89 fyrirtæki og stofnanir með jafnlaunavottun

Háskóli Íslands hlaut nýverið jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25-89 starfsmenn hafa frest til 31. desember 2022 til að fá vottunina.

jafnretti_17497914629_o.jpg
Auglýsing

Alls hafa 89 fyrirtæki og stofnanir hlotið jafnlaunavottun, en lög um jafnlaunavottun ná yfir öll fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri. Jafnréttisstofa hefur rétt til að beita fyrirtæki sektum nái þau ekki að uppfylla kröfur um vottun fyrir tilsettan tíma.

Háskóli Íslands hlaut nýverið jafnlaunavottun, sem er jafnframt fjölmennasta stofnunin til að fá slíka vottun á Íslandi hingað til. Háskólinn hefur um 4.800 starfsmenn. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands hófst úttekt innan hans á launakerfi hans stuttu eftir að lög um jafnlaunavottun voru staðfest á Alþingi árið 2017.

Auglýsing
Meg­in­mark­mið ­jafn­launa­vott­un­ar er að vinna gegn kyn­bundnum launa­mun og stuðla að jafn­rétti kynj­anna á vinnu­mark­aði. Jafn­launa­vottun var lög­fest í júní 2017 með breyt­ingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Vottunin var lögð fram af hálfu Þorsteins Víglundssonar, fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra.

Samkvæmt upplýsingum á vefsvæði Stjórnarráðsins ná lögin til 1.180 atvinnurekenda, það er um 147.000 launamanna alls sem jafngildir um 80 prósent þeirra sem virkir eru á vinnumarkaði.

Sam­kvæmt lög­unum skal jafn­launa­vottun byggj­ast á Jafn­launa­staðl­inum ÍST 85. Staðallinn á að tryggja fag­leg vinnu­brögð sem fyr­ir­byggja beina og óbeina mis­munun vegna kyns, samkvæmt Jafnréttisstofu. ­Með inn­leið­ingu hans geta fyr­ir­tæki og stofn­anir komið sér upp stjórn­un­ar­kerfi sem tryggir að máls­með­ferð og ákvörðun í launa­málum bygg­ist á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og feli ekki í sér kyn­bundna mis­mun­un.

Launamunur óásættanlegur

Sérstökum stýrihóp var komið á um jafnlaunavottun innan Háskólans og var um flókið verk að ræða, að því er kemur fram í tilkynningunni, þar sem verkefnið náði til starfsmanna við kennslu og rannsóknir, til fastráðins starfsfólks og þeirra sem eru í tímabundnum stöðum, stjórnsýslu og stoðþjónustu og þeirra sem vinna við stundakennslu.

Samkvæmt niðurstöðum launagreiningar innan Háskólann var meðalmunur á uppreiknuðum heildarlaunum karla og kvenna án tillits til skýribreyta 11,9 prósent körlum í hag. Þegar tekið var tillit til helstu bakgrunnsþátta, svo sem menntunar, stöðu í skipuriti, aldurs, starfsaldurs, breytilegra yfirvinnutíma, tíma í stundakennslu og starfsheitis reyndist meðallaunamunur á uppreiknuðum heildarlaunum vera 1,5 prósent körlum í hag.

Að sögn Jón Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, er mikilvægt að tryggja að enginn launamunur verði til staðar innan skólans, allt annað sé óásættanlegt.

Faggiltur vottunaraðili metur hvort öll skilyrði staðalsins hafi verið uppfyllt og séu þau uppfyllt veitir hann viðkomandi fyrirtæki eða stofnun jafnlaunavottun, að því er segir á vefsíðu Jafnréttisstofu.

Auglýsing
Öll ráðuneyti á Íslandi hafa nú hlotið jafnlaunavottun, en í byrjun árs höfðu fimm ráðuneyti ekki enn hlotið jafnlaunavottun. Kjarninn hefur áður fjallað um jafnlaunavotanir. Þar kom fram að aðeins eru þrjár vottunarstofur á Íslandi, það er Vottun hf., BSI og iCert. Faggildir vottunaraðilar geta metið hvort fyrirtæki eða stofnanir uppfylli skilyrði jafnlaunastaðalsins og geta því næst veitt þeim jafnlaunavottun. Kom fram að kostnaður ­for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins ­vegna jafnlaunavottunar á árinu 2018 hafi verið áætl­aður 589.248 krón­ur, en kostnaður fer eftir umfangi hennar.

Dagsektir möguleiki

Jafnréttisstofa getur beitt fyrirtæki sem ekki hafa fengið vottun en ber skylda til að fá slíka allt að 50 þúsund króna dagsektum, að því er kemur fram í fyrri umfjöllun Kjarnans.

Jafn­rétt­is­stofa hefur heim­ild til að beita þau fyr­ir­tæki, sem ekki hafa fengið vott­un, allt að 50 þús­und króna dag­sekt­um. Jafnlaunavottun skal vera endurnýjuð á þriggja ára fresti.

89 fyrirtæki og stofnanir hafa hlotið vottun

Jafnréttisstofa heldur skrá yfir þær stofnanir og fyrirtæki sem hlotið hafa vottun. Í júní 2019 höfðu 89 fyrirtæki og stofnanir hlotið janflaunavottun.

Þá heldur Jafnréttisstofa skrá yfir fyrirtæki og stofnanir þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli, sem hafa ekki öðlast vottun. Skal þar koma fram hvort hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun hafi leitað eftir úttekt vottunaraðila á jafnlaunakerfi viðkomandi og framkvæmd þess í því skyni að öðlast vottun. Skulu samtök aðila vinnumarkaðarins hafa aðgang að skránni.

Tilgangur jafnlaunavottunar er að „draga úr kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna, efnahagslegu jafnræði sem að endingu mun meðal annars skila sér í jafnari lífeyrisgreiðslum kvenna og karla.“ Þar að auki er markmiðið að„jafnlaunavottunarferlið auki almenna starfsánægju og trú starfsmanna á að mannauðsstjórnun atvinnurekanda sé fagleg og að það bæti sýn stjórnenda á starfsmanna- og launamál sem auðveldi þeim starfsmannahald og rökstuðning við launaákvarðanir. Afraksturinn verði gagnsærra og réttlátara launakerfi.“

Frestur allt til 31. desember 2022

Tímamörk um hvenær vottunarferlinu skal vera lokið er mismunandi og fer eftir fjölda starfsmanna. Fyrirtæki og stofnanir geta hlotið frest til þess að innleiða jafnlaunakerfi sem uppfyllir kröfur staðalsins. Núverandi frestur gildir frá 31. desember 2019 fyrir fyrirtæki og stofnanir með 250 eða fleiri starfsmenn, allt til 31. desember árið 2022 fyrir fyrirtæki og stofnanir með 25-89 starfsmenn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent