Norsk hagsmunasamtök telja best að Alþingi fresti ákvörðun um þriðja orkupakkann

Nei til EU hafa sent íslenskum fjölmiðlum bréf þar sem fjallað er um þriðja orkupakkann. Þau telja afstöðu og framgöngu utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, mjög vafasama.

rangarvallasysla_14357008609_o.jpg
Auglýsing

Norsku hags­muna­sam­tökin Nei til EU hafa sent fjöl­miðlum bréf þar sem fjallað er um þriðja orku­pakk­ann. Í því segir meðal ann­ars að þau hafi fylgst vel með beina streym­inu frá Alþingi, upp­full af áhuga, og að frá­bært væri ef það tæk­ist að fá ákvörðun í mál­inu frestað. Undir bréfið skrifa þau Morten Harper, rann­sókn­ar- og fræðslu­stjóri Nei til EU, og Kathrine Kleveland, for­maður Nei til EU.

­Miklar umræður hafa skap­ast í kringum inn­leið­ingu þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins, sem lýtur að sam­eig­in­legum orku­mark­aði innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Þing­menn Mið­flokks­ins hafa talað í yfir 100 klukku­stundir á Alþingi um málið og hefur Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­­seti Alþing­is, skorað á þing­­menn að hætta ­mál­þófi um mál­ið. Hann til­­kynnti jafn­­framt í fyrra­dag að starfs­á­ætl­­un ­þings­ins hefði verið felld úr gild­i.

Á vef­síðu fyrr­nefndra sam­taka kemur fram að þau séu þverpóli­tísk sam­tök og á móti ras­isma. Þau berj­ist fyrir norsku full­veldi og sjálf­stæði frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Telja fram­göngu Guð­laugs Þórs vafa­sama

Þá er afstaða og fram­ganga utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, talin vera mjög vafasöm. „Það sæmir ekki utan­rík­is­ráð­herra að tala um stóra flokka og sam­tök í vina­landi á þennan hátt. Mið­flokk­ur­inn er nú sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum þriðji stærsti flokk­ur­inn í Nor­egi og er hann sá flokkur sem náð hefur hvað mestu fylgi á und­an­förnum árum.“

Þau segj­ast vita að norska rík­is­stjórnin hafi beitt íslensku rík­is­stjórn­ina miklum þrýst­ingi. Utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs, Ine Marie Erik­sen Søreide, og for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, Erna Sol­berg, hafi báðar gengið hart fram í mál­inu. Þau í Nei til EU spyrja hvort mál­flutn­ingur utan­rík­is­ráð­herra Íslands end­ur­spegli þrýst­ing­inn frá norsku rík­is­stjórn­inni.

„Norski Hægri flokk­ur­inn er best þekktur fyrir ein­lægan áhuga sinn á ESB-að­ild. Flokks­menn hans eiga enga þá ósk heit­ari en að að tengja Nor­eg, eins mikið og hægt er, við ESB – sem með inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB, inn­limar Noreg (og Ísland) í orku­sam­band ESB. Með því að færa full­veldi Nor­egs í málum eins og fjár­mála­eft­ir­liti og núna orku­málum til ESB, von­ast Hægri flokk­ur­inn sjálf­sagt til að gera EES-­sam­komu­lagið eins líkt ESB-að­ild og mögu­legt er. Er þetta sú þróun sem utan­rík­is­ráð­herra Íslands styð­ur?“ er spurt.

Segja að ekki sé búið að sam­þykkja eða stað­festa norsku fyr­ir­var­ana hjá ESB

Þau telja að það að hafna þriðja orku­pakka ESB sé ekki það sama og að segja upp EES-­samn­ingn­um. Þvert á móti sé það tæki­færi til að nota það svig­rúm til samn­inga sem sam­rým­ist ákvæðum EES-­samn­ings­ins, sem sé það sem öll umræðan snú­ist um. Réttur til að setja fyr­ir­vara sé lög­skip­aður réttur EFTA-land­anna.

„Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, heldur því fram, að ekk­ert bendi til þess að norsku fyr­ir­var­arnir stand­ist ekki. Það er alrangt. Við höfum áður bent á að þegar hefur meiri hluti fyr­ir­var­anna verið afskrif­aðir og þeir dæmdir ónot­hæfir og hinir eru í algjörri óvissu og upp­námi,“ segir í bréf­inu.

Jafn­framt segir að ekki sé búið að sam­þykkja eða stað­festa, á nokkurn hátt, einn ein­asta af hinum norsku fyr­ir­vörum hjá ESB.

Gæti þýtt þörf fyrir end­ur­skoðun á norskum rétt­ar­heim­ildum

Nýverið hafi þau fengið að vita að ESA hafi hafið máls­sókn gegn Nor­egi vegna þeirrar aðferðar sem Nor­egur beitir við úthlutun vatns­orku­leyfa. ESA hafi þegar hafið mál­sókn gegn Íslandi vegna þessa

„Hér er form­legi laga­grund­völlur fyrir þjón­ustutil­skipun ESB. Þetta gæti þýtt þörf fyrir end­ur­skoðun á norskum rétt­ar­heim­ild­um, sem myndu tryggja opin­bert eign­ar­hald á auð­lind­inni. Þetta þýðir einnig að fyr­ir­varar 1 og 2, um þjóð­leg yfir­ráð og opin­bert eign­ar­hald, er brot á ákvæðum EES-­samn­ings­ins.“

Deilur um raf­orku­teng­ingar

Þau fjalla áfram um Guð­laugur Þór í bréf­inu. „Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, vísar einnig í mál­flutn­ingi sínum til þess að norsk stjórn­völd hafi bæði hvatt til og sam­þykkt utan­rík­is­við­skipti í orku­mál­um. Það er í sjálfu sér lauk­rétt. Um er að ræða sæstrengi sem samið var um fyrir til­komu þriðja orku­pakka ESB og fyrir til­komu ACER.“

Þá er bent á að nú séu uppi miklar deilur um það hvort æski­legt sé fyrir Noreg að stofna til nýrra raf­orku­teng­inga. Í raun standi deilan eins og kunn­ugt sé um Nort­hConn­ect­-­streng­inn frá Nor­egi til Skotlands. Þetta mál hafi valdið hörðum deilum milli norsku stjórn­mála­flokk­anna en einnig meðal sam­taka atvinnu­lífs­ins. Helstu rök Nei til EU gegn þessum sæstreng séu þau að inn­leið­ing þriðja orku­pakka ESB í Nor­egi og stofnun ACER skapi veru­lega óvissu um hvort ákvörðun um nýjan streng verði í Nor­egi tekin á þjóð­rétt­an­legum for­send­um, af full­valda ríki, eða ekki. „Þessa þjóð­rétt­ar­legu óvissu viljum við ekki varpa yfir norskt sam­fé­lag. Þess vegna er eina trygga leiðin að hafna inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB í norsk lög,“ segir að lokum í bréf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent