Samþykkja frumvarp um breyt­ingu á lögum vegna brott­falls laga um kjara­ráð

Kjararáð var afar umdeilt eftir að ákvarðanir þess höfðu síendurtekið verið gagnrýndar en Alþingi samþykkti síðasta sumar að leggja það niður. Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, lagði frumvarpið fram.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í dag frum­varp til laga um breyt­ingu á ýmsum lögum vegna brott­falls laga um kjara­ráð en mark­mið þeirra er að koma á fót nýju fyr­ir­komu­lagi launa­á­kvarð­ana fyrir þá sem féllu undir kjara­ráð. Frum­varpið var sam­þykkt með 31 atkvæði en 18 þing­menn sátu hjá.

Lagt var til að laun þjóð­kjör­inna manna ann­ars vegar og dóm­ara, sak­sókn­ara, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra, rík­is­sátta­semj­ara, seðla­banka­stjóra og aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra hins vegar yrðu ákvörðuð með fastri krónu­tölu­fjár­hæð og þau síðan end­ur­á­kvörðuð 1. júlí ár hvert miðað við hlut­falls­lega breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins.

Jafn­framt var lagt til að ráð­herra, sem fer með starfs­manna­mál, gæti ákveðið að hækka launin hlut­falls­lega 1. jan­úar ár hvert til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á með­al­tali reglu­legra launa starfs­manna rík­is­ins svo að launa­hækk­anir þess­ara aðila yrði jafn­ari og nær almennri þróun kjara­mála í tíma en ef hækk­unin yrði aðeins einu sinni á ári.

Auglýsing

Gert er ráð fyrir að laun og starfs­kjör for­seta­rit­ara og nefnd­ar­manna í fullu starfi hjá nokkrum úrskurð­ar­nefndum verði ákvörðuð með hlið­sjón af því launa­fyr­ir­komu­lagi sem ákveðið er í lög­um.

Að auki er gert ráð fyrir að laun og starfs­kjör skrif­stofu­stjóra sem heyra undir ráð­herra sem fer með starfs­manna­mál rík­is­ins, sem fara með fyr­ir­svar fyrir hönd ráð­herra við gerð kjara­samn­inga, verði ákveðin af ráð­herra með hlið­sjón af kjara­samn­ingi sem aðrir skrif­stofu­stjórar Stjórn­ar­ráðs­ins falla und­ir. Enn fremur var lagt til að laun og starfs­kjör sendi­herra félli undir kjara­samn­inga og að við­kom­andi stétt­ar­fé­lag semdi fyrir þeirra hönd.

Ákvarð­anir kjara­ráðs umdeildar

­Sam­­­þykkt var á Alþingi í fyrra­­­sumar að leggja kjara­ráð, sjálf­­­­stætt ráð sem er falið var það verk­efni að ákveða laun og starfs­­­­kjör æðstu emb­ætt­is­­­­manna rík­­­­is­ins, nið­­­ur. Það var gert í kjöl­far þess að starfs­hópur sem skip­aður var af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­­sæt­is­ráð­herra lagði slíkt til í febr­­­úar 2018.

Sá hópur var skip­aður eftir að ákvarð­­­anir kjara­ráðs höfðu síend­­­ur­­­tekið valdið ill­­­deilum á vinn­u­­­mark­aði og hneykslun í sam­­­fé­lag­inu. Bar það hæst sú ákvörðun kjara­ráðs í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­falls­­­­­­­­lega mest við ákvörðun kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­sent.

Laun þing­manna og ráð­herra hækka ekki 1. júlí

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi efna­hags- og við­­skipta­­nefnd Alþingis minn­is­­blað í apríl síð­ast­liðn­um, með sam­­þykki rík­­is­­stjórn­­­ar, þar sem hann lagði til tvær breyt­ingar á frum­varp­inu.

Önnur breyt­ingin var sú að launa­hækkun kjör­inna full­­trúa – þing­­manna og ráð­herra – sem átti að koma til fram­­kvæmda 1. júlí næst­kom­andi myndi ekki verða. Þess í stað yrði ráð­herr­­anum veitt heim­ild í eitt skipti til að hækka laun laun þjóð­­kjör­inna full­­trúa þann 1. jan­úar 2020 til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á launum þann 1. júlí 2020.

Auk þess var lagt til að ákvæði um heim­ild ráð­herra til að hækka laun 1. jan­úar til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á launum 1. júlí yrði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frum­varps­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent