89 fyrirtæki og stofnanir með jafnlaunavottun

Háskóli Íslands hlaut nýverið jafnlaunavottun. Fyrirtæki með 25-89 starfsmenn hafa frest til 31. desember 2022 til að fá vottunina.

jafnretti_17497914629_o.jpg
Auglýsing

Alls hafa 89 fyr­ir­tæki og stofn­anir hlotið jafn­launa­vott­un, en lög um jafn­launa­vottun ná yfir öll fyr­ir­tæki og stofn­anir með 25 starfs­menn eða fleiri. Jafn­rétt­is­stofa hefur rétt til að beita fyr­ir­tæki sektum nái þau ekki að upp­fylla kröfur um vottun fyrir til­settan tíma.

Háskóli Íslands hlaut nýverið jafn­launa­vott­un, sem er jafn­framt fjöl­menn­asta stofn­unin til að fá slíka vottun á Íslandi hingað til. Háskól­inn hefur um 4.800 starfs­menn. Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Háskóla Íslands hófst úttekt innan hans á launa­kerfi hans stuttu eftir að lög um jafn­launa­vottun voru stað­fest á Alþingi árið 2017.

Auglýsing
Meg­in­mark­mið ­jafn­­­launa­vott­un­ar er að vinna gegn kyn­bundnum launa­mun og stuðla að jafn­­rétti kynj­anna á vinn­u­­mark­aði. Jafn­­­launa­vottun var lög­­­fest í júní 2017 með breyt­ingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Vott­unin var lögð fram af hálfu Þor­steins Víglunds­son­ar, fyrrum félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vefsvæði Stjórn­ar­ráðs­ins ná lögin til 1.180 atvinnu­rek­enda, það er um 147.000 launa­manna alls sem jafn­gildir um 80 pró­sent þeirra sem virkir eru á vinnu­mark­aði.

Sam­­kvæmt lög­­unum skal jafn­­­launa­vottun byggj­­ast á Jafn­­­launa­­stað­l­inum ÍST 85. Stað­all­inn á að tryggja fag­­leg vinn­u­brögð sem fyr­ir­­byggja beina og óbeina mis­­munun vegna kyns, sam­kvæmt Jafn­rétt­is­stofu. ­Með inn­­­leið­ingu hans geta fyr­ir­tæki og stofn­­anir komið sér upp stjórn­­un­­ar­­kerfi sem tryggir að máls­­með­­­ferð og ákvörðun í launa­­málum bygg­ist á mál­efna­­legum sjón­­­ar­miðum og feli ekki í sér kyn­bundna mis­­mun­un.

Launa­munur óásætt­an­legur

Sér­stökum stýri­hóp var komið á um jafn­launa­vottun innan Háskól­ans og var um flókið verk að ræða, að því er kemur fram í til­kynn­ing­unni, þar sem verk­efnið náði til starfs­manna við kennslu og rann­sókn­ir, til fast­ráð­ins starfs­fólks og þeirra sem eru í tíma­bundnum stöð­um, stjórn­sýslu og stoð­þjón­ustu og þeirra sem vinna við stunda­kennslu.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum launa­grein­ingar innan Háskól­ann var með­al­munur á upp­reikn­uðum heild­ar­launum karla og kvenna án til­lits til skýri­breyta 11,9 pró­sent körlum í hag. Þegar tekið var til­lit til helstu bak­grunns­þátta, svo sem mennt­un­ar, stöðu í skipu­riti, ald­urs, starfs­ald­urs, breyti­legra yfir­vinnu­tíma, tíma í stunda­kennslu og starfs­heitis reynd­ist með­al­launa­munur á upp­reikn­uðum heild­ar­launum vera 1,5 pró­sent körlum í hag.

Að sögn Jón Atla Bene­dikts­son­ar, rekt­ors Háskóla Íslands, er mik­il­vægt að tryggja að eng­inn launa­munur verði til staðar innan skól­ans, allt annað sé óásætt­an­legt.

Faggiltur vott­un­ar­að­ili metur hvort öll skil­yrði stað­als­ins hafi verið upp­fyllt og séu þau upp­fyllt veitir hann við­kom­andi fyr­ir­tæki eða stofnun jafn­launa­vott­un, að því er segir á vef­síðu Jafn­rétt­is­stofu.

Auglýsing
Öll ráðu­neyti á Íslandi hafa nú hlotið jafn­launa­vott­un, en í byrjun árs höfðu fimm ráðu­neyti ekki enn hlotið jafn­launa­vottun. Kjarn­inn hefur áður fjallað um jafn­launa­vot­an­ir. Þar kom fram að aðeins eru þrjár vott­un­ar­stofur á Íslandi, það er Vottun hf., BSI og iCert. Fag­gildir vott­un­ar­að­ilar geta metið hvort fyr­ir­tæki eða stofn­anir upp­fylli skil­yrði jafn­launa­stað­als­ins og geta því næst veitt þeim jafn­launa­vott­un. Kom fram að kostn­aður ­for­­sæt­is­ráðu­­neyt­is­ins ­vegna jafn­launa­vott­unar á árinu 2018 hafi verið áætl­­aður 589.248 krón­­ur, en kostn­aður fer eftir umfangi henn­ar.

Dag­sektir mögu­leiki

Jafn­rétt­is­stofa getur beitt fyr­ir­tæki sem ekki hafa fengið vottun en ber skylda til að fá slíka allt að 50 þús­und króna dag­sekt­um, að því er kemur fram í fyrri umfjöllun Kjarn­ans.

Jafn­­rétt­is­­stofa hefur heim­ild til að beita þau fyr­ir­tæki, sem ekki hafa fengið vott­un, allt að 50 þús­und króna dag­­sekt­­um. Jafn­launa­vottun skal vera end­ur­nýjuð á þriggja ára fresti.

89 fyr­ir­tæki og stofn­anir hafa hlotið vottun

Jafn­rétt­is­stofa heldur skrá yfir þær stofn­anir og fyr­ir­tæki sem hlotið hafa vott­un. Í júní 2019 höfðu 89 fyr­ir­tæki og stofn­anir hlotið jan­flauna­vott­un.

Þá heldur Jafn­rétt­is­stofa skrá yfir fyr­ir­tæki og stofn­anir þar sem 25 eða fleiri starfs­menn starfa að jafn­aði á árs­grund­velli, sem hafa ekki öðl­ast vott­un. Skal þar koma fram hvort hlut­að­eig­andi fyr­ir­tæki eða stofnun hafi leitað eftir úttekt vott­un­ar­að­ila á jafn­launa­kerfi við­kom­andi og fram­kvæmd þess í því skyni að öðl­ast vott­un. Skulu sam­tök aðila vinnu­mark­að­ar­ins hafa aðgang að skránni.

Til­gangur jafn­launa­vott­unar er að „draga úr kyn­bundnum launa­mun og miða að auknu launa­jafn­rétti kynj­anna, efna­hags­legu jafn­ræði sem að end­ingu mun meðal ann­ars skila sér í jafn­ari líf­eyr­is­greiðslum kvenna og karla.“ Þar að auki er mark­miðið að„­jafn­launa­vott­un­ar­ferlið auki almenna starfs­á­nægju og trú starfs­manna á að mannauðs­stjórnun atvinnu­rek­anda sé fag­leg og að það bæti sýn stjórn­enda á starfs­manna- og launa­mál sem auð­veldi þeim starfs­manna­hald og rök­stuðn­ing við launa­á­kvarð­an­ir. Afrakst­ur­inn verði gagn­særra og rétt­lát­ara launa­kerf­i.“

Frestur allt til 31. des­em­ber 2022

Tíma­mörk um hvenær vott­un­ar­ferl­inu skal vera lokið er mis­mun­andi og fer eftir fjölda starfs­manna. Fyr­ir­tæki og stofn­anir geta hlotið frest til þess að inn­leiða jafn­launa­kerfi sem upp­fyllir kröfur stað­als­ins. Núver­andi frestur gildir frá 31. des­em­ber 2019 fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir með 250 eða fleiri starfs­menn, allt til 31. des­em­ber árið 2022 fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir með 25-89 starfs­menn.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent