Forsetar Rússlands og Kína gáfu í gær út tvær yfirlýsingar um að ríkin tvö ætli sér að styrkja strategsískt samband sitt. Fyrri yfirlýsingin er alhliða yfirlýsing um áframhaldandi strategíska samvinnu. Hin síðari er yfirlýsing um að viðhalda stöðugleika í heiminum. Þetta kemur fram á kínverskum ríkisfjölmiðli.
Samkvæmt fréttinni benti Xi á að óstöðugleiki ríki í alheimsstjórnmálum. Því sé styrking samskipta Rússlands og Kína söguleg köllun sem byggi á strategísku vali ríkjanna tveggja. Enn fremur ætli ríkin tvö að auka efnahagsleg tengsl sín með fjárfestingum og aukinni samvinnu í orkumálum, flugmálum og landbúnaði.
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sagðist fagna heimsókn Xi til Rússlands, þar sem Xi sé gamall vinur sinn. Pútín sagði enn fremur að Kína og Rússland verði að berjast gegn einangrunarhyggju.
Áframhaldandi vinnu undir Belti og braut verði einnig haldið áfram fyrir efnahagslega framþróun, að því kemur í fréttinni.