Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs

Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.

Kynjajafnrétti
Auglýsing

Fyr­ir­tæki og stofn­anir með 250 starfs­menn eða fleiri hafa til lok árs að fá jafn­launa­vott­un. Hafi slík fyr­ir­tæki ekki öðl­ast vott­un­ina fara þau á opin­beran lista Jafn­rétt­is­stofu, að því er kemur fram í svari frá Jafn­rétt­is­stofu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Slíkur listi yfir fyr­ir­tæki og stofn­anir sem þegar hafa hlotið jafn­launa­vott­un er nú þegar til og aðgengi­leg­ur á vef­svæði Jafn­rétt­is­stofu. Hann hefur þó enn ekki verið búinn til fyrir þau fyr­ir­tæki og stofn­anir sem ekki hafa slíka vott­un, þar sem frest­ur­inn er enn ekki lið­inn.

Um einn lista verður að ræða þegar upp verði stað­ið, að því er kemur fram í svari Jafn­rétt­is­stofu. Tíma­mörk um hvenær vott­un­ar­ferl­inu skal vera lokið er mis­mun­andi og fer eftir fjölda starfs­manna. 

Auglýsing
Fyrirtæki og stofn­anir geta hlotið frest til þess að inn­leiða jafn­launa­kerfi sem upp­fyllir kröfur stað­als­ins. Núver­andi frestur gildir frá 31. des­em­ber 2019 fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir með 250 eða fleiri starfs­menn, allt til 31. des­em­ber árið 2022 fyrir fyr­ir­tæki og stofn­anir með 25-89 starfs­menn.

2,8 pró­sent fyr­ir­tækja með 25-89 starfs­menn með vottun

Nú eru um 862 fyr­ir­tæki með 25-89 starfs­menn. Þar af hafa ein­ungis 24 hlotið jafn­launa­vott­un. Það þýðir að ein­ungis um 2,8 pró­sent fyr­ir­tækja í þeim flokki eru með jafn­launa­vott­un.

Vert er þó að hafa í huga að tala þeirra 862 fyr­ir­tækja með slíkan fjölda starfs­manna getur verið breyti­leg­ur. Auk þess hafa slík fyr­ir­tæki til 31. des­em­ber 2022 til þess að öðl­ast slíka vott­un.

Jafn­rétt­is­stofa getur beitt dag­sekt­um.

Sam­kvæmt reglu­gerð um jafn­launa­vottun hefur Jafn­rétt­is­stofa rétt til að beita dag­sekt­um. Dag­sekt­irnar verða gerðar sam­kvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Jafn­rétt­is­stofa getur beitt fyr­ir­tæki sem ekki hafa fengið vottun en ber skylda til að fá slíka allt að 50 þús­und króna dag­sekt­um, að því er kemur fram í fyrri umfjöllun Kjarn­ans.

Jafn­­rétt­is­­stofa hefur heim­ild til að beita þau fyr­ir­tæki, sem ekki hafa fengið vott­un, allt að 50 þús­und króna dag­­sekt­­um. Jafn­launa­vottun skal vera end­ur­nýjuð á þriggja ára fresti.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent