Einhverjar umfangsmestu húsnæðisframkvæmdir Íslandssögunnar

Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um að fá að byggja eða kaupa íbúðir með stofnframlagi ríkisins en í ár. Áætlað er að heildarfjárfesting í öruggu leiguhúsnæði fyrir almenning muni nema á bilinu 60 til 75 milljörðum á tímabilinu 2016 til 2024.

7DM_3285_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist Íbúða­lána­sjóði um stofn­fram­lög rík­is­ins til kaupa og bygg­ingar almennra íbúða en í ár. Alls bár­ust 44 umsóknar um þá rúm­lega þrjá millj­arða sem úthlutað verður á árinu 2019. Mark­mið stofn­fram­lag­anna er að bæta hús­næð­is­ör­yggi efna­minni fjöl­skyldna og ein­stak­linga með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi íbúð­ar­hús­næði til leig­u. ­Í­búða­lána­sjóður áætlar að heild­ar­fjár­fest­ing í öruggu leigu­hús­næði fyrir almenn­ing muni nema á bil­inu 60 til 75 millj­örðum á árunum 2016 til 2024.

Leigu­í­búðir fyrir almenn­ing með stofn­fram­lögum

Árið 2016 var haf­ist handa við að inn­leiða stofn­fram­lög sem nýtt form af opin­berum hús­næð­is­stuðn­ingi með það fyrir augum að slá á þann mikla hús­næð­is­vanda sem lág- og lægri milli­tekju­hópar hafa mátt stríða við síð­ustu ár. ­Stofn­fram­lög er hús­næði­lausn sem byggir á d­anskri fyr­ir­mynd og felur í sér að félaga­sam­tök, sveit­ar­fé­lög og aðrir aðilar sem upp­fylla ákveðin skil­yrði geta fengið eig­in­fjár­fram­lag frá ríki og sveit­ar­fé­lögum til að byggja og reka leigu­hús­næði þar sem íbúar öðl­ast rétt til öruggrar lang­tíma­leig­u. 

Til að eiga rétt á slíkri íbúð mega tekjur og eignir fólks ekki vera yfir ákveðnum mörk­um. Til­gang­ur­inn með því að setja þessi skil­yrði er að tryggja að sá hluti almenn­ings sem mest hefur liðið fyrir háa húsa­leigu gangi fyrir í þessu kerfi. Mark­miðið er að fólk sem fær úthlutað öruggri leigu­í­búð þurfi ekki að verja meira en 25 pró­sent af tekjum sínum í leigu­greiðsl­ur.Mynd Íbúðalánasjóður

Frá árinu 2016 hefur Íbúða­lána­sjóður úthlut­að 8,5 millj­örð­u­m króna í stofn­fram­lög til bygg­ingar og kaupa á 1.592 ör­uggum leigu­í­búðum sem fólk í lág- og lægri milli­tekju­hópum á rétt á að leigja.  Á síð­ustu þremur árum hefur hlut­falls­leg skipt­ing stofn­fram­laga á milli nýbygg­inga og keyptra íbúða, verið 82 pró­sent nýbygg­inga og 18 pró­sent kaup.

Sótt um sex millj­arða króna 

Umsóknum til stofn­fram­laga hafa auk­ist með hverju ári síð­ustu þrjú ár en í ár var met­að­sókn. Alls bár­ust alls 44 umsóknar um þá rúm­lega þrjár millj­ónir sem út­hlut­að­ir verða í ár. Sveit­ar­fé­lög á hverjum stað leggja einnig fram stofn­fram­lag í formi beins fjár­fram­lags, lóða eða nið­ur­fell­ingu opin­berra gjalda.

Sótt var um stofn­fram­lag vegna 915 íbúða, þarf af til bygg­ingar á 619 íbúðum og kaupum á 296 íbúðum sem stað­settar yrðu vítt og breitt um landið eða alls í 22 sveit­ar­fé­lög­um. Heild­­ar­fjár­­hæð ­stofn­fram­laga ­rík­is­ins ­sem sótt er um er rúmir 6 millj­­arða króna en heild­ar­fjár­hæð umsókna um stofn­fram­lag sveit­ar­fé­laga er tæpir fjórir millj­arðar króna. ­Í­búð­irnar eru ætl­aðar tekju- og eigna­minni leigj­end­um, þar með talið náms­mönn­um, öldruð­um, fötl­uðu fólki og skjól­stæð­ingum félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Heild­ar­fram­kvæmd­ar­kostn­aður verk­efn­anna er áætl­aður um 29,8 millj­arðar króna. 

Auglýsing

Fjár­magn sem veitt er til stofn­styrkja er ákveðið í fjár­lögum á hverju ári og ef ekki er unnt að sam­þykkja allar umsóknir metur Íbúða­lána­sjóður á hvaða svæði er brýn­ust þörf fyrir leigu­hús­næði fyrir leigj­endur undir tekju- og ­eign­ar­mörk­um. 

Ólafur Þór Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri hús­næð­is­sviðs Íbúða­lána­sjóðs, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að unnið sé að því að fara yfir umsókn­irnar og að næsta úthlutun sjóðs­ins muni fara fram í sum­ar. Hann segir jafn­framt að á næstu þremur árum er áætlað að út­hluta sam­bæri­legum fjár­hæðum innan kerf­is­ins, eða rúm­lega 3 millj­örðum króna árlega og 1,5 millj­arði árlega tvö ár eftir það. 

Ríkið getur auk þess veitt 6 pró­sent við­bót­ar­fram­lag 

Stofn­fram­lag rík­is­ins getur numið 18 pró­sent af stofn­verði íbúðar og getur verið í formi beins fram­lags eða vaxta­nið­ur­greiðslu. Fram­lag rík­is­ins er ígildi eigin fjár en fram­lag sveit­ar­fé­laga getur falist í beinu fram­lagi, úthlutun lóðar eða lækkun eða nið­ur­fell­ingu á gjöldum sem umsækj­anda ber að greiða til sveit­ar­fé­lags­ins vegna íbúð­anna. 

Mynd: Íbúðalánasjóður

Ríkið getur auk þess veitt 6 pró­sent við­bót­ar­fram­lag og sveit­ar­fé­lag 4 pró­sent við­bót­ar­fram­lag til svæða þar sem skortur er á leigu­hús­næði og bygg­ing íbúða hefur verið í lág­marki á svæð­inu eða sér­stök vand­kvæði hafa verið í fjár­mögnun á almennum mark­að­i. 

Einnig getur ríkið veitt 4 pró­sent við­bót­ar­fram­lag vegna íbúð­ar­hús­næðis á vegum sveit­ar­fé­laga og vegna ­í­búð­ar­hús­næð­is ­sem ætlað er náms­mönnum og öryrkj­um.

Heild­ar­fjár­fest­ingin nemur allt að 75 millj­örðum á tíma­bil­inu

Ólafur segir að það megi áætla að heild­ar­fjár­fest­ing í öruggu leigu­hús­næði fyrir almenn­ing muni nema á bil­in­u 60 til 75 millj­örðum króna á árunum 2016 til 2024. Í þeirri tölu er með­talið fram­lag bygg­ing­ar­að­il­anna sjálfra sem byggja munu rúm­lega þrjú þús­und íbúðir á tíma­bil­in­u. 

Hann segir að af heild­ar­fjár­fest­ingu munu stofn­fram­lög rík­is­ins nema á bil­inu 22 til 23 millj­örðum króna en að enda­leg tala muni þó ráð­ast af ­sam­setn­ing­u verk­efna og þró­un ­bygg­ing­ar­kostn­að­ur. „End­an­leg tala ræðst af sam­setn­ingu verk­efna og þróun bygg­ing­ar­kostn­að­ar­ en óhætt er að full­yrða að um sé að ræða­ein­hverjar um­fangs­mestu hús­næð­is­fram­kvæmdir í Íslands­sög­unn­i,“ segir Ólaf­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent