjórnsýslunni í bankanum að þessu leyti. Það er alveg vafalaust í mínum huga.“

Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöldi. Jón Steindór lagði í fyrra fram fyrirspurn til forsætisráðherra þar sem hann fór fram á að fá upplýsingar um ráðstöfun neyðarlánsins sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi í október 2008, upplýsingar um hvernig ákvörðun um lánið var veitt og hvernig innheimtur af láninu voru.

Í svari sínu við fyrirspurninni beindi forsætisráðherra því til Seðlabanka Íslands að hann myndi óska eftir upplýsingum um þá ráðstöfun frá Kaupþingi ehf., slitabúi hins fallna banka.

Skýrsla Seðlabankans um veitingu lánsins var síðan birt í fyrradag.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti gærdagsins hér að neðan:


Í skýrslunni kemur skýrt fram að ekki hafi verið unnið í samræmi við bankastjórnarsamþykkt um veitingu þrautarvaralána, sem hafði verið sett í apríl 2008, þegar neyðarlánið var veitt. Þar er einnig staðfest að engin formleg lánabeiðni hafi legið fyrir í seðlabankanum, að lánið hafi verið greitt út áður en gengið var frá lánapappírum og formlegum veðtökugögnum.

Jón Steindór segir að þrátt fyrir að reynt sé að sýna því skilning að ákvarðanirnar hafi verið teknar við mjög óvenjulegar aðstæður, í miðju fjármálahruni, þá séu svona vinnubrögð ekki boðleg. „Það réttlætir það ekki að menn geri það með þessum hætti. Að það sé nánast ekki til nein skjölun af neinu tagi á beiðnum, á hinni formlegu ákvörðun, með hvaða skilyrðum og svo framvegis. Jafnvel þótt menn séu í miklum flýti og undir gríðarlegri pressu þá á stofnun eins og Seðlabankinn skilyrðislaust að hafa þannig verklag og ferla að það standist slíkt álag en sé samt gert með réttum og formlegum hætti.“

Auglýsing
Skýrslan var rúm fjögur ár í vinnslu, en tilkynnt var um gerð hennar í febrúar 2015. Rúmlega tíu og hálft ár er liðið frá því að neyðarlánið var veitt. Í formála skýrslunnar segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri að meðal þess sem hafi tafið skýrslugerðina sé að reynt hafi „verið að fylgja þeirri meginreglu í starfi Seðlabankans á undanförnum árum að úrlausnarefni nútíðar og framtíðar hafi forgang umfram málefni fortíðarinnar.“  

Jón Steindór segir að sér finnist það heldur ekki boðleg skýring.„Þarna var um að tefla þvílíka hagsmuni og þvílíka fjármuni að menn hljóta að vilja læra sem hraðast af fortíðinni til þess að menn geri ekki sömu mistökin í framtíðinni. Það er ansi stór tímateygja þegar þú ert komin tíu ár frá atburðum þangað til að þú ætlar að fara að læra af þeim. Þá getur maður spurt sig hvað hefði getað gerst eða hvað hefði gerst í millitíðinni.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent