Ökutæki með blandaða orkugjafa aldrei vinsælli

Fjöldi ökutækja á Íslandi sem notast við rafmagn eða blandaða orkugjafa er um 6,7 prósent ökutækja á skrá og í umferð.

Rafmagnsbílar verða sífellt vinsælli.
Rafmagnsbílar verða sífellt vinsælli.
Auglýsing

Öku­tæki sem not­ast við bland­aða orku­gjafa auk raf­magns­bíla eru um 6,7 pró­sent öku­tækja á skrá og í umferð. Þetta kemur fram í skýrslu Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra um fram­kvæmd sam­göngu­á­ætl­unar 2017 sem lögð var fyrir Alþingi í maí 2019.

Fjöldi öku­tækja á skrá og í umferð jókst úr 199.865 árið 2016 í 222.248 árið 2018. Þar af fjölg­aði raf­magns­bílum úr 1052 í 2748 á árunum 2016 til 2018. Vissu­lega er það hröð aukn­ing, en þó stendur fjöldi raf­magns­bíla ein­ungis í um 1,2 pró­sent allra öku­tækja á skrá og í umferð.

Fjöldi öku­tækja sem hafa bland­aðan orku­gjafa jókst mikið á tveimur árum

Ef litið er til öku­tækja með bland­aðan orku­gjafa, svo sem bens­ín/­dísel og met­an, bens­ín/­dísel og raf­magnstengil og svo bens­ín/­dísel og raf­magn, stóð ­fjöldi þeirra öku­tækja á skrá og í umferð árið 2016 í 4.323 tals­ins.

Auglýsing

Ef litið er hins vegar til öku­tækja sem hafa bland­aða orku­gjafa kemur í ljós að árið 2018 eru öku­tæki með bland­aðan orku­gjafa 12.144. Lagt saman við öku­tæki sem not­ast við raf­magn er  ­fjöld­inn 14.862 tals­ins eða um 6,7 pró­sent öku­tækja á skrá og í umferð. Þá er ekki með talið bílar sem nýta met­an, met­anól eða etanól. Það er því stökk úr 4.323 árið 2016 í 14.862 árið 2018.

Ef litið er til öku­tækja sem nota metan sem orku­gjafa voru þau 115 tals­ins árið 2018 og standa þar með um það bil í stað frá árinu 2016 þegar þau voru 114 tals­ins.

Nýskrán­ingar bif­reiða hríð­féll í hrun­inu en hafa nú náð nýjum hæð­um. Árið 2009 voru undir 5.000 nýskrán­ingar miðað við um 30.000 nýskrán­ingar árið 2017.

Tíu pró­sent bif­reiða verði knúnar af vist­vænum orku­gjöfum 2020

Sam­kvæmt skýrsl­unni miða mark­mið um orku­skipti í sam­göngu­á­ætlun að því að tíu pró­sent bif­reiða verði knúnar af vist­vænum orku­gjöfum árið 2020.

Í skýrsl­unni er borin saman þróun los­unar frá sam­göngum á landi og akst­urs frá árunum 1990-2017. Frá árinu 2013 til 2017 fer akstur fram úr losun sem eflaust má skýra að hluta til með aukn­ingu í blönd­uðum orku­gjöfum öku­tækja og raf­magns­bíl­um.

Í skýrsl­unni segir að áherslur til að ná mark­miðum um umhverf­is­lega sjálf­bærar sam­göngur verði aðgerðir og íviln­anir sem „miði að minni notkun jarð­efna­elds­neytis og að sam­göngu­tæki nýti orku sem fram­leidd er með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.“ ­Stuðn­ingur við almenn­ings­göngur og gerð göngu- og hjól­reiða­stíga í þétt­býli er einnig hluti af þeim áhersl­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent