Kærkomin vaxtalækkun – Frekari vaxtalækkun í pípunum?

Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: Verður gengið enn lengra?

Már Guðmundsson
Auglýsing

Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um lækka meginvexti bankans úr 4,5 prósent í 4 prósent kom fjárfestum ekki mikið á óvart, en greinendur höfðu spáð því að lækkunin yrði ýmist um 0,25 prósentur eða 0,5 prósentur, eins og varð raunin. 

Verðbólga mælist nú 3,3 prósent, en í máli Más Guðmundssonar seðlabanakstjóra, á kynningarfundi vaxtaákvörðunarinnar, kom fram að erlendir seðlabankar hafi í gegnum tíðina getað sveiflað sínum raunstýrivöxtum meira en raunin hefur verið hér á landi en staðan nú væri breytt miðað við það sem áður hefur verið. 

Þannig hafa raunvextir oft verið neikvæðir, tímabundið, á erlendum mörkuðum. Greiningardeild Arion banka, sem spáði lækkun meginvaxta niður í 4 prósent, segir í greiningu sinni á vaxtaákvörðuninni að túlka megi orð Más um vaxtahorfurnar á þá leið, að vextir gætu lækkað enn meira. „Því má túlka orð bankastjórans á þá leið að þegar verðbólguvæntingar eru tryggari, þá geta seðlabankar brugðist við efnahagsþrengingum með vaxtalækkunum sem jafnvel leiða til neikvæðra stýrivaxta. Það gæti orðið raunin nú þó full snemmt sé að svara þeirri spurningu. Aftur á móti ef krónan helst stöðug, efnahagsumsvif minnka, verðbólga fer ekki úr böndunum og kjölfesta verðbólguvæntinga heldur, þykir okkur alls ekki ólíklegt að sjá tímabundið neikvæða raunstýrivexti,“ segir í greiningunni

Auglýsing

Útflutningur dregst nú saman, og það hefur víðtæk áhrif.

Erfiðleikar eftir uppgang

Í Peningamálum Seðlabanka Íslands birtist allt önnur mynd af stöðu mála í hagkerfinu en hefur verið uppi undanfarin ár. Samkvæmt bráðabirgartölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur í fyrra 4,6 prósen, en spá Seðlabankans nú gerir ráð fyrir að samdráttur verði í landsframleiðslu um 0,4 prósent. 

Ástæðan er fyrst og fremst almennur efnahagslegur samdráttur eftir fall WOW air og samdrátt í ferðaþjónustu, en gert er ráð fyrir því í spánni sem birtist í Peningamálum að ferðamönnum muni fækka um 10 prósent á þessu ári, miðað við í fyrra. Það er nokkuð minni samdráttur en aðrir greinendur á markaði hafa reiknað með, en spár hafa gert ráð fyrir á bilinu 15 til 18 prósent samdrætti á þessu ári. 

Vinnumarkaðurinn hefur vaxið mikið. Í fyrra fór hann úr 201.100 störfum, í 207.600 störf.

Útlit er fyrir að árið 2019 verði tímamótaár í einu tilliti. Ef spár ganga eftir þá verður í fyrsta skipti frá árinu 2006 samdráttur í útflutningi. Samdrátturinn verður um 3,7 prósent, samkvæmt spá bankans. 

Það er ekki aðeins samdráttur í ferðaþjónustu heldur einnig í sjávarútvegi, þar sem loðnubrestur vegur þungt. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur verðmæti loðnuafla verið á bilinu 18 til 30 milljarðar á ári, á undanförnum áratug. 

Spáin gerir einnig ráð fyrir að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni og að störfum fækki í hagkerfinu á næstu mánuðum. Í ítarlegri kynningu Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands, var farið yfir helstu atriði, sem til umfjöllunar eru í Peningamálum, sem komu út í dag.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar