Samþykkja frumvarp um breyt­ingu á lögum vegna brott­falls laga um kjara­ráð

Kjararáð var afar umdeilt eftir að ákvarðanir þess höfðu síendurtekið verið gagnrýndar en Alþingi samþykkti síðasta sumar að leggja það niður. Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í dag frum­varp til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna brott­falls laga um kjara­ráð en mark­mið þeirra er að koma á fót nýju fyr­ir­komu­lagi launa­á­kvarð­ana fyrir þá sem féllu undir kjara­ráð. Frum­varpið var sam­þykkt með 31 atkvæði en 18 þing­menn sátu hjá.

Lagt var til að laun þjóð­kjör­inna manna ann­ars vegar og dóm­ara, sak­sókn­ara, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra, rík­is­sátta­semj­ara, seðla­banka­stjóra og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra hins vegar yrðu ákvörðuð með fastri krónu­tölu­fjár­hæð og þau síðan end­ur­á­kvörðuð 1. júlí ár hvert miðað við hlut­falls­lega breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins.

Jafn­framt var lagt til að ráð­herra, sem fer með starfs­manna­mál, gæti ákveðið að hækka launin hlut­falls­lega 1. jan­úar ár hvert til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins svo að launa­hækk­anir þess­ara aðila yrði jafn­ari og nær almennri þróun kjara­mála í tíma en ef hækk­unin yrði aðeins einu sinni á ári.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir að laun og starfs­kjör for­seta­rit­ara og nefnd­ar­manna í fullu starfi hjá nokkrum úrskurð­ar­nefndum verði ákvörðuð með hlið­sjón af því launa­fyr­ir­komu­lagi sem ákveðið er í lög­um.

Að auki er gert ráð fyrir að laun og starfs­kjör skrif­stofu­stjóra sem heyra undir ráð­herra sem fer með starfs­manna­mál rík­is­ins, sem fara með fyr­ir­svar fyrir hönd ráð­herra við gerð kjara­samn­inga, verði ákveðin af ráð­herra með hlið­sjón af kjara­samn­ingi sem aðrir skrif­stofu­stjórar Stjórn­ar­ráðs­ins falla und­ir. Enn fremur var lagt til að laun og starfs­kjör sendi­herra félli undir kjara­samn­inga og að við­kom­andi stétt­ar­fé­lag semdi fyrir þeirra hönd.

Ákvarð­anir kjara­ráðs umdeildar

­Sam­­­þykkt var á Alþingi í fyrra­­­sumar að leggja kjara­ráð, sjálf­­­­stætt ráð sem er falið var það verk­efni að ákveða laun og starfs­­­­kjör æðstu emb­ætt­is­­­­manna rík­­­­is­ins, nið­­­ur. Það var gert í kjöl­far þess að starfs­hópur sem skip­aður var af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­­sæt­is­ráð­herra lagði slíkt til í febr­­­úar 2018.

Sá hópur var skip­aður eftir að ákvarð­­­anir kjara­ráðs höfðu síend­­­ur­­­tekið valdið ill­­­deilum á vinn­u­­­mark­aði og hneykslun í sam­­­fé­lag­inu. Bar það hæst sú ákvörðun kjara­ráðs í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­falls­­­­­­­­lega mest við ákvörðun kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­sent.

Laun þing­manna og ráð­herra hækka ekki 1. júlí

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi efna­hags- og við­­skipta­­nefnd Alþingis minn­is­­blað í apríl síð­ast­liðn­um, með sam­­þykki rík­­is­­stjórn­­­ar, þar sem hann lagði til tvær breyt­ingar á frum­varp­inu.

Önnur breyt­ingin var sú að launa­hækkun kjör­inna full­­trúa – þing­­manna og ráð­herra – sem átti að koma til fram­­kvæmda 1. júlí næst­kom­andi myndi ekki verða. Þess í stað yrði ráð­herr­­anum veitt heim­ild í eitt skipti til að hækka laun laun þjóð­­kjör­inna full­­trúa þann 1. jan­úar 2020 til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á launum þann 1. júlí 2020.

Auk þess var lagt til að ákvæði um heim­ild ráð­herra til að hækka laun 1. jan­úar til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á launum 1. júlí yrði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frum­varps­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent