Hlutur útborgaðra launa lækkað mest hjá þeim tekjulægstu

Félag atvinnurekenda hefur birt nýja skýrslu um þróun launatengdra gjalda frá aldamótum.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Auglýsing

Hlutur útborg­aðra launa af heild­ar­launum hefur lækkað hjá öllum tekju­hópum á und­an­förnum árum, þó mest hjá þeim tekju­lægstu. Þetta birt­ist í skýrslu unna af Intellecon fyrir Félag atvinnu­rek­enda sem birt var í gær. Höf­undar skýrsl­unnar eru Gunnar Har­alds­son og Kári S. Frið­riks­son. Skýrslan fjall­aði um þróun launa­tengdra gjalda frá árinu 2000 til 2018. 

Ein­ungis var litið til launa­tengdra gjalda og frá­drátt­ar­liða launa, en ekki ann­arra skatta, t.d. fast­eigna­skatts. Heldur var ekki tekið til­lit til líf­eyr­is­greiðslna laun­þega og sér­eign­ar­sparn­aðar við vinnslu skýrsl­unn­ar.

Auglýsing
Atvinnurekendur greiða launa­tengd gjöld til rík­is­ins, stétt­ar­fé­laga og líf­eyr­is­sjóða. Það sama á við laun­þega en þeir greiða þó einnig útsvar til sveit­ar­fé­laga.

Útborguð laun hafa lækkað mest hjá tekju­lægstu

Sam­kvæmt skýrsl­unni hefur hlutur útborg­aðra launa af heild­ar­launum lækkað hjá öllum tekju­hóp­um, þó sé um mestu lækkun að ræða hjá þeim tekju­lægstu. Fyrir þá tekju­hópa með lægstu tíund­ina hafa gjöld sem hlut­fall af útborg­uðum launum hækkað úr 22,5 pró­sent í 26,5 pró­sent. Því sést að auknu gjöldin hafi bitnað mest á lægstu laun­un­um.

Fyrir efstu tíund­ina hefur hlut­fallið hækkað úr 28,8 pró­sentum í 32 pró­sent, en fyrir mið­gildið hækk­aði hlut­fallið úr 26,3 pró­sentum í 29,9 pró­sent.

Launa­tengd gjöld hafa vaxið frá alda­mótum

Sam­kvæmt skýrsl­unni hafa allir liðir launa­tengdra gjalda vaxið frá alda­mót­um. Launa­tengd gjöld hafi þannig hækkað úr því að vera 13,48 pró­sent af launum árið 2000 í 21,8 pró­sent árið 2018.

Í til­kynn­ingu frá Félagi atvinnu­rek­enda kemur fram að Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, segi stjórn­endur hafa vax­andi áhyggjur af launa­tengdum kostn­aði. Hann telji enn fremur að auknar hækk­anir á launa­tengdum gjöldum komi í veg fyrir að fyr­ir­tæki geti bætt við sig starfs­fólki.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent