Einhverjar umfangsmestu húsnæðisframkvæmdir Íslandssögunnar

Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um að fá að byggja eða kaupa íbúðir með stofnframlagi ríkisins en í ár. Áætlað er að heildarfjárfesting í öruggu leiguhúsnæði fyrir almenning muni nema á bilinu 60 til 75 milljörðum á tímabilinu 2016 til 2024.

7DM_3285_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist Íbúða­lána­sjóði um stofn­fram­lög rík­is­ins til kaupa og bygg­ingar almennra íbúða en í ár. Alls bár­ust 44 umsóknar um þá rúm­lega þrjá millj­arða sem úthlutað verður á árinu 2019. Mark­mið stofn­fram­lag­anna er að bæta hús­næð­is­ör­yggi efna­minni fjöl­skyldna og ein­stak­linga með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi íbúð­ar­hús­næði til leig­u. ­Í­búða­lána­sjóður áætlar að heild­ar­fjár­fest­ing í öruggu leigu­hús­næði fyrir almenn­ing muni nema á bil­inu 60 til 75 millj­örðum á árunum 2016 til 2024.

Leigu­í­búðir fyrir almenn­ing með stofn­fram­lögum

Árið 2016 var haf­ist handa við að inn­leiða stofn­fram­lög sem nýtt form af opin­berum hús­næð­is­stuðn­ingi með það fyrir augum að slá á þann mikla hús­næð­is­vanda sem lág- og lægri milli­tekju­hópar hafa mátt stríða við síð­ustu ár. ­Stofn­fram­lög er hús­næði­lausn sem byggir á d­anskri fyr­ir­mynd og felur í sér að félaga­sam­tök, sveit­ar­fé­lög og aðrir aðilar sem upp­fylla ákveðin skil­yrði geta fengið eig­in­fjár­fram­lag frá ríki og sveit­ar­fé­lögum til að byggja og reka leigu­hús­næði þar sem íbúar öðl­ast rétt til öruggrar lang­tíma­leig­u. 

Til að eiga rétt á slíkri íbúð mega tekjur og eignir fólks ekki vera yfir ákveðnum mörk­um. Til­gang­ur­inn með því að setja þessi skil­yrði er að tryggja að sá hluti almenn­ings sem mest hefur liðið fyrir háa húsa­leigu gangi fyrir í þessu kerfi. Mark­miðið er að fólk sem fær úthlutað öruggri leigu­í­búð þurfi ekki að verja meira en 25 pró­sent af tekjum sínum í leigu­greiðsl­ur.Mynd Íbúðalánasjóður

Frá árinu 2016 hefur Íbúða­lána­sjóður úthlut­að 8,5 millj­örð­u­m króna í stofn­fram­lög til bygg­ingar og kaupa á 1.592 ör­uggum leigu­í­búðum sem fólk í lág- og lægri milli­tekju­hópum á rétt á að leigja.  Á síð­ustu þremur árum hefur hlut­falls­leg skipt­ing stofn­fram­laga á milli nýbygg­inga og keyptra íbúða, verið 82 pró­sent nýbygg­inga og 18 pró­sent kaup.

Sótt um sex millj­arða króna 

Umsóknum til stofn­fram­laga hafa auk­ist með hverju ári síð­ustu þrjú ár en í ár var met­að­sókn. Alls bár­ust alls 44 umsóknar um þá rúm­lega þrjár millj­ónir sem út­hlut­að­ir verða í ár. Sveit­ar­fé­lög á hverjum stað leggja einnig fram stofn­fram­lag í formi beins fjár­fram­lags, lóða eða nið­ur­fell­ingu opin­berra gjalda.

Sótt var um stofn­fram­lag vegna 915 íbúða, þarf af til bygg­ingar á 619 íbúðum og kaupum á 296 íbúðum sem stað­settar yrðu vítt og breitt um landið eða alls í 22 sveit­ar­fé­lög­um. Heild­­ar­fjár­­hæð ­stofn­fram­laga ­rík­is­ins ­sem sótt er um er rúmir 6 millj­­arða króna en heild­ar­fjár­hæð umsókna um stofn­fram­lag sveit­ar­fé­laga er tæpir fjórir millj­arðar króna. ­Í­búð­irnar eru ætl­aðar tekju- og eigna­minni leigj­end­um, þar með talið náms­mönn­um, öldruð­um, fötl­uðu fólki og skjól­stæð­ingum félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Heild­ar­fram­kvæmd­ar­kostn­aður verk­efn­anna er áætl­aður um 29,8 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Fjár­magn sem veitt er til stofn­styrkja er ákveðið í fjár­lögum á hverju ári og ef ekki er unnt að sam­þykkja allar umsóknir metur Íbúða­lána­sjóður á hvaða svæði er brýn­ust þörf fyrir leigu­hús­næði fyrir leigj­endur undir tekju- og ­eign­ar­mörk­um. 

Ólafur Þór Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri hús­næð­is­sviðs Íbúða­lána­sjóðs, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að unnið sé að því að fara yfir umsókn­irnar og að næsta úthlutun sjóðs­ins muni fara fram í sum­ar. Hann segir jafn­framt að á næstu þremur árum er áætlað að út­hluta sam­bæri­legum fjár­hæðum innan kerf­is­ins, eða rúm­lega 3 millj­örðum króna árlega og 1,5 millj­arði árlega tvö ár eftir það. 

Ríkið getur auk þess veitt 6 pró­sent við­bót­ar­fram­lag 

Stofn­fram­lag rík­is­ins getur numið 18 pró­sent af stofn­verði íbúðar og getur verið í formi beins fram­lags eða vaxta­nið­ur­greiðslu. Fram­lag rík­is­ins er ígildi eigin fjár en fram­lag sveit­ar­fé­laga getur falist í beinu fram­lagi, úthlutun lóðar eða lækkun eða nið­ur­fell­ingu á gjöldum sem umsækj­anda ber að greiða til sveit­ar­fé­lags­ins vegna íbúð­anna. 

Mynd: Íbúðalánasjóður

Ríkið getur auk þess veitt 6 pró­sent við­bót­ar­fram­lag og sveit­ar­fé­lag 4 pró­sent við­bót­ar­fram­lag til svæða þar sem skortur er á leigu­hús­næði og bygg­ing íbúða hefur verið í lág­marki á svæð­inu eða sér­stök vand­kvæði hafa verið í fjár­mögnun á almennum mark­að­i. 

Einnig getur ríkið veitt 4 pró­sent við­bót­ar­fram­lag vegna íbúð­ar­hús­næðis á vegum sveit­ar­fé­laga og vegna ­í­búð­ar­hús­næð­is ­sem ætlað er náms­mönnum og öryrkj­um.

Heild­ar­fjár­fest­ingin nemur allt að 75 millj­örðum á tíma­bil­inu

Ólafur segir að það megi áætla að heild­ar­fjár­fest­ing í öruggu leigu­hús­næði fyrir almenn­ing muni nema á bil­in­u 60 til 75 millj­örðum króna á árunum 2016 til 2024. Í þeirri tölu er með­talið fram­lag bygg­ing­ar­að­il­anna sjálfra sem byggja munu rúm­lega þrjú þús­und íbúðir á tíma­bil­in­u. 

Hann segir að af heild­ar­fjár­fest­ingu munu stofn­fram­lög rík­is­ins nema á bil­inu 22 til 23 millj­örðum króna en að enda­leg tala muni þó ráð­ast af ­sam­setn­ing­u verk­efna og þró­un ­bygg­ing­ar­kostn­að­ur. „End­an­leg tala ræðst af sam­setn­ingu verk­efna og þróun bygg­ing­ar­kostn­að­ar­ en óhætt er að full­yrða að um sé að ræða­ein­hverjar um­fangs­mestu hús­næð­is­fram­kvæmdir í Íslands­sög­unn­i,“ segir Ólaf­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent