Sterkjum verkjalyfjum smyglað til landsins af íslenskum fíkniefnasölum

Í áhættumatsskýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er fjallað undirheimana á Íslandi og vaxandi ógn af skipulagðri glæpastarfsemi.

Fíkniefni - Pexels
Auglýsing

Í nýrri áhættu­mats­skýrslu grein­ing­ar­deildar Rík­is­lög­reglu­stjóra segir að vitað sé til þess að íslenskir fíkni­efna­salar stundi það sér­stak­lega að smygla inn sterkum verkja­lyfjum frá Spáni til að selja fíkl­u­m. 

Meg­in­nið­ur­staða skýrslu grein­ing­ar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra er sú að áhætta vegna helstu brota­flokka skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi á Íslandi fari enn vax­andi. Sam­kvæmt áhættu­lík­ani

lög­gæslu­á­ætl­unar er nið­ur­staðan „gíf­ur­leg áhætta“ við mat á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, en það er efsta stig áhættu sam­kvæmt skil­grein­ingu.

Í skýrsl­unni segir að fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar bendi ekki til þess, að vand­inn hvað varðar neyslu á sterkum verkja­lyfj­um, fari minnk­andi. „Fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar benda ekki til þess að umfang vand­ans fari minnk­andi á Íslandi, þvert á móti líkt og fram kemur í upp­lýs­ingum emb­ættis land­lækn­is. Lög­reglu er kunn­ugt um að umfangs­miklir íslenskir fíkni­efna­salar komi að inn­flutn­ingi á sterkum verkja­lyfjum sem flutt eru til lands­ins oft frá Spáni og með lög­legum hætti þ.e. ein­stak­lingur er  feng­inn til að halda til útlanda í þeim til­gangi einum að kaupa sterk verkja­lyf, sem við­kom­andi má síðan hafa með sér í til­teknu magni til Íslands. Þegar heim er komið afhendir „ferða­mað­ur­inn“ lyfin sem síðan eru seld á svörtum mark­að­i,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing

Fjallað var ítar­lega um hvernig fíkni­vandi hefur verið að breiða úr sér af ógn­ar­hraða í Banda­ríkj­unum og Kana­da, og víðar á Vest­ur­lönd­um, í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans á föstu­dag­inn

Þró­unin á Íslandi hefur um margt verið svip­uð, þar sem dauðs­föll ung­menna, vegna neyslu á sterkum verkja­lyfj­um, hafa verið tíð. 

Í skýrsl­unni segir að sala á efn­unum fari ekki síst fram á Face­book. „Neysla sterkra verkja­lyfja sem inni­halda ópíuma­fleiður hefur kostað tugi manna lífið hér á landi á síð­ustu árum. Borið hefur á miklu fram­boði á sterkum verkja­lyfjum á síð­ustu miss­er­um. Í lok­uðum hópum á Face­book fer fram sala og dreif­ing á lyf­seð­ils­skyldum lyfjum sem í hluta til­vika hefur verið ávísað af íslenskum lækn­um. Sumir hópanna telja þús­undir ein­stak­linga. Sterk verkja­lyf finn­ast í póst­send­ing­um. Toll­stjóri leggur reglu­lega hald á sterk verkja­lyf sem reynt er að smygla til lands­ins. Aukin neysla sterkra verkja­lyfja er sam­fé­lagsógn sem valdið hefur hörm­ungum og dauða víða á Vest­ur­lönd­um. Í Banda­ríkj­unum og Kanada er talað um „far­ald­ur“ í þessu sam­hengi og algengt er að neyt­endur taki að nota heróín í stað verkja­lyfja sökum kostn­aðar og aðgengi­leika. Aðgerðir og inn­grip stjórn­valda til skaða­minnk­unar eru stöðugt til umræðu í þessum tveimur lönd­um. Við­brögð stjórn­valda á Íslandi hafa falist í tak­mörk­unum á aðgengi og hertu eft­ir­liti með ávís­unum lyfja, skipun starfs­hópa og breyt­ingum á reglu­gerð­u­m,“ segir í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent