Samþykkja frumvarp um breyt­ingu á lögum vegna brott­falls laga um kjara­ráð

Kjararáð var afar umdeilt eftir að ákvarðanir þess höfðu síendurtekið verið gagnrýndar en Alþingi samþykkti síðasta sumar að leggja það niður. Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í dag frum­varp til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna brott­falls laga um kjara­ráð en mark­mið þeirra er að koma á fót nýju fyr­ir­komu­lagi launa­á­kvarð­ana fyrir þá sem féllu undir kjara­ráð. Frum­varpið var sam­þykkt með 31 atkvæði en 18 þing­menn sátu hjá.

Lagt var til að laun þjóð­kjör­inna manna ann­ars vegar og dóm­ara, sak­sókn­ara, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra, rík­is­sátta­semj­ara, seðla­banka­stjóra og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra hins vegar yrðu ákvörðuð með fastri krónu­tölu­fjár­hæð og þau síðan end­ur­á­kvörðuð 1. júlí ár hvert miðað við hlut­falls­lega breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins.

Jafn­framt var lagt til að ráð­herra, sem fer með starfs­manna­mál, gæti ákveðið að hækka launin hlut­falls­lega 1. jan­úar ár hvert til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins svo að launa­hækk­anir þess­ara aðila yrði jafn­ari og nær almennri þróun kjara­mála í tíma en ef hækk­unin yrði aðeins einu sinni á ári.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir að laun og starfs­kjör for­seta­rit­ara og nefnd­ar­manna í fullu starfi hjá nokkrum úrskurð­ar­nefndum verði ákvörðuð með hlið­sjón af því launa­fyr­ir­komu­lagi sem ákveðið er í lög­um.

Að auki er gert ráð fyrir að laun og starfs­kjör skrif­stofu­stjóra sem heyra undir ráð­herra sem fer með starfs­manna­mál rík­is­ins, sem fara með fyr­ir­svar fyrir hönd ráð­herra við gerð kjara­samn­inga, verði ákveðin af ráð­herra með hlið­sjón af kjara­samn­ingi sem aðrir skrif­stofu­stjórar Stjórn­ar­ráðs­ins falla und­ir. Enn fremur var lagt til að laun og starfs­kjör sendi­herra félli undir kjara­samn­inga og að við­kom­andi stétt­ar­fé­lag semdi fyrir þeirra hönd.

Ákvarð­anir kjara­ráðs umdeildar

­Sam­­­þykkt var á Alþingi í fyrra­­­sumar að leggja kjara­ráð, sjálf­­­­stætt ráð sem er falið var það verk­efni að ákveða laun og starfs­­­­kjör æðstu emb­ætt­is­­­­manna rík­­­­is­ins, nið­­­ur. Það var gert í kjöl­far þess að starfs­hópur sem skip­aður var af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­­sæt­is­ráð­herra lagði slíkt til í febr­­­úar 2018.

Sá hópur var skip­aður eftir að ákvarð­­­anir kjara­ráðs höfðu síend­­­ur­­­tekið valdið ill­­­deilum á vinn­u­­­mark­aði og hneykslun í sam­­­fé­lag­inu. Bar það hæst sú ákvörðun kjara­ráðs í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­falls­­­­­­­­lega mest við ákvörðun kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­sent.

Laun þing­manna og ráð­herra hækka ekki 1. júlí

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi efna­hags- og við­­skipta­­nefnd Alþingis minn­is­­blað í apríl síð­ast­liðn­um, með sam­­þykki rík­­is­­stjórn­­­ar, þar sem hann lagði til tvær breyt­ingar á frum­varp­inu.

Önnur breyt­ingin var sú að launa­hækkun kjör­inna full­­trúa – þing­­manna og ráð­herra – sem átti að koma til fram­­kvæmda 1. júlí næst­kom­andi myndi ekki verða. Þess í stað yrði ráð­herr­­anum veitt heim­ild í eitt skipti til að hækka laun laun þjóð­­kjör­inna full­­trúa þann 1. jan­úar 2020 til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á launum þann 1. júlí 2020.

Auk þess var lagt til að ákvæði um heim­ild ráð­herra til að hækka laun 1. jan­úar til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á launum 1. júlí yrði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frum­varps­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent