Olíuverð heldur áfram að hríðfalla

Fjárfestar óttast að eftirspurnin í heimsbúskapnum sé að falla, með tilheyrandi efnahagserfiðleikum.

h_52684699.jpg
Auglýsing

Tunnan af hrá­olíu hefur hríð­fallið í verði í dag, og kostar nú 51 Banda­ríkja­dal. Fyrir rúm­lega einum mán­uði kost­aði tunnan tæp­lega 70 Banda­ríkja­dali. 

Sam­kvæmt umfjöllun Wall Street Journal ótt­ast fjár­festar nú að tolla­stríð Banda­ríkj­anna og Kína sé farið að grafa undan trausti á mörk­uð­um, og að fjár­festar muni á næst­unni halda að sér hönd­um, með þeim áhrifum að eft­ir­spurn minnki og dragi úr hag­vext­i. 

Fyrir Ísland eru það góðar fréttir að olíu­verðið lækki, þar sem það dregur úr kostn­aði við olíu­kaup heim­ila og fyr­ir­tækja. 

Auglýsing

Sveiflur olíu­verðs hafa verið veru­legar að und­an­förnu, en lækk­unin í dag hefur verið 3,4 pró­sent og er því spáð að það geti farið enn lægra nið­ur. Á und­an­förnum fimm árum hefur sveifl­ast frá 110 Banda­ríkja­döl­um, í lok árs 2014, og niður í 25 Banda­ríkja­dali um 18 mán­uðum síð­ar. Frá þeim tíma hefur það stigið hæst í tæp­lega 80 Banda­ríkja­dali, en síðan sveifl­ast frá 45 til 70 Banda­ríkja­dali. 

Þessar tíðu sveiflur hafa meðal ann­ars verið skýrðar með því, að umræða um tolla­stríð og nýjar við­skipta­hindr­an­ir, t.d. gagn­vart Íran og Rúss­landi, valdi því að meiri óvissa sé um hvernig efna­hags­málin í heim­inum muni þró­ast á næstu miss­er­um. 

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spáir því að hag­vöxtur í heim­inum verði 3,3 pró­sent á þessu ári, en hann verður bor­inn uppi af miklum vexti í Asíu. 

Meiri hæga­gangi er spáð í Evr­ópu, og hafa spárnar að und­an­förnu gert ráð fyrir að heldur meiri erf­ið­leikar séu í kort­unum en áður var talið. 

Á Íslandi hefur verið þver­öf­ugur gangur í efna­hags­mál­un­um. Eftir mik­inn upp­gang á und­an­förnum árum, og 4,6 pró­sent hag­vöxt í fyrra, er því spáð að það verði 0,4 pró­sent sam­dráttur í lands­fram­leiðslu, að því er segir í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent