Fjölga hraðhleðslustöðvum við þjóðveginn

Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu næstu skref varðandi orkuskipti í samgöngum á Íslandi á blaðamannafundi í dag.

Blaðamannafundur 4. júní 2019
Blaðamannafundur 4. júní 2019
Auglýsing

Hrað­hleðslu­stöðvum við þjóð­veg­inn verður fjölgað veru­lega og blásið verður til átaks með ferða­þjón­ust­unni til að stuðla að orku­skiptum hjá bíla­leig­um. Þetta kom fram á blaða­manna­fundi þriggja ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þeirra Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur og Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, þar sem kynnt voru næstu skref varð­andi orku­skipti í sam­göngum á Íslandi.

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­unum þremur kemur fram að verk­efnin byggi á til­lögum starfs­hóps sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra skip­uðu í byrjun árs og var falið að móta til­lögur um aðgerðir til að hraða orku­skiptum hér á landi, í sam­ræmi við aðgerða­á­ætl­anir um lofts­lags­mál og orku­skipti.

Jafn­framt var til­kynnt um ráð­stöfun 450 millj­óna króna vegna orku­skipta í sam­göngum á árunum 2019 til 2020 en sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun er áætlað að verja 1,5 millj­arði króna til orku­skipta á fimm ára tíma­bili.

Auglýsing

For­maður starfs­hóps­ins var Sigurður Ingi Friðleifsson Mynd: Bára Huld BeckSig­urður Ingi Frið­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs en auk hans sátu í hópnum full­trúar úr atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu og fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Hópnum var ein­ungis ætlað að taka fyrir orku­skipti í sam­göngum en ekki breyttar ferða­venjur fólks og efl­ingu almenn­ings­sam­gangna en unnið er að því ann­ars staðar í stjórn­kerf­inu.

Á kynn­ing­unni kom fram að þriðj­ungur þeirrar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórn­valda komi frá vega­sam­göng­um. Stærsta ein­staka aðgerðin sem mögu­legt væri að ráð­ast í til að mæta skuld­bind­ingum Íslands sé því að draga úr þess­ari losun – með breyttum ferða­venjum og orku­skiptum í vega­sam­göng­um. Raf­væð­ing fólks­bíla­flot­ans muni skila mestu í orku­skipt­unum en gert er ráð fyrir að hún geti skilað allt að 250.000 tonna árlegum sam­drætti í los­un.

Kalla eftir umsóknum um fjár­fest­ing­ar­styrki

Helstu aðgerðir varð­andi orku­skipti eru í þremur lið­um. Í fyrsta lagi er um að ræða hindr­un­ar­lausar ferðir raf­bíla milli lands­hluta en raf­bílum fjölgar hratt hér á landi og er Ísland er nú í öðru sæti í heim­inum á eftir Nor­egi hvað varðar hlut­fall raf­bíla af fjölda nýskráðra bif­reiða. „Mik­il­vægt er að koma í veg fyrir að flösku­hálsar mynd­ist á fjöl­förnum stöðum og tryggja hindr­un­ar­lausar ferðir milli lands­hluta. Kallað verður eftir umsóknum um fjár­fest­ing­ar­styrki til upp­bygg­ingar hrað­hleðslu­stöðva á lyk­il­stöðum við þjóð­vegi lands­ins, með áherslu á næstu kyn­slóð hleðslu­stöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslu­tíma en núver­andi stöðvar ger­a,“ segir í til­kynn­ingu ráð­herr­anna. 

Til úthlut­unar til þessa verk­efnis eru sam­tals 200 millj­ónir króna og hefur Orku­sjóði verið falið að sjá um úthlutun styrkja til átaks­verk­efn­is­ins. Vegna mót­fram­lags umsækj­enda má áætla að heild­ar­upp­hæð upp­bygg­ing­ar­innar verði að lág­marki 400 millj­ónir króna.

Fjölga hleðslu­mögu­leikum við gisti­staði

Í öðru lagi er talað um hleðslu­mögu­leika við gisti­staði og eft­ir­markað raf­bíla en ráð­ist verður í átaks­verk­efni um að fjölga hleðslu­mögu­leikum við gisti­staði vítt og breitt um land­ið. Til­gang­ur­inn er að liðka fyrir orku­skiptum hjá bíla­leigum en áhrif inn­kaupa bíla­leiga á sam­setn­ingu bíla­flot­ans hér á landi eru veru­leg þar sem bíla­leigu­bílar eru tæpur helm­ingur allra nýskráðra bif­reiða á Íslandi.

Í til­kynn­ing­unni er fjallað um áhrif á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda en þau eru tví­þætt. Ann­ars vegar vegna akst­urs ferða­manna sem er að minnsta kosti fjórð­ungur af öllum einka­akstri á land­inu og hins vegar þegar fyrr­ver­andi bíla­leigu­bílar verða að heim­il­is­bílum lands­manna á eft­ir­mark­aði.

Gisti­stöðum og hót­elum um land allt býðst að sækja um fjár­fest­ing­ar­styrki í gegnum Orku­sjóð til að setja upp hleðslu­stöðvar svo gestir geti hlaðið þar raf­bíla yfir nótt. Til úthlut­unar eru sam­tals 50 millj­ónir króna. Vegna mót­fram­lags umsækj­enda má áætla að heild­ar­fjár­hæðin verði að lág­marki 100 millj­ónir króna og hleðslu­stöðvum við gisti­staði fjölgi um allt að 500 vegna þessa. Verk­efnið verður unnið í sam­starfi við Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar.

Í þriðja lagi er um að ræða almennar aðgerðir og aðra orku­gjafa en haf­inn er und­ir­bún­ingur í félags­mála­ráðu­neyt­inu að því að breyta lögum um fjöl­eign­ar­hús með það að leið­ar­ljósi að liðka fyrir raf­bíla­væð­ingu.

Sigurður Ingi, Þórdís Kolbrún og Guðmundur Ingi Mynd: Bára Huld Beck

Verðum að gjör­breyta ferða­venjum

Guð­mundur Ingi, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, segir við til­efnið að Íslend­ingar verði að gjör­breyta ferða­venjum og skipta út meng­andi jarð­efna­elds­neyti fyrir umhverf­is­væna orku­gjafa. „Ís­land er nú í öðru sæti hvað varðar nýskrán­ingar raf­bíla og þær aðgerðir sem hér eru kynntar skipta veru­legu máli til að tryggja að orku­skipti hér á landi gangi hratt og örugg­lega fyrir sig. Við höfum allt sem þarf til að vera í far­ar­broddi í heim­inum í orku­skiptum í sam­göng­um,“ segir hann.

„Í dag kynnum við aðgerðir um áfram­hald­andi átak í orku­skiptum og mark­vissa upp­bygg­ingu inn­viða. Meðal ann­ars er lögð sér­stök áhersla á orku­skipti í ferða­þjón­ustu í sam­starfi við Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar. Í því fel­ast fjöl­mörg tæki­færi og við eigum að stuðla að því að ferða­menn geti ferð­ast um landið með umhverf­is­vænum hætt­i,“ segir Þór­dís Kol­brún Gylfa­dóttir Reyk­fjörð, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra, telur að með raf­bíla­væð­ingu nýti Íslend­ingar hreina og ódýra inn­lenda orku í stað meng­andi inn­flutts elds­neyt­is. „Það skiptir máli að fólki standi til boða að reka og hlaða raf­bíl, óháð búsetu. Ég fagna mark­vissri upp­bygg­ingu um allt land, sem styður við þá þró­un,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent