Telja Sýn hafa brotið fjölmiðlalög með birt­ingu per­sónu­upp­lýs­inga

Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi brotið gegn 26. grein laga um fjölmiðla með birtingu viðkvæmra persónugreinanlegra persónuupplýsinga um einstakling í frétt á Vísi.

Sýn - Suðurlandsbraut
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Sýn hf. hafi brotið gegn lögum um fjöl­miðla með birt­ingu við­kvæmra per­sónu­grein­an­legra per­sónu­upp­lýs­inga um ein­stak­ling í frétt á vef­miðl­inum Vísi.

Þetta kemur fram í áliti fjöl­miðla­nefndar sem birt var í dag.

Málið var tekið til efn­is­legrar með­ferðar á grund­velli kvört­unar frá ein­stak­lingi, sem taldi efni fréttar Vísis brjóta gegn rétti sínum til frið­helgi einka­lífs. Fram kemur í áliti nefnd­ar­innar að hún hafi sam­þykkt að taka málið til efn­is­legrar með­ferð­ar, með vísan til starfs­reglna nefnd­ar­inn­ar, þar sem meint brot virt­ist alvar­legt og að kvart­andi hefði ríka hags­muni af með­ferð máls.

Auglýsing

Fjallað um ummæli í lok­uðum Face­book-hópum

Fram kemur í umfjöllun fjöl­miðla­nefndar um málið að í frétt­inni hafi verið fjallað um ummæli sem fallið höfðu í lok­uðum Face­book-hópum um einka­líf kvart­anda, kyn­hegðun og heilsu­far og hafi umfjöll­unin þar með varðað við­kvæmar per­sónu­upp­lýs­ingar um kvart­anda. Skylda fjöl­miðla til að virða frið­helgi einka­lífs feli í sér skyldu til að gæta sér­stakrar var­kárni við birt­ingu við­kvæmra per­sónu­upp­lýs­inga.

Í frétt Vísis hafi verið nákvæm per­sónu­lýs­ing af kvart­anda og hafi hann þar verið auð­kenndur með þeim hætti að þeim sem þekktu til hans hafi verið unnt að átta sig á því um hvern var fjall­að. Hafi sam­an­lagðar breytur í þeim upp­lýs­ingum sem fram komu í umfjöllun Vísis gefið til kynna hver átti í hlut og telj­ist þær því per­sónu­grein­an­leg­ar. Auk þess hafi nöfn Face­book-hópanna, þar sem kvart­andi var nafn­greindur og frekar rætt um hann, verið birt í frétt Vísis en af þeim sökum hafi les­endur fjöl­mið­ils­ins með raun­hæfum úrræðum getað nálg­ast nafn kvart­anda, mynd af honum og fleiri ummæli um hann á Face­book.

Birt­ing upp­lýs­ing­anna ekki rétt­lætt með vísan til lýð­ræð­is­hlut­verks

Fram kemur í áliti nefnd­ar­innar að frétt Vísis hafi að hluta fjallað um að tján­ing á sam­fé­lags­miðlum telj­ist opin­ber birt­ing. Við með­ferð máls­ins hafi komið fram að Sýn telji það atriði varða almanna­hags­muni, þ.e. að almenn­ingur geri sér grein fyrir ábyrgð sinni þegar fjallað sé um nafn­greinda menn í lok­uðum en fjöl­mennum Face­book-hóp­um.

Í áliti fjöl­miðla­nefndar segir að fjöl­miðlar gegni mik­il­vægu lýð­ræð­is­hlut­verki og þjóni upp­lýs­inga­rétti almenn­ings. Það merki þó ekki að engar hömlur séu á því hversu nærri ein­stak­lingum megi ganga í fréttaum­fjöll­un. Birt­ing hinna við­kvæmu, per­sónu­grein­an­legu upp­lýs­inga um kvart­anda verði hvorki rétt­lætt með vísan til lýð­ræð­is­hlut­verks fjöl­miðla­veit­unnar né upp­lýs­inga­réttar almenn­ings. Ekki séu neinir almanna­hags­munir í húfi í mál­inu sem rétt­lætt geti að gengið hafi verið á frið­helgi einka­lífs kvart­anda, með þeim hætti sem gert hafi verið í frétt Vís­is.

Kvart­andi gegnir ekki opin­beru hlut­verki

Þá sé kvart­andi ekki ein­stak­lingur sem almennt geti talist þekktur í sam­fé­lag­inu og gegni ekki opin­beru hlut­verki. Sjón­ar­mið um lög­mæta röskun á einka­lífs­vernd opin­berra per­sóna eigi því ekki við um hann. Auk þess hafi hann sjálfur ekki vakið máls á einka­högum sínum í fjöl­miðl­um. Ummæli sem birt voru um meinta kyn­hegðun og heilsu­far hans í frétt Vísis hafi ekki átt upp­runa sinn hjá honum og hafi verið birt af öðrum án vit­undar hans og án fyr­ir­vara um sann­leiks­gildi þeirra.

Hafi hann enga vit­neskju haft um það að einka­mál­efni hans; kyn­hegðun og heilsu­far, yrðu til umfjöll­unar á opin­berum vett­vangi, fyrr en frétt Vísis birt­ist á vef fjöl­mið­ils­ins, og hafi fréttin ekki verið borin undir hann, þrátt fyrir að þær upp­lýs­ingar sem um hann birt­ust í frétt­inni væru jafn ítar­legar og raun bar vitni. Fram kemur í álit­inu að kvart­andi hafni í grund­vall­ar­at­riðum því sem fram hafi komið um hann í frétt Vís­is.

Í nið­ur­stöðu fjöl­miðla­nefndar segir að ekki verið færð full­nægj­andi rök fyrir því af hálfu Sýnar að þörf hafi verið á birt­ingu nákvæmrar per­sónu­lýs­ingar á kvart­anda, í tengslum við fyrr­greinda umfjöll­un. Hafi umrædd per­sónu­lýs­ing ekki verið svo sam­ofin frétta­efn­inu að ekki yrði greint þar á milli.

Álit fjöl­miðla­nefndar leið­bein­andi, ekki bind­andi

Í álit­inu kemur jafn­framt fram að fjöl­miðla­nefnd geti ekki fall­ist á að réttur ein­stak­linga til einka­lífs­verndar í fjöl­miðlum skerð­ist sjálf­krafa við það að nöfn þeirra og/eða við­kvæmar per­sónu­upp­lýs­ingar hafi birst í fjöl­mennum hópum á sam­fé­lags­miðl­um, með þeim hætti að birt­ing slíkra upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum rétt­læti birt­ingu þeirra í fjöl­miðl­um. Þótt almenna reglan sé sú að ein­stak­lingar beri ábyrgð á orðum sínum á net­inu, líkt og ann­ars stað­ar, tak­marki það ekki skyldur og ábyrgð fjöl­miðla­veit­unnar Sýnar til sjálf­stæðs mats á grund­velli laga um fjöl­miðla.

Loks segir í áliti fjöl­miðla­nefndar að engin við­ur­lög séu við brotum á ákvæði lag­anna en fjöl­miðla­nefnd hafi heim­ild til að ljúka málum vegna brota á lög­unum með birt­ingu álits. Ákvæðið feli ekki í sér heim­ild nefnd­ar­innar til að mæla fyrir um að til­tekið afmarkað fjöl­miðla­efni skuli fjar­lægt af vef fjöl­mið­ils sem miðlar efni sínu á net­inu.

Nefndin veiti ein­ungis álit sitt á því hvort að til­tekið afmarkað fjöl­miðla­efni fari í bága við lög um fjöl­miðla í þeim málum sem talin séu gefa ástæðu til með­ferðar með vísan til starfs­reglna nefnd­ar­inn­ar. Álit fjöl­miðla­nefndar sé leið­bein­andi en ekki bind­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent