Sterkjum verkjalyfjum smyglað til landsins af íslenskum fíkniefnasölum

Í áhættumatsskýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er fjallað undirheimana á Íslandi og vaxandi ógn af skipulagðri glæpastarfsemi.

Fíkniefni - Pexels
Auglýsing

Í nýrri áhættu­mats­skýrslu grein­ing­ar­deildar Rík­is­lög­reglu­stjóra segir að vitað sé til þess að íslenskir fíkni­efna­salar stundi það sér­stak­lega að smygla inn sterkum verkja­lyfjum frá Spáni til að selja fíkl­u­m. 

Meg­in­nið­ur­staða skýrslu grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra er sú að áhætta vegna helstu brota­flokka skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi á Íslandi fari enn vax­andi. Sam­kvæmt áhættu­lík­ani

lög­gæslu­á­ætl­unar er nið­ur­staðan „gíf­ur­leg áhætta“ við mat á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, en það er efsta stig áhættu sam­kvæmt skil­grein­ingu.

Í skýrsl­unni segir að fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar bendi ekki til þess, að vand­inn hvað varðar neyslu á sterkum verkja­lyfj­um, fari minnk­andi. „Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar benda ekki til þess að umfang vand­ans fari minnk­andi á Íslandi, þvert á móti líkt og fram kemur í upp­lýs­ingum emb­ættis land­lækn­is. Lög­reglu er kunn­ugt um að umfangs­miklir íslenskir fíkni­efna­salar komi að inn­flutn­ingi á sterkum verkja­lyfjum sem flutt eru til lands­ins oft frá Spáni og með lög­legum hætti þ.e. ein­stak­lingur er  feng­inn til að halda til útlanda í þeim til­gangi einum að kaupa sterk verkja­lyf, sem við­kom­andi má síðan hafa með sér í til­teknu magni til Íslands. Þegar heim er komið afhendir „ferða­mað­ur­inn“ lyfin sem síðan eru seld á svörtum mark­að­i,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Fjallað var ítar­lega um hvernig fíkni­vandi hefur verið að breiða úr sér af ógn­ar­hraða í Banda­ríkj­unum og Kana­da, og víðar á Vest­ur­lönd­um, í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans á föstu­dag­inn

Þró­unin á Íslandi hefur um margt verið svip­uð, þar sem dauðs­föll ung­menna, vegna neyslu á sterkum verkja­lyfj­um, hafa verið tíð. 

Í skýrsl­unni segir að sala á efn­unum fari ekki síst fram á Face­book. „Neysla sterkra verkja­lyfja sem inni­halda ópíuma­fleiður hefur kostað tugi manna lífið hér á landi á síð­ustu árum. Borið hefur á miklu fram­boði á sterkum verkja­lyfjum á síð­ustu miss­er­um. Í lok­uðum hópum á Face­book fer fram sala og dreif­ing á lyf­seð­ils­skyldum lyfjum sem í hluta til­vika hefur verið ávísað af íslenskum lækn­um. Sumir hópanna telja þús­undir ein­stak­linga. Sterk verkja­lyf finn­ast í póst­send­ing­um. Toll­stjóri leggur reglu­lega hald á sterk verkja­lyf sem reynt er að smygla til lands­ins. Aukin neysla sterkra verkja­lyfja er sam­fé­lagsógn sem valdið hefur hörm­ungum og dauða víða á Vest­ur­lönd­um. Í Banda­ríkj­unum og Kanada er talað um „far­ald­ur“ í þessu sam­hengi og algengt er að neyt­endur taki að nota heróín í stað verkja­lyfja sökum kostn­aðar og aðgengi­leika. Aðgerðir og inn­grip stjórn­valda til skaða­minnk­unar eru stöðugt til umræðu í þessum tveimur lönd­um. Við­brögð stjórn­valda á Íslandi hafa falist í tak­mörk­unum á aðgengi og hertu eft­ir­liti með ávís­unum lyfja, skipun starfs­hópa og breyt­ingum á reglu­gerð­u­m,“ segir í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent