Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út

Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.

bláa lónið 3.8.2017
Auglýsing

Jarðvarmi slhf, félag í eigu 14 íslenska lífeyrissjóð, keypti í dag hlut Innergex í HS Orku á 299,9 milljónir dali, eða 37,3 milljarða króna á núvirði. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Innergex til kanadísku kauphallarinnar í dag.

Innergex hefur þar með selt sænsku félagið Magma Sweden til Jarðvarma en Magma á 53,9 prósent hlut í félaginu. Með varð Jarðvarmi eigandi allra hluta í HS Orku, eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu eftir að hafa gengið inn í sölu á hlut fjárfestingarsjóðsins ORK fyrr á þessu ári. Samanlagt greiddi Jarðvarmi 47 milljarða króna fyrir hlutina, en þeir nema 66,6 prósent af útgefnu hlutafé í HS Orku. Jarðvarmi var að nýta kauprétt sinn á hlutum í HS Orku en félagið átti áður 33,4 prósent hlut.

Í kjölfarið  seldi Jarðvarmi síðan helming hlutafjár í HS orku til breska sjóðsstýringarfyrirtækisins Ancala Partners, sem sérhæfir sig í innviðafjárfestingum í Evrópu og er að stóru leyti fjármagnað af breskum lífeyrissjóðum. Áður en að það var gert tók Jarðvarmi þó 30 prósent hlut HS Orku í Bláa lóninu út úr orkufyrirtæki og seldi til nýs félags í eigu íslenskra lífeyrissjóða, Blávarma slhf, á 15 milljarða króna. Miðað við það verð er heildarvirði Bláa lónsins 50 milljarðar króna.

Auglýsing

Telja spennandi tíma framundan

Í fréttatilkynningu er haft eftir Davíð Rúdólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, að með viðskiptunum skapist stöðugleiki um eignarhald HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í.“

Lee Mellor, einn meðeiganda Ancala Partners, segir að í rekstri HS Orku deili Ancala og Jarðvarmi sameiginlegri hugmyndafræði þar sem áhersla er lögð á stuðning við stjórnendur, frekari fjárfestingar og samstarf til langs tíma. „HS Orka er ákjósanlegur grunnur til að vinna að frekari verkefnum á hinum áhugaverða vettvangi endurnýjanlegrar orku á Íslandi. Við hlökkum til samstarfsins við Jarðvarma og við stjórnendur HS Orku.“

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir að það sé fagnaðarefni að sölunni sé lokið. „Félagið verður í eigu tveggja öflugra og traustra hluthafa sem hafa skýr áform um stuðning við það og uppbyggingu þess til langframa. Jarðvarmi hefur verið hluthafi í félaginu frá árinu 2011 og stutt það afar vel.  Við hlökkum til samstarfs við hluthafana við áframhaldandi uppbyggingu og rekstur félagsins.  Viðskiptin eru enn fremur jákvæður vitnisburður um þróun félagsins og það góða starf sem hæft starfsfólk okkar vinnur.“

Aðkomu Beaty fer að ljúka

Með sölunni á Magma Energy Sweden til Jarðvarma lýkur áratugalangri, og um tíma afar umdeildri, aðkomu Kanadamannsins Ross Beaty og fyrirtækja sem hann hefur komið að að þessu þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins.

Beaty, sem hefur verið stjórnarformaður HS Orku árum saman, leiddi uppkaup sænska skúffufyrirtækisins Magma Energy Sweden á hlutum í HS Orku á árunum 2009 og 2010. Þrátt fyrir mikinn pólitískan mótþróa, og umræður um hvort ríkið gæti gengið inn í kaupin eða komið í veg fyrir þau á annan hátt, þá náði hann að kaupa alls 98,53 prósent hlut í orkufyrirtækinu á alls um 33 milljarða króna.

Miðað við verðmiðann sem er á sölunni til Jarðvarma þá er heildarvirði HS Orku nú um 69 milljarðar króna. Fyrirtækið hefur því reynst ágætis fjárfesting fyrir þá sem keyptu það á sínum tíma.

Fyrirtæki Beaty fór síðan í gegnum sameiningar og endaði undir hatti Innergex, sem gekk frá sölunni á hlut sínum í HS Orku í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar