Aðgangur almennings að upplýsingum aukinn

Alþingi samþykkti í gær tvö lagafrumvörp sem auka tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og upplýsingarétt almennings. Meðal annars verður komið á fót ráðgjafa til að leiðbeina einstaklingum og samtökum um framsetningu upplýsingabeiðna.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Auglýsing

Alþingi hefur samþykkt tvö lagafrumvörp um breytingar á stjórnsýslu- og upplýsingalögum. Frumvörpin eru hluti af aðgerðum stjórnvalda til að auka tjáningarfrelsi og upplýsingarétt almenning. Með breytingunum eru upplýsingalögin útvíkkuð og ná þau nú til hluta af starfsemi Alþingis og dómstóla. Auk þess er kveðið á í lögunum um ráðgjafi stjórnvalda sem hefur það hlutverk að stuðla að bættri upplýsingagjöf hins opinbera og ber honum meðal annars að leiðbeina almenning um framsetningu upplýsingabeiðna. 

Flóknar reglur um þagnarskyldu takmörkuðu tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna

Frumvörpin eru afrakstur nefndar sem forsætisráðherra skipaði í mars 2018 um um umbætur á lög­gjöf á sviði tján­ing­ar-, fjöl­miðla- og upp­lýs­inga­frels­is. Nefndinni var meðal ann­ars falið að fara yfir gild­andi upp­lýs­inga­lög í ljósi þró­unar á alþjóða­vett­vangi og fram­kvæmdar lag­anna og meta hvort þörf væri á laga­breyt­ing­um. 

Með lagabreytingunni bætist við kafli um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna í stjórnsýslulögin. Kaflinn hefst á yfirlýsingu um að opinberir starfsmenn hafi frelsi til að tjá sig opinberlega um atriði sem tengjast starfi þeirra svo fremi sem þagnarskylda eða trúnaðar- og hollustuskyldur standa því ekki í vegi. Með lögunum er þó ekki verið að auka við þagnarskyldu opinberra starfsmanna heldur er þeim ætlað að skýra þær reglur sem um þagnarskyldu gilda til þess að gera opinberum starfsmönnum betur kleift að nýta tjáningarfrelsi sitt. 

Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði þegar hún mælti fyrir frumvarpinu að flóknar og óljósar þagnarskyldureglur takmörkuðu tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og gætu valdið hættu á að viðkvæmar upplýsingar kæmust á almannavitorð.  Því væru skýrar reglur betri en óskýrar til að gæta beggja hagsmuna.

Auk þess voru gerðar fleiri breytingar á þagnarskylduákvæðum 80 lagabálka í því skyni að skýra og samræma framkvæmd þagnarskyldu í íslenskum rétti. 

Ráðgjafi til að aðstoða almenning við að sækja upplýsingar

Á meðal þess sem breytt var í upplýsingalögunum er að nú ná þau yfir þá hluta starfsemi Alþingis og dómstóla sem eiga mest skylt við stjórnsýslu og hert er á skyldu ráðuneyta til að birta upplýsingar um mál sem þau hafa til meðferðar. Enn fremur er nú í lögunum kveðið á um frumkvæðisskyldu ráðuneyta í að birta upplýsingar um mál sem þau hafa til meðferðar.

Jafnframt hefur tími til að svara upplýsingabeiðnum verið styttur í lögunum en ef beiðni um aðgang að gögnum hefur ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs. Þá er úrskurðarnefnd upp­lýs­inga­mál einnig gert skylt að birta úrskurð svo fljótt ­sem verða má en að jafn­aði innan 150 daga frá mót­töku henn­ar. 

Með lögunum er einnig komið á fót ráðgjafa stjórnvalda um upplýsingarétt almennings. Hann hefur það hlutverk að stuðla að bættri upplýsingagjöf hins opinbera. Honum ber meðal annars að leiðbeina einstaklingum, félagasamtökum, fjölmiðlum, lögaðilum og öðrum sem til hans leita um framsetningu beiðni um aðgang að gögnum, hvert henni skal beint og svo framvegis. Auk þess skal hann fylgjast með því hvernig opinberir aðilar rækja skyldur sínar til að veita almenningi aðgang að upplýsingum, hvort sem er samkvæmt beiðnum eða að eigin frumkvæði. 

Stefnt að því að Ísland verði í fremstu röð 

Haft er eftir forsætisráðherra í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins að með frumvörpunum sé Ísland að taka skref í þá átt að skapa sér afgerandi lagalega sérstöðu á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. 

„Ég er mjög ánægð með þennan áfanga til að auka gagnsæi og upplýsingafrelsi. Með þessum frumvörpum stígum við mikilvægt skref í átt að gagnsærri stjórnsýslu þannig að Ísland verði í fremstu röð varðandi reglur á þessu sviði. Breytingarnar fela í sér útvíkkun gildissviðs upplýsingalaga til dæmis hvað varðar stjórnsýslu, Alþingi og dómstóla en með lögunum er líka lögð ríkari kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja betur aðgengi almennings að upplýsingum,“ segir Katrín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent