Norsk hagsmunasamtök telja best að Alþingi fresti ákvörðun um þriðja orkupakkann

Nei til EU hafa sent íslenskum fjölmiðlum bréf þar sem fjallað er um þriðja orkupakkann. Þau telja afstöðu og framgöngu utanríkisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, mjög vafasama.

rangarvallasysla_14357008609_o.jpg
Auglýsing

Norsku hags­muna­sam­tökin Nei til EU hafa sent fjöl­miðlum bréf þar sem fjallað er um þriðja orku­pakk­ann. Í því segir meðal ann­ars að þau hafi fylgst vel með beina streym­inu frá Alþingi, upp­full af áhuga, og að frá­bært væri ef það tæk­ist að fá ákvörðun í mál­inu frestað. Undir bréfið skrifa þau Morten Harper, rann­sókn­ar- og fræðslu­stjóri Nei til EU, og Kathrine Kleveland, for­maður Nei til EU.

­Miklar umræður hafa skap­ast í kringum inn­leið­ingu þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins, sem lýtur að sam­eig­in­legum orku­mark­aði innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Þing­menn Mið­flokks­ins hafa talað í yfir 100 klukku­stundir á Alþingi um málið og hefur Stein­grímur J. Sig­fús­son, for­­seti Alþing­is, skorað á þing­­menn að hætta ­mál­þófi um mál­ið. Hann til­­kynnti jafn­­framt í fyrra­dag að starfs­á­ætl­­un ­þings­ins hefði verið felld úr gild­i.

Á vef­síðu fyrr­nefndra sam­taka kemur fram að þau séu þverpóli­tísk sam­tök og á móti ras­isma. Þau berj­ist fyrir norsku full­veldi og sjálf­stæði frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Telja fram­göngu Guð­laugs Þórs vafa­sama

Þá er afstaða og fram­ganga utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, talin vera mjög vafasöm. „Það sæmir ekki utan­rík­is­ráð­herra að tala um stóra flokka og sam­tök í vina­landi á þennan hátt. Mið­flokk­ur­inn er nú sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum þriðji stærsti flokk­ur­inn í Nor­egi og er hann sá flokkur sem náð hefur hvað mestu fylgi á und­an­förnum árum.“

Þau segj­ast vita að norska rík­is­stjórnin hafi beitt íslensku rík­is­stjórn­ina miklum þrýst­ingi. Utan­rík­is­ráð­herra Nor­egs, Ine Marie Erik­sen Søreide, og for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs, Erna Sol­berg, hafi báðar gengið hart fram í mál­inu. Þau í Nei til EU spyrja hvort mál­flutn­ingur utan­rík­is­ráð­herra Íslands end­ur­spegli þrýst­ing­inn frá norsku rík­is­stjórn­inni.

„Norski Hægri flokk­ur­inn er best þekktur fyrir ein­lægan áhuga sinn á ESB-að­ild. Flokks­menn hans eiga enga þá ósk heit­ari en að að tengja Nor­eg, eins mikið og hægt er, við ESB – sem með inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB, inn­limar Noreg (og Ísland) í orku­sam­band ESB. Með því að færa full­veldi Nor­egs í málum eins og fjár­mála­eft­ir­liti og núna orku­málum til ESB, von­ast Hægri flokk­ur­inn sjálf­sagt til að gera EES-­sam­komu­lagið eins líkt ESB-að­ild og mögu­legt er. Er þetta sú þróun sem utan­rík­is­ráð­herra Íslands styð­ur?“ er spurt.

Segja að ekki sé búið að sam­þykkja eða stað­festa norsku fyr­ir­var­ana hjá ESB

Þau telja að það að hafna þriðja orku­pakka ESB sé ekki það sama og að segja upp EES-­samn­ingn­um. Þvert á móti sé það tæki­færi til að nota það svig­rúm til samn­inga sem sam­rým­ist ákvæðum EES-­samn­ings­ins, sem sé það sem öll umræðan snú­ist um. Réttur til að setja fyr­ir­vara sé lög­skip­aður réttur EFTA-land­anna.

„Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, heldur því fram, að ekk­ert bendi til þess að norsku fyr­ir­var­arnir stand­ist ekki. Það er alrangt. Við höfum áður bent á að þegar hefur meiri hluti fyr­ir­var­anna verið afskrif­aðir og þeir dæmdir ónot­hæfir og hinir eru í algjörri óvissu og upp­námi,“ segir í bréf­inu.

Jafn­framt segir að ekki sé búið að sam­þykkja eða stað­festa, á nokkurn hátt, einn ein­asta af hinum norsku fyr­ir­vörum hjá ESB.

Gæti þýtt þörf fyrir end­ur­skoðun á norskum rétt­ar­heim­ildum

Nýverið hafi þau fengið að vita að ESA hafi hafið máls­sókn gegn Nor­egi vegna þeirrar aðferðar sem Nor­egur beitir við úthlutun vatns­orku­leyfa. ESA hafi þegar hafið mál­sókn gegn Íslandi vegna þessa

„Hér er form­legi laga­grund­völlur fyrir þjón­ustutil­skipun ESB. Þetta gæti þýtt þörf fyrir end­ur­skoðun á norskum rétt­ar­heim­ild­um, sem myndu tryggja opin­bert eign­ar­hald á auð­lind­inni. Þetta þýðir einnig að fyr­ir­varar 1 og 2, um þjóð­leg yfir­ráð og opin­bert eign­ar­hald, er brot á ákvæðum EES-­samn­ings­ins.“

Deilur um raf­orku­teng­ingar

Þau fjalla áfram um Guð­laugur Þór í bréf­inu. „Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, vísar einnig í mál­flutn­ingi sínum til þess að norsk stjórn­völd hafi bæði hvatt til og sam­þykkt utan­rík­is­við­skipti í orku­mál­um. Það er í sjálfu sér lauk­rétt. Um er að ræða sæstrengi sem samið var um fyrir til­komu þriðja orku­pakka ESB og fyrir til­komu ACER.“

Þá er bent á að nú séu uppi miklar deilur um það hvort æski­legt sé fyrir Noreg að stofna til nýrra raf­orku­teng­inga. Í raun standi deilan eins og kunn­ugt sé um Nort­hConn­ect­-­streng­inn frá Nor­egi til Skotlands. Þetta mál hafi valdið hörðum deilum milli norsku stjórn­mála­flokk­anna en einnig meðal sam­taka atvinnu­lífs­ins. Helstu rök Nei til EU gegn þessum sæstreng séu þau að inn­leið­ing þriðja orku­pakka ESB í Nor­egi og stofnun ACER skapi veru­lega óvissu um hvort ákvörðun um nýjan streng verði í Nor­egi tekin á þjóð­rétt­an­legum for­send­um, af full­valda ríki, eða ekki. „Þessa þjóð­rétt­ar­legu óvissu viljum við ekki varpa yfir norskt sam­fé­lag. Þess vegna er eina trygga leiðin að hafna inn­leið­ingu þriðja orku­pakka ESB í norsk lög,“ segir að lokum í bréf­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent