Mette Fredriksen, leiðtogi Jafnaðarmanna í Danmörku, verður næsti forsætisráðherra landsins, samkvæmt útgönguspá, en kosið var til þings í Danmörku í dag. Mette 41 árs og yrði yngsti forsætisráðherra í sögu landsins.
Samkvæmt útgönguspá fengju vinstri og félagshyggjuflokkar meirihluta á þinginu, eða 90 þingsæti. Sætin eru alls 179.
Danski þjóðarflokkurinn er hruninn, miðað við niðurstöðuna í kosningunum fyrir fjórum árum. Útgönguspáin segir 9,8 prósent fylgi, en flokkurinn var með 21,1 prósent fylgi fyrir fjórum árum. Helsta stefnumálið hefur verið harðari innflytjendastefna, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið fyrir fjórum árum.
Þegar um 93 prósent atkvæða hafa verið talin, eru jafnaðarmenn með 48 þingsæti en Venstre, sem er stærsta hægriaflið í dönskum stjórnmálum, er með 43 sæti. Danski þjóðarflokkurinn er með 16 þingsæti en hann fékk 37 þingsæti fyrir fjórum árum.