Hlutur útborgaðra launa lækkað mest hjá þeim tekjulægstu

Félag atvinnurekenda hefur birt nýja skýrslu um þróun launatengdra gjalda frá aldamótum.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Auglýsing

Hlutur útborg­aðra launa af heild­ar­launum hefur lækkað hjá öllum tekju­hópum á und­an­förnum árum, þó mest hjá þeim tekju­lægstu. Þetta birt­ist í skýrslu unna af Intellecon fyrir Félag atvinnu­rek­enda sem birt var í gær. Höf­undar skýrsl­unnar eru Gunnar Har­alds­son og Kári S. Frið­riks­son. Skýrslan fjall­aði um þróun launa­tengdra gjalda frá árinu 2000 til 2018. 

Ein­ungis var litið til launa­tengdra gjalda og frá­drátt­ar­liða launa, en ekki ann­arra skatta, t.d. fast­eigna­skatts. Heldur var ekki tekið til­lit til líf­eyr­is­greiðslna laun­þega og sér­eign­ar­sparn­aðar við vinnslu skýrsl­unn­ar.

Auglýsing
Atvinnurekendur greiða launa­tengd gjöld til rík­is­ins, stétt­ar­fé­laga og líf­eyr­is­sjóða. Það sama á við laun­þega en þeir greiða þó einnig útsvar til sveit­ar­fé­laga.

Útborguð laun hafa lækkað mest hjá tekju­lægstu

Sam­kvæmt skýrsl­unni hefur hlutur útborg­aðra launa af heild­ar­launum lækkað hjá öllum tekju­hóp­um, þó sé um mestu lækkun að ræða hjá þeim tekju­lægstu. Fyrir þá tekju­hópa með lægstu tíund­ina hafa gjöld sem hlut­fall af útborg­uðum launum hækkað úr 22,5 pró­sent í 26,5 pró­sent. Því sést að auknu gjöldin hafi bitnað mest á lægstu laun­un­um.

Fyrir efstu tíund­ina hefur hlut­fallið hækkað úr 28,8 pró­sentum í 32 pró­sent, en fyrir mið­gildið hækk­aði hlut­fallið úr 26,3 pró­sentum í 29,9 pró­sent.

Launa­tengd gjöld hafa vaxið frá alda­mótum

Sam­kvæmt skýrsl­unni hafa allir liðir launa­tengdra gjalda vaxið frá alda­mót­um. Launa­tengd gjöld hafi þannig hækkað úr því að vera 13,48 pró­sent af launum árið 2000 í 21,8 pró­sent árið 2018.

Í til­kynn­ingu frá Félagi atvinnu­rek­enda kemur fram að Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segi stjórn­endur hafa vax­andi áhyggjur af launa­tengdum kostn­aði. Hann telji enn fremur að auknar hækk­anir á launa­tengdum gjöldum komi í veg fyrir að fyr­ir­tæki geti bætt við sig starfs­fólki.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent