ASÍ: Nei takk, Skúli Mogensen

Alþýðusamband Íslands telur stofnanda WOW air hafa kastað afar köldum kveðjum til starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls með orðum sínum í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands telur Skúla Mog­en­sen, stofn­anda WOW air, hafa kastað afar köldum kveðjum til starfs­manna sinna og í raun sam­fé­lags­ins alls þegar hann sagði í kvöld­fréttum RÚV í gær að kjara­samn­ings­bundin laun og leik­reglur á íslenskum vinnu­mark­aði hefðu verið of íþyngj­andi fyrir rekstur flug­fé­lags­ins WOW.

Þetta kemur fram á Face­book-­síðu sam­bands­ins í dag.

„Það voru ekki mann­sæm­andi laun sem settu fyr­ir­tækið á hausinn! Að koma núna og kenna starfs­mönnum og launa­kjörum þeirra um gjald­þrotið er allt annað en stór­mann­legt og kaldar kveðjur til starfs­fólks­ins sem stóð með félag­inu þar til yfir lauk,“ segir í færslu ASÍ.

Auglýsing

Skúli sagði í kvöld­fréttum RÚV í gær að hann teldi það vera alveg ljóst ef byggja ætti upp WOW air aftur þá þyrfti að vera öðru­vísi sam­setn­ing á kjara­samn­ing­un­um. „Það þyrftu að vera opn­ari tæki­færi til að nota erlenda starfs­menn heldur en hefur verið og hefur tíðkast,“ sagði hann. 

Hann sagði jafn­framt að hörð kjara­bar­átta í miðri upp­bygg­ingu hefði einnig haft áhrif. „En ég vill líka leggja áherslu á að þetta snýst ekki um þjóð­erni. Ég er alveg sann­færður um það að við myndum fylla nýtt félag með Íslend­ingum en það er hvernig samn­ing­arnir voru og eru settir upp sem er til trafala. Við sjáum bara hvernig það hefur verið í gegnum tíð­ina, að það gengur ekki að þú sért að horfa fram á verk­föll – jafn­vel á krítískum tímum – þegar þú ert að byggja svona félag upp. Það gengur ekki,“ sagði Skúli. 

Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir regl­unum

Þá kemur fram hjá sam­band­inu að á íslenskum vinnu­mark­aði gildi lög, reglur og kjara­samn­ingar sem tryggi vel­ferð launa­fólks. „Þetta vita flestir þeir sem hafa staðið í atvinnu­rekstri. Und­ir­staða vel­ferðar okkar sem þjóðar er þetta skipu­lag og kröftug bar­átta gegn und­ir­boðum á vinnu­mark­aði. Við köllum þetta nor­rænt vel­ferð­ar­sam­fé­lag.

Fyr­ir­tæki sem eru til­búin til að starfa á þessum for­sendum eru vel­komin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir regl­un­um. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku,“ segir í færsl­unni.

Enn fremur telja þau hjá ASÍ að hug­mynd um nýtt lággjalda­flug­fé­lag sem skapi sér sam­keppn­is­for­skot með því að troða á launa­fólki sé vond hug­mynd. Íslensk verka­lýðs­hreyf­ing muni aldrei sam­þykkja slíkt.

NEI TAKK, Skúli Mog­en­sen Skúli Mog­en­sen lýsti því í kvöld­fréttum RÚV í gær að kjara­samn­ings­bundin laun og leik­reglur á...

Posted by Alþýðu­sam­band Íslands - ASÍ on Tues­day, June 4, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent