ASÍ: Nei takk, Skúli Mogensen

Alþýðusamband Íslands telur stofnanda WOW air hafa kastað afar köldum kveðjum til starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls með orðum sínum í fréttum RÚV í gærkvöldi.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Alþýðusamband Íslands telur Skúla Mogensen, stofnanda WOW air, hafa kastað afar köldum kveðjum til starfsmanna sinna og í raun samfélagsins alls þegar hann sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði hefðu verið of íþyngjandi fyrir rekstur flugfélagsins WOW.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu sambandsins í dag.

„Það voru ekki mannsæmandi laun sem settu fyrirtækið á hausinn! Að koma núna og kenna starfsmönnum og launakjörum þeirra um gjaldþrotið er allt annað en stórmannlegt og kaldar kveðjur til starfsfólksins sem stóð með félaginu þar til yfir lauk,“ segir í færslu ASÍ.

Auglýsing

Skúli sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að hann teldi það vera alveg ljóst ef byggja ætti upp WOW air aftur þá þyrfti að vera öðruvísi samsetning á kjarasamningunum. „Það þyrftu að vera opnari tækifæri til að nota erlenda starfsmenn heldur en hefur verið og hefur tíðkast,“ sagði hann. 

Hann sagði jafnframt að hörð kjarabarátta í miðri uppbyggingu hefði einnig haft áhrif. „En ég vill líka leggja áherslu á að þetta snýst ekki um þjóðerni. Ég er alveg sannfærður um það að við myndum fylla nýtt félag með Íslendingum en það er hvernig samningarnir voru og eru settir upp sem er til trafala. Við sjáum bara hvernig það hefur verið í gegnum tíðina, að það gengur ekki að þú sért að horfa fram á verkföll – jafnvel á krítískum tímum – þegar þú ert að byggja svona félag upp. Það gengur ekki,“ sagði Skúli. 

Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum

Þá kemur fram hjá sambandinu að á íslenskum vinnumarkaði gildi lög, reglur og kjarasamningar sem tryggi velferð launafólks. „Þetta vita flestir þeir sem hafa staðið í atvinnurekstri. Undirstaða velferðar okkar sem þjóðar er þetta skipulag og kröftug barátta gegn undirboðum á vinnumarkaði. Við köllum þetta norrænt velferðarsamfélag.

Fyrirtæki sem eru tilbúin til að starfa á þessum forsendum eru velkomin – önnur ekki. Þeir sem ætla að vera með í leiknum verða að spila eftir reglunum. Hinum sem ætla að svindla er mætt af fullri hörku,“ segir í færslunni.

Enn fremur telja þau hjá ASÍ að hugmynd um nýtt lággjaldaflugfélag sem skapi sér samkeppnisforskot með því að troða á launafólki sé vond hugmynd. Íslensk verkalýðshreyfing muni aldrei samþykkja slíkt.

NEI TAKK, Skúli Mogensen Skúli Mogensen lýsti því í kvöldfréttum RÚV í gær að kjarasamningsbundin laun og leikreglur á...

Posted by Alþýðusamband Íslands - ASÍ on Tuesday, June 4, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent