ASÍ: Nei takk, Skúli Mogensen

Alþýðusamband Íslands telur stofnanda WOW air hafa kastað afar köldum kveðjum til starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls með orðum sínum í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands telur Skúla Mog­en­sen, stofn­anda WOW air, hafa kastað afar köldum kveðjum til starfs­manna sinna og í raun sam­fé­lags­ins alls þegar hann sagði í kvöld­fréttum RÚV í gær að kjara­samn­ings­bundin laun og leik­reglur á íslenskum vinnu­mark­aði hefðu verið of íþyngj­andi fyrir rekstur flug­fé­lags­ins WOW.

Þetta kemur fram á Face­book-­síðu sam­bands­ins í dag.

„Það voru ekki mann­sæm­andi laun sem settu fyr­ir­tækið á hausinn! Að koma núna og kenna starfs­mönnum og launa­kjörum þeirra um gjald­þrotið er allt annað en stór­mann­legt og kaldar kveðjur til starfs­fólks­ins sem stóð með félag­inu þar til yfir lauk,“ segir í færslu ASÍ.

Auglýsing

Skúli sagði í kvöld­fréttum RÚV í gær að hann teldi það vera alveg ljóst ef byggja ætti upp WOW air aftur þá þyrfti að vera öðru­vísi sam­setn­ing á kjara­samn­ing­un­um. „Það þyrftu að vera opn­ari tæki­færi til að nota erlenda starfs­menn heldur en hefur verið og hefur tíðkast,“ sagði hann. 

Hann sagði jafn­framt að hörð kjara­bar­átta í miðri upp­bygg­ingu hefði einnig haft áhrif. „En ég vill líka leggja áherslu á að þetta snýst ekki um þjóð­erni. Ég er alveg sann­færður um það að við myndum fylla nýtt félag með Íslend­ingum en það er hvernig samn­ing­arnir voru og eru settir upp sem er til trafala. Við sjáum bara hvernig það hefur verið í gegnum tíð­ina, að það gengur ekki að þú sért að horfa fram á verk­föll – jafn­vel á krítískum tímum – þegar þú ert að byggja svona félag upp. Það gengur ekki,“ sagði Skúli. 

Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir regl­unum

Þá kemur fram hjá sam­band­inu að á íslenskum vinnu­mark­aði gildi lög, reglur og kjara­samn­ingar sem tryggi vel­ferð launa­fólks. „Þetta vita flestir þeir sem hafa staðið í atvinnu­rekstri. Und­ir­staða vel­ferðar okkar sem þjóðar er þetta skipu­lag og kröftug bar­átta gegn und­ir­boðum á vinnu­mark­aði. Við köllum þetta nor­rænt vel­ferð­ar­sam­fé­lag.

Fyr­ir­tæki sem eru til­búin til að starfa á þessum for­sendum eru vel­komin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir regl­un­um. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku,“ segir í færsl­unni.

Enn fremur telja þau hjá ASÍ að hug­mynd um nýtt lággjalda­flug­fé­lag sem skapi sér sam­keppn­is­for­skot með því að troða á launa­fólki sé vond hug­mynd. Íslensk verka­lýðs­hreyf­ing muni aldrei sam­þykkja slíkt.

NEI TAKK, Skúli Mog­en­sen Skúli Mog­en­sen lýsti því í kvöld­fréttum RÚV í gær að kjara­samn­ings­bundin laun og leik­reglur á...

Posted by Alþýðu­sam­band Íslands - ASÍ on Tues­day, June 4, 2019


Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent