Mynd: 123rf.com Ópíóðafaraldur
Mynd: 123rf.com

Fíknivandinn breiðir úr sér

Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma. Fjölskyldur standa eftir örmagna af sorg. En hvað er til bragðs að taka? Hvernig er hægt að vinna gegn þessum vágesti í samfélagi okkar?

Stríð gegn fíkni­efnum er póli­tískt hug­tak. Það varð fyrst til - í það minnsta í stjórn­mála­um­ræðu í Banda­ríkj­unum - á tíma Ric­hard Nixon, sem var for­seti Banda­ríkj­anna frá 1968 til 1974, þegar hann sagði af sér eftir Watergate hneykslið. Stjórn hans lagði mikla áherslu á að fíkni­efni væru sam­fé­lags­legt böl. Flestir geta tekið undir það, en hvar rót vand­ans liggur og hvernig á að takast á við hann, er síðan annað mál. 

Á Íslandi eins og ann­ars staðar er háð stríð gegn fíkni­vanda alla daga. Fjöl­skyldur standa eftir örmagna á sál og lík­ama. Ótíma­bær dauðs­föll vegna of stórs skammts fíkni­efna eru alþjóð­legt vanda­mál þessi miss­erin og hefur aukn­ingin í Banda­ríkj­unum ekki síst vakið óhug.Frá árinu 2012 hefur aukn­ing dauðs­falla vegna of stórs skammts lyfja - bæð­i ópíóða og sterkra ann­arra efna - verið bein­línis slá­andi. Í fyrra lét­ust tæp­lega 80 þús­und manns úr of stórum skammti, en fyrir ára­tug var með­al­talið á ári í Banda­ríkj­unum innan við 15 þús­und dauðs­föll. Verst er staðan á ákveðnum svæðum í mið­ríkj­un­um.

Far­aldurÁ árunum 2013 til og með 2018 hafa tæp­lega 500 þús­und manns dáið úr of stórum skammti af fíkni­efnum í Banda­ríkj­un­um. Þessi tala er orðin svo ískyggi­lega há, að hún er farin að draga niður með­al­tals­lífs­tíma Banda­ríkja­manna, en með­al­lífs­tími hefur lækkað und­an­farin tvö ár.

Í Ohi­o hefur neyð­ar­á­standi verið lýst yfir vegna tíðra dauðs­falla og veik­inda fíkla. Hertar lög­reglu­að­gerðir gegn fíkni­efna­sölum virð­ast ekki vera að bera neinn árangur og þungir dómar og mikið eft­ir­lit lög­reglu, nær ekki að vinna gegn þess­ari ógn­væn­legu þró­un.Borgir Banda­ríkj­anna hafa snúið bökum saman og reynt að miðla upp­lýs­ingum og sam­stilla for­varn­ar- og hjálp­ar­starf, til að reyna að sporna gegn slá­andi aukn­ingu.

Hér má sjá yfirlit yfir haldlögð efni, hjá lögreglu og tollgæslu. Hvað sem því líður, þá hefur eftirspurn eftir læknadópi og sterkum verkjalyfjum, stórlega aukist á undanförnum árum.
Mynd: Skjáskot

Meðal ann­ars hefur neyð­ar­skýlum verið komið upp þar sem fíklar geta fengið lækn­is­að­stoð, en lög­reglan fær að hafa aðgang að þeim skýl­um, ekki síst til að reyna að koma hættu­leg­ustu efn­unum úr umferð. Notkun á neysl­um­rýmum hefur færst í aukana, en það er ekki þannig ennþá að notkun á slíkum rýmum sé almenn. Notkun á slíkum rýmum hefur gef­ist vel í Seatt­le, þar sem fyrstu neyslu­rýmin voru opnuð meðal borga Banda­ríkj­anna. 

Mál­sóknirUm þessar mundir eru stjórn­völd í Banda­ríkj­unum að láta kné fylgja kviði þegar kemur að einum anga ópíóða­vand­ans. For­stjórar og for­svars­menn lyfja­fyr­ir­tækja eru nú til rann­sókn­ar, og hafa sumir hverjir verið sak­sótt­ir. Þar á meðal er for­stjóri Pur­due Pharma sem fram­­leiðir verkja­lyfið OxyCont­in, en stór hluti þeirra sem hefur látið lífið úr of stórum skammti hefur sótt í það lyf.

Þróun dauðsfalla vegna ofneyslu lyfja í Bandaríkjunum
mynd: Skjáskot

For­stjór­inn Craig Landau ját­aði það í vik­unni, í við­tali við Was­hington Post, að P­ur­du­e P­harma væri nú alvar­lega að íhuga að gefa fyr­ir­tækið upp til skipta og hætta allri starf­semi. Ástæðan er meðal ann­ars meira en þús­und mál­sóknir á hendur fyr­ir­tæk­inu, frá borgum og sýslum Banda­ríkj­anna, sem hafa þurft að glíma við afleið­ingar af far­aldr­in­um. Landau ­sagði það ekki ljóst enn, hvernig fyr­ir­tækið myndi koma út úr þeim mál­sóknum sem væru fram und­an. En það segir sína sögu að þessi lyfj­arisi í Banda­ríkj­unum sé að hugsa um að hætta allri starf­semi.Í ofaná­lag bæt­ast síðan mál­sóknir aðstand­enda fíkla og lát­inna, en í mörgum til­vikum áttu þeir sem lét­ust ekki mikla sögu af óreglu áður en fíknin heltók þau. Í sumum til­vikum er um að ræða verkja­lyf sem eru meira en 50 sinnum sterk­ari en mor­fín og heróín. Eftir einn skammt er ein­fald­lega ekki aftur snú­ið.

Dreif­ing þess­ara sterku verkja­lyfja er nú orðin að miklu alþjóð­legu vanda­máli, þó mis­mun­andi miklu eftir svæð­um. Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) hefur sagt að leita þurfi leiða til að hjálpa fíklum að takast á við vanda­mál sín og hefur stofn­unin talað fyrir því að lýð­heilsa sé höfð í fyr­ir­rúmi þegar stefna fyrir mála­flokk­inn er mót­uð. 

Stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem tekst á við skipu­lagða glæp­a­starf­semi, UNDOC, hefur ítrekað talað fyrir því að nálgun á vand­ann sé gjör­breytt. Minna fari fyrir hörku og þungum refs­ing­um, og meira fyrir því að byggja upp heil­brigð­is­þjón­ustu til að hindra dauðs­föll og koma veikum fíklum undir lækn­is­hend­ur.Ákveðin vit­und­ar­vakn­ing hefur átt sér stað und­an­farin miss­eri á alþjóða­vísu, ekki síst vegna hörm­ung­anna í Banda­ríkj­un­um.

Þar eru meira en tvær millj­ónir manna í fang­elsum - hæsta hlut­fall af íbúum meðal vest­rænna þjóða - og meira en 60 pró­sent þeirra hafa gerst brot­legir við fíkni­efna­lög­gjöf­ina. Þrátt fyrir allt þá verða vanda­málin dýpri og ill­við­ráð­an­legri, ár frá ári, og hið svarta hag­kerfi fíkni­efna stækkar stöðugt. Ekki sést glitta í árangur af þeirri stefnu sem rekin hefur verið - undir póli­tískum áhrifum frá Nixon forð­um.

Hvernig er vand­inn á Íslandi?Þó Ísland sé lítið eyríki og búi að því að vera með landa­mæri sem eru auð­veld­ari viður­eignar en mörg önnur ríki - þar sem sjór umlykur landið - þá er vel hægt að halda því fram að vandi sem teng­ist fíkni­efnum á Íslandi sé ógn­væn­legur þessi miss­er­in.

Tíð dauðs­föll, ekki síst vegna of stórra skammta af verkja­lyfjum og við­líka efn­um, hafa skilið eftir sig sár sem gróa aldrei í fjöl­mörgum fjöl­skyld­um.

Í fyrra lét­ust í það minnsta 29 ungir ein­stak­ling­ar, undir fer­tugu, vegna of stórs skammts fíkni­efna.Þetta er hátt hlut­fall, í alþjóð­legum sam­an­burði og veru­legt áhyggju­efni að sama mynstur sést og víða má nú greina í Banda­ríkj­un­um, þó þar sé um djúp­stæð­ari vanda að ræða.

Vanda­málin geta hins vegar magn­ast upp og reynslan hefur sýnt að þrátt fyrir vel skipu­lagt starf lög­reglu - og góðan vilja og lag­ara­mma sem er ætlað að sporna gegn vanda sem tengj­ast fíkni­efnum - þá tekst með engu móti að hindra að fíkni­efni kom­ist í umferð til þeirra sem eru háðir þeim, eða þeirra sem vilja neyta þeirra. 

Tölur á blaði

Síðan segja tölur um hald­lögð efni litla sögu. Nokkuð stöðugt hefur verið und­an­farin hversu mikið magn lög­regla og toll­gæsla ná að leggja halda á. Þetta stendur ekki í sam­hengi við miklar breyt­ingar sem orðið hafa á íslensku sam­fé­lagi á und­an­förnum árum.

Á sama tíma og ferða­mönnum fjölg­aði fimm­falt, úr 450 þús­und í 2,3 millj­ónir árlega, og mik­ill þróttur var í efna­hags­líf­inu, þá var ekki lagt hald á mun meira af efn­um.

Til þess að sporna við fíkni­efna­vanda, ekki síst hjá ungum fíklum, hafa stjórn­völd heitið meiri heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir fíkla, meðal ann­ars með áherslu á að opna heil­brigð­is­kerfið meira fyrir fíklum, reyna að ná til þeirra með lækn­is­þjón­ustu, áður en það verður of seint.

Þetta er raunar sami boð­skapur og SÁÁ hefur talað fyrir um ára­bil, en oft hefur verið tog­streita milli SÁÁ og stjórn­valda, ekki síst þegar kemur að fjár­veit­ingum til með­ferð­ar­starfs.

Í fyrra fjölg­aði inn­lögnum á Vogi en þær voru 2.275 sam­tals. Það gerir á bil­inu 6 til 7 á degi hverj­um. Á árinu 2017 voru inn­lagn­irnar 2.219. Í upp­lýs­ingum sem SÁÁ hefur sent frá sér, meðal ann­ars grein­ar­gerð um starf­sem­ina, má glögg­lega sjá að engin merki sjást um það að vanda­mál vegna fíkni­vanda í sam­fé­lag­inu séu að minnka.

Þvert á móti eru flestar tölur á þann veg, að vand­inn hefur frekar auk­ist og hin ógn­væn­lega þróun vegna ópíóða­fíknar og auk­innar neyslu á sterkum verkja­lyfum - sem hefur drepið meira en tutt­ugu ung­menni á innan við ári - bendir til þess að þörf sé á mun umfangs­meiri aðgerðum heldur en nú hefur verið gripið til. 

Þar helst er að efla heil­brigð­is­þjón­ustu við fíkni­sjúka. Reynslan af lækn­is­með­ferðum og lyfja­gjöf við fíkni­vanda -, er á heild­ina litið góð, þó oft séu brotala­mir og erf­ið­leikar hjá sjúk­lingum við að ná bata.

Í grein­ar­gerð SÁÁ um starf­sem­ina er sér­stak­lega vikið að þessu, og þá meðal ann­ars göngu­deild­um, sem hafa verið hluti af starf­sem­inni síðan 1978. Ein­hverra hluta vegna hefur sá hluti með­ferð­ar­vinn­unnar með sjúk­ling­um, sem er lyk­il­at­riði í bata­ferli sjúk­linga, ekki verið fjár­magn­aður af hinu opin­bera. Þess vegna lendir hann undir nið­ur­skurð­ar­hníf, þegar for­gangs­raða þarf of fáum krónum og aur­um, líkt og gerð­ist á Akur­eyri á dög­um, þegar göngu­deild var aflögð. 

130 ein­stak­lingar eru á við­halds­með­ferðEitt af því sem hefur reynst vel á Íslandi, við ópíóða­far­aldr­in­um, er gagn­reynd lyfja­með­ferð við alvar­legri ópíóíða­fíkn. Það er tíma­frek með­ferð undir eft­ir­liti lækna. Um 130 ein­stak­lingar eru í því sem kallað er við­halds­með­ferð, sem hefst á Vogi, en lýkur á göngu­deild.

Hún fækkar dauðs­föll­um, minnkar skaða og leiðir til bata vegna alvar­legrar fíknar í sterk verkja­lyf.

Flestir sjúk­linga hafa sprautað lyfj­unum í æð og/eða haft alvar­legar afleið­ingar af lyfja­neysl­unni. Lyfin sem notuð eru til við­halds­með­ferðar eru mixt met­hadone og t. bupren­orp­hine/na­loxo­ne, að því er kemur fram hjá SÁÁ.Náin eft­ir­fylgd er með lyfja­töku og vímu­efna­neyslu.Tekin er ákvörðun um þvagpruf­ur, aðlögun að skammti eða nið­ur­tröppun í reglu­legum við­tölum við lækni, og því má segja að um sam­vinnu­verk­efni sjúk­lings og læknis sé að ræða.Nákvæm taln­ing og skrá er yfir hverja töflu sem afhent er og mikil vinna vegna eft­ir­rit­un­ar­skyldu frá Lyfja­stofnun og upp­lýs­inga til Sjúkra­trygg­inga Íslands sem greiða lyf­in.Ráð­gjafar og hjúkr­un­ar­fólk taka sýnin eftir ákveðnum fyr­ir­mynd­um, hjúkr­un­ar­vakt vinnur rann­sókn­ina og les svör­in, rit­arar skrá nið­ur­stöður í sjúkra­skrá, læknar bregð­ast við nið­ur­stöðum og ræða við ein­stak­ling­inn eftir því sem við á.

Innlögnum á Vog fjölgaði í fyrra.
Mynd: Úr safni

Lækn­is­með­ferð og eft­ir­fylgd Inn­grip er alla daga ef bregð­ast þarf við frá­vik­um, falli í neyslu, veik­indum o.fl., oft­ast í við­tölum á göngu­deild Vogs.Fyrir suma er með­ferðin ein­göngu skaða­minnkandi, t.d. hjá fólki í sífelldri hættu­legri neyslu eða með vit­ræna skerð­ingu. Und­ir­búin við­töl við lækna eru á þriðju­dög­um, önnur við­töl eru bókuð á lækna eftir atvik­um. Lyf­seðlar fara raf­rænt í lyfja­gátt en leyst úr þeim ein­göngu á hjúkr­un­ar­vakt Vogs, lyfja­af­hend­ingar og sam­töl þar eru yfir 7000 á ári. Flett er upp í lyfja­gagna­grunni land­læknis varð­andi önnur lyf ein­stak­lings­ins, en almennt eru ekki gefin ávana­bind­andi lyf með við­halds­með­ferð.Ein­stak­lingur á við­halds­með­ferð er í upp­hafi í annarri með­ferð við fíkni­sjúk­dómnum hjá SÁÁ og einnig á stundum hjá LSH en góð sam­vinna er á milli sjúkra­hús­anna um þessa sér­hæfðu með­ferð.  Hluti karl­mann­anna hefja batann á með­ferð­ar­heim­il­inu Vin, sam­vinnu­verk­efni sem rekið er af SÁÁ. Þeir eru gjarnan þar í allt að átján mán­uði og fá mikla með­ferð á göngu­deild Vogs sam­hliða.Áhrifin af neyslu hjá sjúk­lingi sem er á þessum stað, eru lang­vinn og stundum var­an­leg. En með mik­illi eft­ir­fylgni og nákvæmri vinnu lækna og heil­brigð­is­starfs­fólks, með sjúk­lingn­um, þá er ljós við enda gang­anna og því betur mörg dæmi um að fíklar nái bata og haldi áfram með líf­ið, þrátt fyrir að sorg­ar­sög­urnar séu einnig marg­ar.

Lang­hlaup

Í ítar­legri skýrslu UNODC, stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna sem vinnur gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­semi, er fjallað um fíkni­efna­mark­að­inn. Í skýrsl­unni er byggt á frum­gögnum frá lög­reglu­emb­ættum aðild­ar­ríkja, og einnig öðrum stofn­unum sem búa yfir upp­lýs­ingum um fíkni­efna­mark­að­inn í hverju landi.

Í upp­hafi skýrsl­unni, fyrir árið 2017, segir að talið sé að um 250 millj­ónir manna - og um 5 pró­sent af öllum full­orðnum í heim­inum - hafi neytt fíkni­efna í það minnsta einu sinni á ári. Það sem veldur síðan miklum áhyggj­um, að mati UNODC, er að meira en 30 millj­ónir manna glíma við mik­inn vanda vegna neyslu fíkni­efna. Þessi hópur er að stækka og umfang fíkni­efna­við­skipta - bæði svo­nefndra nátt­úru­lega efna (kanna­bis, kóka­ín), verk­smiðju­fram­leiddra (am­fetamín, LSD, osvfr­v.) og síðan verkja­lyfja - vex stöðugt.

Yuri Fedotov, fram­kvæmda­stjóri UNODC og rit­stjóri World Drug Report, segir í inn­gangi skýrsl­unnar að árlega sé áætlað að um 190 þús­und manns deyi vegna ópíóða og of stórs skammts. Hann ítrekar að miklu meira þurfi að gera til aðstoða fíkla og þar verði heil­brigð­is­starfs­fólk að vera í fram­varð­ar­sveit­inni. Það sé fólkið sem geti tekið á vanda­mál­un­um, fremur en nokkur ann­ar. Þá segir hann einnig að það sem mestu skipti sé að virða það, að um lang­hlaup sé að ræða sem krefj­ist alþjóð­legrar sam­vinnu og heil­inda.

Mannúð og sérfræðiaðstoð Frú Ragnheiðar

Frú Ragnheiður er verkefni sem rekið er af Rauða Krossinum og byggir á skaðaminnkandi nálgun á vandamálum þeirra sem þangað leita. Reynslan til þessa er talin vera afar góð.

Verkefni er starfrækt með því að bílnum Frú Ragnheiði er ekið á milli ákveðinna staða þar sem hann stoppar um stund á hverjum stað.

Í bílnum er jaðarhópum, svo sem útigangsfólki og fíklum, boðið upp á almenna heilsuvernd og ráðgjöf, án þess að einstaklingurinn sé dæmdur fyrir lífsstíl sinn.Útgangspunkturinn er hin svonefnda skaðaminnkun, sem gengur út á að aðstoða fólk frekar en að dæma það eða koma því í fangelsi, jafnvel þó það sé augljóslega í neyslu fíkniefna.

Með því að nálgast fólkið með mannúðlegum hætti, er hægt að draga úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa sem sækja í Frú Ragnheiði, t.d. sýkingum í sárum og útbreiðslu lifrarbólgu C og HIV, með því að auðvelda þeim aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum og almennri fræðslu um skaðaminnkun. Með einföldum úrræðum er hægt að draga verulega úr skaðsemi lifnaðarhátta og draga úr þörf á dýrari úrræðum seinna meir í heilbrigðiskerfinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar