Olíuverð heldur áfram að hríðfalla

Fjárfestar óttast að eftirspurnin í heimsbúskapnum sé að falla, með tilheyrandi efnahagserfiðleikum.

h_52684699.jpg
Auglýsing

Tunnan af hrá­olíu hefur hríð­fallið í verði í dag, og kostar nú 51 Banda­ríkja­dal. Fyrir rúm­lega einum mán­uði kost­aði tunnan tæp­lega 70 Banda­ríkja­dali. 

Sam­kvæmt umfjöllun Wall Street Journal ótt­ast fjár­festar nú að tolla­stríð Banda­ríkj­anna og Kína sé farið að grafa undan trausti á mörk­uð­um, og að fjár­festar muni á næst­unni halda að sér hönd­um, með þeim áhrifum að eft­ir­spurn minnki og dragi úr hag­vext­i. 

Fyrir Ísland eru það góðar fréttir að olíu­verðið lækki, þar sem það dregur úr kostn­aði við olíu­kaup heim­ila og fyr­ir­tækja. 

Auglýsing

Sveiflur olíu­verðs hafa verið veru­legar að und­an­förnu, en lækk­unin í dag hefur verið 3,4 pró­sent og er því spáð að það geti farið enn lægra nið­ur. Á und­an­förnum fimm árum hefur sveifl­ast frá 110 Banda­ríkja­döl­um, í lok árs 2014, og niður í 25 Banda­ríkja­dali um 18 mán­uðum síð­ar. Frá þeim tíma hefur það stigið hæst í tæp­lega 80 Banda­ríkja­dali, en síðan sveifl­ast frá 45 til 70 Banda­ríkja­dali. 

Þessar tíðu sveiflur hafa meðal ann­ars verið skýrðar með því, að umræða um tolla­stríð og nýjar við­skipta­hindr­an­ir, t.d. gagn­vart Íran og Rúss­landi, valdi því að meiri óvissa sé um hvernig efna­hags­málin í heim­inum muni þró­ast á næstu miss­er­um. 

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn spáir því að hag­vöxtur í heim­inum verði 3,3 pró­sent á þessu ári, en hann verður bor­inn uppi af miklum vexti í Asíu. 

Meiri hæga­gangi er spáð í Evr­ópu, og hafa spárnar að und­an­förnu gert ráð fyrir að heldur meiri erf­ið­leikar séu í kort­unum en áður var talið. 

Á Íslandi hefur verið þver­öf­ugur gangur í efna­hags­mál­un­um. Eftir mik­inn upp­gang á und­an­förnum árum, og 4,6 pró­sent hag­vöxt í fyrra, er því spáð að það verði 0,4 pró­sent sam­dráttur í lands­fram­leiðslu, að því er segir í Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent