Íslendingar treysta ekki Alþingi en treysta lögreglunni

Ánægja með efnahagslífið er stærsti þátturinn sem ákvarðar traust almennings til opinberra stofnana. Íslendingar samsvara sig meira með þjóðum sem lentu illa í efnahagskreppunni 2008 en öðrum Norðurlandaþjóðum þegar kemur að trausti til Alþingis.

Alþingi - Mótmæli 13. febrúar 2019
Auglýsing

Íslendingar treysta ekki Alþingi, en þeir treysta lögreglunni. Traust Íslendinga til dómskerfisins flöktir, en traust á öðrum opinberum stofnunum hefur aukist með tímanum. Þetta kom fram í máli Sjafnar Vilhelmsdóttur, forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í málstofu á Degi stjórnmálafræðinnar á þriðjudaginn síðastliðinn. 

Sjöfn hefur rannsakað þróun pólitísks trausts á Íslandi frá árinu 1983 til 2018. Hún sagði á málstofunni efnahagshrunið 2008 bjóða upp á áhugaverðan „fyrir og eftir“ samanburð á þróun trausts almennings til stjórnvalda.

Íslendingar treysta lögreglunni

Sjöfn lagði áherslu á að gögnin segi til um hverjir treysta og hverjir treysta ekki, en þau segi ekki til um hvort þeir sem sögðust ekki treysta væru skeptískir eða fullir vantrausts

Þróun pólitísks trausts

Lögreglan hélt sínu trausti eftir hrunið og hefur traust til hennar í raun aukist. Traust almennings á lögreglunni stendur í dag í 93 prósentum, en var 75 prósent 1984. Traust á opinberum stofnunum hefur einnig aukist á meðan traust á réttarkerfinu hefur flöktað.

Auglýsing
Munurinn á trausti til stofnana hefur aukist, en Íslendingar treystu opinberum stofnunum mun minna árið 1984 en daginn í dag.

Traust til Alþingis hríðféll í hruninu

Í hruninu 2008 hrundi traust almennings til Alþingis niður í 39 prósent svarenda úr 72 prósentum. Traust almennings hefur ekki náð sér almennilega á skrið eftir hrun og stendur nú í 44 prósentum svarenda, að því er kom fram í fyrirlestri Sjafnar.

Til samanburðar var traust almennings á Alþingi meiri heldur en á opinberum stofnunum fram til ársins 1999 þegar traust almennings á Alþingi var í fyrsta sinn minna heldur en á opinberum stofnunum.

Íslendingar treysta minna en aðrir norðurlandabúar

Traust íslensks almennings á þjóðþingi er minna en traust annarra norðurlandaþjóða til eigin þjóðþings. Almennt hefur traust almennings á Norðurlöndum sögulega verið mest af Evrópuríkjum, að því er kom fram í máli Sjafnar.

Traust á þjóðþingum í Evrópu

Sjöfn telur að líkindi þróunarinnar séu sambærilegri öðrum þjóðum sem lentu illa í efnahagskreppunni 2008, til dæmis Írlandi, Portúgal og Spáni. Löndin eiga það sameiginlegt að traust til þjóðþings féll í hruninu 2008 en traustið hefur síðan aukist töluvert.

Traust meðal landa sem lentu illa í efnahagskreppunni 2008

Hvað útskýrir traust eða vantraust?

Svo virðist sem þjóðfélagsstaða segi mikið til um hvort einstaklingar treysti stofnunum á Íslandi. Þeir sem eldri eru, háskólamenntaðir og einstaklingar sem eru vel stæðir treysta frekar opinberum stofnunum, lögreglunni, Alþingi og dómskerfinu, en aðrir samfélagshópar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Sterkasti þátturinn sem segir til um traust er þó ánægja með efnahagslífið.

Auglýsing
Sjöfn benti á að yngri kynslóðir í vestrænum ríkjum sem notið hafi langrar skólagöngu og góðra lífskjara væru kröfuharðari og treysti síður en eldri kynslóðir. Konur treysti frekar en karlar, þau yngstu og þau elstu virðist treysta mest. Hins vegar séu áhrif tekna og menntunar hverfandi þegar búið væri að stýra fyrir öðrum þáttum.

Þeir sem samsami sig við stjórnmálaflokka á Alþingi treysti betur en þeir sem ekki tengi sig við stjórnmálaflokk. Auk þess treysti þeir frekar sem samsami sig við ríkisstjórnarflokka heldur en þeir sem ekki það geri, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Vantraust ekki rót vandans

Sjöfn sagði vantraust eitt og sér ekki vera rót vandans, heldur væri vantraust birtingarmynd einhvers annars. Traust geti til dæmis aukist þegar þeir sem óánægðir séu finni sinn mann, konu, eða sinn flokk í kerfinu. Dæmi um slíkt er þegar nýir flokkar myndist. 

Traust ákveðins hóps í Bandaríkjunum á stjórnkerfinu gæti til dæmis hafa aukist þegar Donald Trump komst til valda, að því er kom fram í máli Sjafnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent