Kærkomin vaxtalækkun – Frekari vaxtalækkun í pípunum?

Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: Verður gengið enn lengra?

Már Guðmundsson
Auglýsing

Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um lækka meginvexti bankans úr 4,5 prósent í 4 prósent kom fjárfestum ekki mikið á óvart, en greinendur höfðu spáð því að lækkunin yrði ýmist um 0,25 prósentur eða 0,5 prósentur, eins og varð raunin. 

Verðbólga mælist nú 3,3 prósent, en í máli Más Guðmundssonar seðlabanakstjóra, á kynningarfundi vaxtaákvörðunarinnar, kom fram að erlendir seðlabankar hafi í gegnum tíðina getað sveiflað sínum raunstýrivöxtum meira en raunin hefur verið hér á landi en staðan nú væri breytt miðað við það sem áður hefur verið. 

Þannig hafa raunvextir oft verið neikvæðir, tímabundið, á erlendum mörkuðum. Greiningardeild Arion banka, sem spáði lækkun meginvaxta niður í 4 prósent, segir í greiningu sinni á vaxtaákvörðuninni að túlka megi orð Más um vaxtahorfurnar á þá leið, að vextir gætu lækkað enn meira. „Því má túlka orð bankastjórans á þá leið að þegar verðbólguvæntingar eru tryggari, þá geta seðlabankar brugðist við efnahagsþrengingum með vaxtalækkunum sem jafnvel leiða til neikvæðra stýrivaxta. Það gæti orðið raunin nú þó full snemmt sé að svara þeirri spurningu. Aftur á móti ef krónan helst stöðug, efnahagsumsvif minnka, verðbólga fer ekki úr böndunum og kjölfesta verðbólguvæntinga heldur, þykir okkur alls ekki ólíklegt að sjá tímabundið neikvæða raunstýrivexti,“ segir í greiningunni

Auglýsing

Útflutningur dregst nú saman, og það hefur víðtæk áhrif.

Erfiðleikar eftir uppgang

Í Peningamálum Seðlabanka Íslands birtist allt önnur mynd af stöðu mála í hagkerfinu en hefur verið uppi undanfarin ár. Samkvæmt bráðabirgartölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur í fyrra 4,6 prósen, en spá Seðlabankans nú gerir ráð fyrir að samdráttur verði í landsframleiðslu um 0,4 prósent. 

Ástæðan er fyrst og fremst almennur efnahagslegur samdráttur eftir fall WOW air og samdrátt í ferðaþjónustu, en gert er ráð fyrir því í spánni sem birtist í Peningamálum að ferðamönnum muni fækka um 10 prósent á þessu ári, miðað við í fyrra. Það er nokkuð minni samdráttur en aðrir greinendur á markaði hafa reiknað með, en spár hafa gert ráð fyrir á bilinu 15 til 18 prósent samdrætti á þessu ári. 

Vinnumarkaðurinn hefur vaxið mikið. Í fyrra fór hann úr 201.100 störfum, í 207.600 störf.

Útlit er fyrir að árið 2019 verði tímamótaár í einu tilliti. Ef spár ganga eftir þá verður í fyrsta skipti frá árinu 2006 samdráttur í útflutningi. Samdrátturinn verður um 3,7 prósent, samkvæmt spá bankans. 

Það er ekki aðeins samdráttur í ferðaþjónustu heldur einnig í sjávarútvegi, þar sem loðnubrestur vegur þungt. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur verðmæti loðnuafla verið á bilinu 18 til 30 milljarðar á ári, á undanförnum áratug. 

Spáin gerir einnig ráð fyrir að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni og að störfum fækki í hagkerfinu á næstu mánuðum. Í ítarlegri kynningu Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, var farið yfir helstu atriði, sem til umfjöllunar eru í Peningamálum, sem komu út í dag.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar