Ökutæki með blandaða orkugjafa aldrei vinsælli

Fjöldi ökutækja á Íslandi sem notast við rafmagn eða blandaða orkugjafa er um 6,7 prósent ökutækja á skrá og í umferð.

Rafmagnsbílar verða sífellt vinsælli.
Rafmagnsbílar verða sífellt vinsælli.
Auglýsing

Öku­tæki sem not­ast við bland­aða orku­gjafa auk raf­magns­bíla eru um 6,7 pró­sent öku­tækja á skrá og í umferð. Þetta kemur fram í skýrslu Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra um fram­kvæmd sam­göngu­á­ætl­unar 2017 sem lögð var fyrir Alþingi í maí 2019.

Fjöldi öku­tækja á skrá og í umferð jókst úr 199.865 árið 2016 í 222.248 árið 2018. Þar af fjölg­aði raf­magns­bílum úr 1052 í 2748 á árunum 2016 til 2018. Vissu­lega er það hröð aukn­ing, en þó stendur fjöldi raf­magns­bíla ein­ungis í um 1,2 pró­sent allra öku­tækja á skrá og í umferð.

Fjöldi öku­tækja sem hafa bland­aðan orku­gjafa jókst mikið á tveimur árum

Ef litið er til öku­tækja með bland­aðan orku­gjafa, svo sem bens­ín/­dísel og met­an, bens­ín/­dísel og raf­magnstengil og svo bens­ín/­dísel og raf­magn, stóð ­fjöldi þeirra öku­tækja á skrá og í umferð árið 2016 í 4.323 tals­ins.

Auglýsing

Ef litið er hins vegar til öku­tækja sem hafa bland­aða orku­gjafa kemur í ljós að árið 2018 eru öku­tæki með bland­aðan orku­gjafa 12.144. Lagt saman við öku­tæki sem not­ast við raf­magn er  ­fjöld­inn 14.862 tals­ins eða um 6,7 pró­sent öku­tækja á skrá og í umferð. Þá er ekki með talið bílar sem nýta met­an, met­anól eða etanól. Það er því stökk úr 4.323 árið 2016 í 14.862 árið 2018.

Ef litið er til öku­tækja sem nota metan sem orku­gjafa voru þau 115 tals­ins árið 2018 og standa þar með um það bil í stað frá árinu 2016 þegar þau voru 114 tals­ins.

Nýskrán­ingar bif­reiða hríð­féll í hrun­inu en hafa nú náð nýjum hæð­um. Árið 2009 voru undir 5.000 nýskrán­ingar miðað við um 30.000 nýskrán­ingar árið 2017.

Tíu pró­sent bif­reiða verði knúnar af vist­vænum orku­gjöfum 2020

Sam­kvæmt skýrsl­unni miða mark­mið um orku­skipti í sam­göngu­á­ætlun að því að tíu pró­sent bif­reiða verði knúnar af vist­vænum orku­gjöfum árið 2020.

Í skýrsl­unni er borin saman þróun los­unar frá sam­göngum á landi og akst­urs frá árunum 1990-2017. Frá árinu 2013 til 2017 fer akstur fram úr losun sem eflaust má skýra að hluta til með aukn­ingu í blönd­uðum orku­gjöfum öku­tækja og raf­magns­bíl­um.

Í skýrsl­unni segir að áherslur til að ná mark­miðum um umhverf­is­lega sjálf­bærar sam­göngur verði aðgerðir og íviln­anir sem „miði að minni notkun jarð­efna­elds­neytis og að sam­göngu­tæki nýti orku sem fram­leidd er með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.“ ­Stuðn­ingur við almenn­ings­göngur og gerð göngu- og hjól­reiða­stíga í þétt­býli er einnig hluti af þeim áhersl­um.

Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent