„Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli.“ Þetta segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hann deilir frétt RÚV um viðbrögð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við gagnrýni á nýja fjármálaáætlun hans þar sem haft var eftir Bjarna að til standi að nýta fjármuni betur í nýju áætluninni.
"Nýta fjármuni betur" Ég biðst fyrirfram afsökunar á orðbragðinu. Hvers konar helvítis bull er þetta eiginlega. Hvað...
Posted by Björn Leví Gunnarsson on Saturday, June 8, 2019
Þetta segir Björn Leví að sé ekki heiðarleg framsetning hjá fjármála- og efnahagsráðherra.
Gagnrýni á gagnrýni
Bjarni setti stöðuuppfærslu á Facebook fyrr í dag þar sem hann tjáði sig um hina nýju fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu, og er ætlað að bregðast við gjörbreytti efnahagsstöðu, en nýjustu spár Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands benda til þess að samdráttur verði í íslensku efnahagslífi á þessu ári í stað hagvaxtar, sem fyrri áætlun reiknaði með að yrði. Helstu ástæður samdráttarins eru annars vegar gjaldþrot WOW air og hins vegar loðnubrestur.
Höggið er mest á ríkið en ef ekkert verður að gert mun afkoma ríkissjóðs verða 35 milljónum krónum lakari í ár en fyrri afkomuhorfur gerðu ráð fyrir. Sama yrði upp á teningnum á næsta ári.
Í stöðuuppfærslu Bjarna segir í nýju áætluninni sé horft til þess að tryggja jafnvægi og festu í ríkisfjármálum á næstu árum. „Víða er þar komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið. Það er skylda okkar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er.“
Fjármálaáætlun liggur fyrir þinginu. Í ljósri þess að horfur hafa breyst til næstu ára hefur ríkisstjórnin lagt til að...
Posted by Bjarni Benediktsson on Saturday, June 8, 2019
Hann fjallar svo um gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, setti fram á áætlunina í gær. Hann sagðist hafa óskað eftir frekari skýringum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, þar sem hann eigi „erfitt með að trúa“ ýmsu sem komi fram í tillögunum og birti svo á Facebook-síðu sinni lista yfir tólf atriði, þar sem hann segir að niðurskurðarhnífurinn höggvi í. Hægt er að lesa um hver þau tólf atriði eru hér.
Bjarni sagði að Samfylkingin vilji helst auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld. Síðan fjallaði hann um meintan niðurskurð í bótakerfum og sagði að engin áform væru uppi um slíkan. „Gert ráð fyrir að útgjöld á málefnasviðinu vaxi á hverju ári næstu árin. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða áhrif ráðstafanirnar munu hafa. Fyrri áform með gráum lit, nýjar tillögur með bláum.
Sjá má að frá 2013 hafa framlög til málaflokksins vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár. Samkvæmt áformum stefna þau í 77 milljarða árið 2024.“