14 prósent fjölgun farþega hjá Icelandair í maí

Þrátt fyrir samdrátt í ferðaþjónustu, var maí mánuður nokkuð góður hjá Icelandair, sé mið tekið af upplýsingum sem félagið birti í dag.

Icelandair - Mynd: Eric Salard
Auglýsing

Í maí var far­þega­fjöldi Icelandair 419 þús­und og jókst um 14 pró­sent miðað við sama mánuð í fyrra, að því er segir í til­kynn­ingu félags­ins.  

Fram­boð var aukið um sjö pró­sent, en sæta­nýt­ing var 82,5 pró­sent sam­an­borið við 77,7 pró­sent í maí í fyrra. 

Far­þegum fjölg­aði á öllum mörk­uð­um, þó mest á mark­að­inum til Íslands, um 36 þús­und, eða sem nemur 33 pró­sent.  N-Atl­ants­hafs­mark­að­ur­inn var stærsti mark­aður félag­ins í mars með 50 pró­sent af heild­ar­far­þega­fjölda.  

Auglýsing

Aukn­ing á þeim mark­aði var 4 pró­sent.  Far­þegum á heima­mark­að­inum frá Íslandi fjölg­aði um 15 pró­sent sam­an­borið við fyrra ár. 

Þá var aukn­ing í bók­unum á hót­elum félags­ins og her­bergj­a­nýt­ing batn­aði á milli ára. 

Ferða­þjón­ustan hefur gengið í gegnum erf­ið­leika að und­an­förnu, þar sem fall WOW air í mars hefur leitt til sam­drátt­ar. Spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir rúm­lega 10 pró­sent fækkun ferða­manna á þessu ári, miðað við í fyrra, en það sem af er ári er sam­drátt­ur­inn 11,2 pró­sent. 

Brott­farir erlendra far­þega frá land­inu um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl voru um 126 þús­und í maí­mán­uði eða um 39 þús­und færri en í maí árið 2018, sam­­kvæmt taln­ingu Ferða­­mála­­stofu og Isa­via.

Fækkun milli ára nemur því 23,6 pró­­sent. Sé mið tekið af þessum upp­lýs­ingum - ann­ars vegar til­kynn­ingu Icelandair og hins vegar Ferða­mála­stofu - þá virð­ist enn langt í að það tak­ist að fylla skarðið hjá WOW air.

Mark­aðsvirði Icelandair hækk­aði um 2,35 pró­sent í dag, og nemur nú tæp­lega 60 millj­örðum króna. 

Í lok þriðja árs­fjórð­ungs nam eigið fé félags­ins rúm­lega 52 millj­örðum króna.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent