14 prósent fjölgun farþega hjá Icelandair í maí

Þrátt fyrir samdrátt í ferðaþjónustu, var maí mánuður nokkuð góður hjá Icelandair, sé mið tekið af upplýsingum sem félagið birti í dag.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Í maí var far­þega­fjöldi Icelandair 419 þús­und og jókst um 14 pró­sent miðað við sama mánuð í fyrra, að því er segir í til­kynn­ingu félags­ins.  

Fram­boð var aukið um sjö pró­sent, en sæta­nýt­ing var 82,5 pró­sent sam­an­borið við 77,7 pró­sent í maí í fyrra. 

Far­þegum fjölg­aði á öllum mörk­uð­um, þó mest á mark­að­inum til Íslands, um 36 þús­und, eða sem nemur 33 pró­sent.  N-Atl­ants­hafs­mark­að­ur­inn var stærsti mark­aður félag­ins í mars með 50 pró­sent af heild­ar­far­þega­fjölda.  

Auglýsing

Aukn­ing á þeim mark­aði var 4 pró­sent.  Far­þegum á heima­mark­að­inum frá Íslandi fjölg­aði um 15 pró­sent sam­an­borið við fyrra ár. 

Þá var aukn­ing í bók­unum á hót­elum félags­ins og her­bergj­a­nýt­ing batn­aði á milli ára. 

Ferða­þjón­ustan hefur gengið í gegnum erf­ið­leika að und­an­förnu, þar sem fall WOW air í mars hefur leitt til sam­drátt­ar. Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir rúm­lega 10 pró­sent fækkun ferða­manna á þessu ári, miðað við í fyrra, en það sem af er ári er sam­drátt­ur­inn 11,2 pró­sent. 

Brott­farir erlendra far­þega frá land­inu um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl voru um 126 þús­und í maí­mán­uði eða um 39 þús­und færri en í maí árið 2018, sam­­kvæmt taln­ingu Ferða­­mála­­stofu og Isa­via.

Fækkun milli ára nemur því 23,6 pró­­sent. Sé mið tekið af þessum upp­lýs­ingum - ann­ars vegar til­kynn­ingu Icelandair og hins vegar Ferða­mála­stofu - þá virð­ist enn langt í að það tak­ist að fylla skarðið hjá WOW air.

Mark­aðsvirði Icelandair hækk­aði um 2,35 pró­sent í dag, og nemur nú tæp­lega 60 millj­örðum króna. 

Í lok þriðja árs­fjórð­ungs nam eigið fé félags­ins rúm­lega 52 millj­örðum króna.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent