Sterkjum verkjalyfjum smyglað til landsins af íslenskum fíkniefnasölum

Í áhættumatsskýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er fjallað undirheimana á Íslandi og vaxandi ógn af skipulagðri glæpastarfsemi.

Fíkniefni - Pexels
Auglýsing

Í nýrri áhættu­mats­skýrslu grein­ing­ar­deildar Rík­is­lög­reglu­stjóra segir að vitað sé til þess að íslenskir fíkni­efna­salar stundi það sér­stak­lega að smygla inn sterkum verkja­lyfjum frá Spáni til að selja fíkl­u­m. 

Meg­in­nið­ur­staða skýrslu grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra er sú að áhætta vegna helstu brota­flokka skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi á Íslandi fari enn vax­andi. Sam­kvæmt áhættu­lík­ani

lög­gæslu­á­ætl­unar er nið­ur­staðan „gíf­ur­leg áhætta“ við mat á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, en það er efsta stig áhættu sam­kvæmt skil­grein­ingu.

Í skýrsl­unni segir að fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar bendi ekki til þess, að vand­inn hvað varðar neyslu á sterkum verkja­lyfj­um, fari minnk­andi. „Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar benda ekki til þess að umfang vand­ans fari minnk­andi á Íslandi, þvert á móti líkt og fram kemur í upp­lýs­ingum emb­ættis land­lækn­is. Lög­reglu er kunn­ugt um að umfangs­miklir íslenskir fíkni­efna­salar komi að inn­flutn­ingi á sterkum verkja­lyfjum sem flutt eru til lands­ins oft frá Spáni og með lög­legum hætti þ.e. ein­stak­lingur er  feng­inn til að halda til útlanda í þeim til­gangi einum að kaupa sterk verkja­lyf, sem við­kom­andi má síðan hafa með sér í til­teknu magni til Íslands. Þegar heim er komið afhendir „ferða­mað­ur­inn“ lyfin sem síðan eru seld á svörtum mark­að­i,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Fjallað var ítar­lega um hvernig fíkni­vandi hefur verið að breiða úr sér af ógn­ar­hraða í Banda­ríkj­unum og Kana­da, og víðar á Vest­ur­lönd­um, í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans á föstu­dag­inn

Þró­unin á Íslandi hefur um margt verið svip­uð, þar sem dauðs­föll ung­menna, vegna neyslu á sterkum verkja­lyfj­um, hafa verið tíð. 

Í skýrsl­unni segir að sala á efn­unum fari ekki síst fram á Face­book. „Neysla sterkra verkja­lyfja sem inni­halda ópíuma­fleiður hefur kostað tugi manna lífið hér á landi á síð­ustu árum. Borið hefur á miklu fram­boði á sterkum verkja­lyfjum á síð­ustu miss­er­um. Í lok­uðum hópum á Face­book fer fram sala og dreif­ing á lyf­seð­ils­skyldum lyfjum sem í hluta til­vika hefur verið ávísað af íslenskum lækn­um. Sumir hópanna telja þús­undir ein­stak­linga. Sterk verkja­lyf finn­ast í póst­send­ing­um. Toll­stjóri leggur reglu­lega hald á sterk verkja­lyf sem reynt er að smygla til lands­ins. Aukin neysla sterkra verkja­lyfja er sam­fé­lagsógn sem valdið hefur hörm­ungum og dauða víða á Vest­ur­lönd­um. Í Banda­ríkj­unum og Kanada er talað um „far­ald­ur“ í þessu sam­hengi og algengt er að neyt­endur taki að nota heróín í stað verkja­lyfja sökum kostn­aðar og aðgengi­leika. Aðgerðir og inn­grip stjórn­valda til skaða­minnk­unar eru stöðugt til umræðu í þessum tveimur lönd­um. Við­brögð stjórn­valda á Íslandi hafa falist í tak­mörk­unum á aðgengi og hertu eft­ir­liti með ávís­unum lyfja, skipun starfs­hópa og breyt­ingum á reglu­gerð­u­m,“ segir í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent