89 fyrirtæki og stofnanir með jafnlaunavottun

Háskóli Íslands hlaut nýverið jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25-89 starfsmenn hafa frest til 31. desember 2022 til að fá vottunina.

jafnretti_17497914629_o.jpg
Auglýsing

Alls hafa 89 fyr­ir­tæki og stofn­anir hlotið jafn­launa­vott­un, en lög um jafn­launa­vottun ná yfir öll fyr­ir­tæki og stofn­anir með 25 starfs­menn eða fleiri. Jafn­rétt­is­stofa hefur rétt til að beita fyr­ir­tæki sektum nái þau ekki að upp­fylla kröfur um vottun fyrir til­settan tíma.

Háskóli Íslands hlaut nýverið jafn­launa­vott­un, sem er jafn­framt fjöl­menn­asta stofn­unin til að fá slíka vottun á Íslandi hingað til. Háskól­inn hefur um 4.800 starfs­menn. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Háskóla Íslands hófst úttekt innan hans á launa­kerfi hans stuttu eftir að lög um jafn­launa­vottun voru stað­fest á Alþingi árið 2017.

Auglýsing
Meg­in­mark­mið ­jafn­­­launa­vott­un­ar er að vinna gegn kyn­bundnum launa­mun og stuðla að jafn­­rétti kynj­anna á vinn­u­­mark­aði. Jafn­­­launa­vottun var lög­­­fest í júní 2017 með breyt­ingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Vott­unin var lögð fram af hálfu Þor­steins Víglunds­son­ar, fyrrum félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vefsvæði Stjórn­ar­ráðs­ins ná lögin til 1.180 atvinnu­rek­enda, það er um 147.000 launa­manna alls sem jafn­gildir um 80 pró­sent þeirra sem virkir eru á vinnu­mark­aði.

Sam­­kvæmt lög­­unum skal jafn­­­launa­vottun byggj­­ast á Jafn­­­launa­­stað­l­inum ÍST 85. Stað­all­inn á að tryggja fag­­leg vinn­u­brögð sem fyr­ir­­byggja beina og óbeina mis­­munun vegna kyns, sam­kvæmt Jafn­rétt­is­stofu. ­Með inn­­­leið­ingu hans geta fyr­ir­tæki og stofn­­anir komið sér upp stjórn­­un­­ar­­kerfi sem tryggir að máls­­með­­­ferð og ákvörðun í launa­­málum bygg­ist á mál­efna­­legum sjón­­­ar­miðum og feli ekki í sér kyn­bundna mis­­mun­un.

Launa­munur óásætt­an­legur

Sér­stökum stýri­hóp var komið á um jafn­launa­vottun innan Háskól­ans og var um flókið verk að ræða, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni, þar sem verk­efnið náði til starfs­manna við kennslu og rann­sókn­ir, til fast­ráð­ins starfs­fólks og þeirra sem eru í tíma­bundnum stöð­um, stjórn­sýslu og stoð­þjón­ustu og þeirra sem vinna við stunda­kennslu.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum launa­grein­ingar innan Háskól­ann var með­al­munur á upp­reikn­uðum heild­ar­launum karla og kvenna án til­lits til skýri­breyta 11,9 pró­sent körlum í hag. Þegar tekið var til­lit til helstu bak­grunns­þátta, svo sem mennt­un­ar, stöðu í skipu­riti, ald­urs, starfs­ald­urs, breyti­legra yfir­vinnu­tíma, tíma í stunda­kennslu og starfs­heitis reynd­ist með­al­launa­munur á upp­reikn­uðum heild­ar­launum vera 1,5 pró­sent körlum í hag.

Að sögn Jón Atla Bene­dikts­son­ar, rekt­ors Háskóla Íslands, er mik­il­vægt að tryggja að eng­inn launa­munur verði til staðar innan skól­ans, allt annað sé óásætt­an­legt.

Faggiltur vott­un­ar­að­ili metur hvort öll skil­yrði stað­als­ins hafi verið upp­fyllt og séu þau upp­fyllt veitir hann við­kom­andi fyr­ir­tæki eða stofnun jafn­launa­vott­un, að því er segir á vef­síðu Jafn­rétt­is­stofu.

Auglýsing
Öll ráðu­neyti á Íslandi hafa nú hlotið jafn­launa­vott­un, en í byrjun árs höfðu fimm ráðu­neyti ekki enn hlotið jafn­launa­vottun. Kjarn­inn hefur áður fjallað um jafn­launa­vot­an­ir. Þar kom fram að aðeins eru þrjár vott­un­ar­stofur á Íslandi, það er Vottun hf., BSI og iCert. Fag­gildir vott­un­ar­að­ilar geta metið hvort fyr­ir­tæki eða stofn­anir upp­fylli skil­yrði jafn­launa­stað­als­ins og geta því næst veitt þeim jafn­launa­vott­un. Kom fram að kostn­aður ­for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins ­vegna jafn­launa­vott­unar á árinu 2018 hafi verið áætl­­aður 589.248 krón­­ur, en kostn­aður fer eftir umfangi henn­ar.

Dag­sektir mögu­leiki

Jafn­rétt­is­stofa getur beitt fyr­ir­tæki sem ekki hafa fengið vottun en ber skylda til að fá slíka allt að 50 þús­und króna dag­sekt­um, að því er kemur fram í fyrri umfjöllun Kjarn­ans.

Jafn­­rétt­is­­stofa hefur heim­ild til að beita þau fyr­ir­tæki, sem ekki hafa fengið vott­un, allt að 50 þús­und króna dag­­sekt­­um. Jafn­launa­vottun skal vera end­ur­nýjuð á þriggja ára fresti.

89 fyr­ir­tæki og stofn­anir hafa hlotið vottun

Jafn­rétt­is­stofa heldur skrá yfir þær stofn­anir og fyr­ir­tæki sem hlotið hafa vott­un. Í júní 2019 höfðu 89 fyr­ir­tæki og stofn­anir hlotið jan­flauna­vott­un.

Þá heldur Jafn­rétt­is­stofa skrá yfir fyr­ir­tæki og stofn­anir þar sem 25 eða fleiri starfs­menn starfa að jafn­aði á árs­grund­velli, sem hafa ekki öðl­ast vott­un. Skal þar koma fram hvort hlut­að­eig­andi fyr­ir­tæki eða stofnun hafi leitað eftir úttekt vott­un­ar­að­ila á jafn­launa­kerfi við­kom­andi og fram­kvæmd þess í því skyni að öðl­ast vott­un. Skulu sam­tök aðila vinnu­mark­að­ar­ins hafa aðgang að skránni.

Til­gangur jafn­launa­vott­unar er að „draga úr kyn­bundnum launa­mun og miða að auknu launa­jafn­rétti kynj­anna, efna­hags­legu jafn­ræði sem að end­ingu mun meðal ann­ars skila sér í jafn­ari líf­eyr­is­greiðslum kvenna og karla.“ Þar að auki er mark­miðið að„­jafn­launa­vott­un­ar­ferlið auki almenna starfs­á­nægju og trú starfs­manna á að mannauðs­stjórnun atvinnu­rek­anda sé fag­leg og að það bæti sýn stjórn­enda á starfs­manna- og launa­mál sem auð­veldi þeim starfs­manna­hald og rök­stuðn­ing við launa­á­kvarð­an­ir. Afrakst­ur­inn verði gagn­særra og rétt­lát­ara launa­kerf­i.“

Frestur allt til 31. des­em­ber 2022

Tíma­mörk um hvenær vott­un­ar­ferl­inu skal vera lokið er mis­mun­andi og fer eftir fjölda starfs­manna. Fyr­ir­tæki og stofn­anir geta hlotið frest til þess að inn­leiða jafn­launa­kerfi sem upp­fyllir kröfur stað­als­ins. Núver­andi frestur gildir frá 31. des­em­ber 2019 fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir með 250 eða fleiri starfs­menn, allt til 31. des­em­ber árið 2022 fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir með 25-89 starfs­menn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent