Norsk hagsmunasamtök telja best að Alþingi fresti ákvörðun um þriðja orkupakkann

Nei til EU hafa sent íslenskum fjölmiðlum bréf þar sem fjallað er um þriðja orkupakkann. Þau telja afstöðu og framgöngu utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, mjög vafasama.

rangarvallasysla_14357008609_o.jpg
Auglýsing

Norsku hags­muna­sam­tökin Nei til EU hafa sent fjöl­miðlum bréf þar sem fjallað er um þriðja orku­pakk­ann. Í því segir meðal ann­ars að þau hafi fylgst vel með beina streym­inu frá Alþingi, upp­full af áhuga, og að frá­bært væri ef það tæk­ist að fá ákvörðun í mál­inu frestað. Undir bréfið skrifa þau Morten Harper, rann­sókn­ar- og fræðslu­stjóri Nei til EU, og Kathrine Kleveland, for­maður Nei til EU.

­Miklar umræður hafa skap­ast í kringum inn­leið­ingu þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins, sem lýtur að sam­eig­in­legum orku­mark­aði innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Þing­menn Mið­flokks­ins hafa talað í yfir 100 klukku­stundir á Alþingi um málið og hefur Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­­seti Alþing­is, skorað á þing­­menn að hætta ­mál­þófi um mál­ið. Hann til­­kynnti jafn­­framt í fyrra­dag að starfs­á­ætl­­un ­þings­ins hefði verið felld úr gild­i.

Á vef­síðu fyrr­nefndra sam­taka kemur fram að þau séu þverpóli­tísk sam­tök og á móti ras­isma. Þau berj­ist fyrir norsku full­veldi og sjálf­stæði frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Telja fram­göngu Guð­laugs Þórs vafa­sama

Þá er afstaða og fram­ganga utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, talin vera mjög vafasöm. „Það sæmir ekki utan­rík­is­ráð­herra að tala um stóra flokka og sam­tök í vina­landi á þennan hátt. Mið­flokk­ur­inn er nú sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum þriðji stærsti flokk­ur­inn í Nor­egi og er hann sá flokkur sem náð hefur hvað mestu fylgi á und­an­förnum árum.“

Þau segj­ast vita að norska rík­is­stjórnin hafi beitt íslensku rík­is­stjórn­ina miklum þrýst­ingi. Utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs, Ine Marie Erik­sen Søreide, og for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, Erna Sol­berg, hafi báðar gengið hart fram í mál­inu. Þau í Nei til EU spyrja hvort mál­flutn­ingur utan­rík­is­ráð­herra Íslands end­ur­spegli þrýst­ing­inn frá norsku rík­is­stjórn­inni.

„Norski Hægri flokk­ur­inn er best þekktur fyrir ein­lægan áhuga sinn á ESB-að­ild. Flokks­menn hans eiga enga þá ósk heit­ari en að að tengja Nor­eg, eins mikið og hægt er, við ESB – sem með inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB, inn­limar Noreg (og Ísland) í orku­sam­band ESB. Með því að færa full­veldi Nor­egs í málum eins og fjár­mála­eft­ir­liti og núna orku­málum til ESB, von­ast Hægri flokk­ur­inn sjálf­sagt til að gera EES-­sam­komu­lagið eins líkt ESB-að­ild og mögu­legt er. Er þetta sú þróun sem utan­rík­is­ráð­herra Íslands styð­ur?“ er spurt.

Segja að ekki sé búið að sam­þykkja eða stað­festa norsku fyr­ir­var­ana hjá ESB

Þau telja að það að hafna þriðja orku­pakka ESB sé ekki það sama og að segja upp EES-­samn­ingn­um. Þvert á móti sé það tæki­færi til að nota það svig­rúm til samn­inga sem sam­rým­ist ákvæðum EES-­samn­ings­ins, sem sé það sem öll umræðan snú­ist um. Réttur til að setja fyr­ir­vara sé lög­skip­aður réttur EFTA-land­anna.

„Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, heldur því fram, að ekk­ert bendi til þess að norsku fyr­ir­var­arnir stand­ist ekki. Það er alrangt. Við höfum áður bent á að þegar hefur meiri hluti fyr­ir­var­anna verið afskrif­aðir og þeir dæmdir ónot­hæfir og hinir eru í algjörri óvissu og upp­námi,“ segir í bréf­inu.

Jafn­framt segir að ekki sé búið að sam­þykkja eða stað­festa, á nokkurn hátt, einn ein­asta af hinum norsku fyr­ir­vörum hjá ESB.

Gæti þýtt þörf fyrir end­ur­skoðun á norskum rétt­ar­heim­ildum

Nýverið hafi þau fengið að vita að ESA hafi hafið máls­sókn gegn Nor­egi vegna þeirrar aðferðar sem Nor­egur beitir við úthlutun vatns­orku­leyfa. ESA hafi þegar hafið mál­sókn gegn Íslandi vegna þessa

„Hér er form­legi laga­grund­völlur fyrir þjón­ustutil­skipun ESB. Þetta gæti þýtt þörf fyrir end­ur­skoðun á norskum rétt­ar­heim­ild­um, sem myndu tryggja opin­bert eign­ar­hald á auð­lind­inni. Þetta þýðir einnig að fyr­ir­varar 1 og 2, um þjóð­leg yfir­ráð og opin­bert eign­ar­hald, er brot á ákvæðum EES-­samn­ings­ins.“

Deilur um raf­orku­teng­ingar

Þau fjalla áfram um Guð­laugur Þór í bréf­inu. „Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, vísar einnig í mál­flutn­ingi sínum til þess að norsk stjórn­völd hafi bæði hvatt til og sam­þykkt utan­rík­is­við­skipti í orku­mál­um. Það er í sjálfu sér lauk­rétt. Um er að ræða sæstrengi sem samið var um fyrir til­komu þriðja orku­pakka ESB og fyrir til­komu ACER.“

Þá er bent á að nú séu uppi miklar deilur um það hvort æski­legt sé fyrir Noreg að stofna til nýrra raf­orku­teng­inga. Í raun standi deilan eins og kunn­ugt sé um Nort­hConn­ect­-­streng­inn frá Nor­egi til Skotlands. Þetta mál hafi valdið hörðum deilum milli norsku stjórn­mála­flokk­anna en einnig meðal sam­taka atvinnu­lífs­ins. Helstu rök Nei til EU gegn þessum sæstreng séu þau að inn­leið­ing þriðja orku­pakka ESB í Nor­egi og stofnun ACER skapi veru­lega óvissu um hvort ákvörðun um nýjan streng verði í Nor­egi tekin á þjóð­rétt­an­legum for­send­um, af full­valda ríki, eða ekki. „Þessa þjóð­rétt­ar­legu óvissu viljum við ekki varpa yfir norskt sam­fé­lag. Þess vegna er eina trygga leiðin að hafna inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB í norsk lög,“ segir að lokum í bréf­inu.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent