Íslendingar treysta ekki Alþingi en treysta lögreglunni

Ánægja með efnahagslífið er stærsti þátturinn sem ákvarðar traust almennings til opinberra stofnana. Íslendingar samsvara sig meira með þjóðum sem lentu illa í efnahagskreppunni 2008 en öðrum Norðurlandaþjóðum þegar kemur að trausti til Alþingis.

Alþingi - Mótmæli 13. febrúar 2019
Auglýsing

Íslendingar treysta ekki Alþingi, en þeir treysta lögreglunni. Traust Íslendinga til dómskerfisins flöktir, en traust á öðrum opinberum stofnunum hefur aukist með tímanum. Þetta kom fram í máli Sjafnar Vilhelmsdóttur, forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í málstofu á Degi stjórnmálafræðinnar á þriðjudaginn síðastliðinn. 

Sjöfn hefur rannsakað þróun pólitísks trausts á Íslandi frá árinu 1983 til 2018. Hún sagði á málstofunni efnahagshrunið 2008 bjóða upp á áhugaverðan „fyrir og eftir“ samanburð á þróun trausts almennings til stjórnvalda.

Íslendingar treysta lögreglunni

Sjöfn lagði áherslu á að gögnin segi til um hverjir treysta og hverjir treysta ekki, en þau segi ekki til um hvort þeir sem sögðust ekki treysta væru skeptískir eða fullir vantrausts

Þróun pólitísks trausts

Lögreglan hélt sínu trausti eftir hrunið og hefur traust til hennar í raun aukist. Traust almennings á lögreglunni stendur í dag í 93 prósentum, en var 75 prósent 1984. Traust á opinberum stofnunum hefur einnig aukist á meðan traust á réttarkerfinu hefur flöktað.

Auglýsing
Munurinn á trausti til stofnana hefur aukist, en Íslendingar treystu opinberum stofnunum mun minna árið 1984 en daginn í dag.

Traust til Alþingis hríðféll í hruninu

Í hruninu 2008 hrundi traust almennings til Alþingis niður í 39 prósent svarenda úr 72 prósentum. Traust almennings hefur ekki náð sér almennilega á skrið eftir hrun og stendur nú í 44 prósentum svarenda, að því er kom fram í fyrirlestri Sjafnar.

Til samanburðar var traust almennings á Alþingi meiri heldur en á opinberum stofnunum fram til ársins 1999 þegar traust almennings á Alþingi var í fyrsta sinn minna heldur en á opinberum stofnunum.

Íslendingar treysta minna en aðrir norðurlandabúar

Traust íslensks almennings á þjóðþingi er minna en traust annarra norðurlandaþjóða til eigin þjóðþings. Almennt hefur traust almennings á Norðurlöndum sögulega verið mest af Evrópuríkjum, að því er kom fram í máli Sjafnar.

Traust á þjóðþingum í Evrópu

Sjöfn telur að líkindi þróunarinnar séu sambærilegri öðrum þjóðum sem lentu illa í efnahagskreppunni 2008, til dæmis Írlandi, Portúgal og Spáni. Löndin eiga það sameiginlegt að traust til þjóðþings féll í hruninu 2008 en traustið hefur síðan aukist töluvert.

Traust meðal landa sem lentu illa í efnahagskreppunni 2008

Hvað útskýrir traust eða vantraust?

Svo virðist sem þjóðfélagsstaða segi mikið til um hvort einstaklingar treysti stofnunum á Íslandi. Þeir sem eldri eru, háskólamenntaðir og einstaklingar sem eru vel stæðir treysta frekar opinberum stofnunum, lögreglunni, Alþingi og dómskerfinu, en aðrir samfélagshópar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Sterkasti þátturinn sem segir til um traust er þó ánægja með efnahagslífið.

Auglýsing
Sjöfn benti á að yngri kynslóðir í vestrænum ríkjum sem notið hafi langrar skólagöngu og góðra lífskjara væru kröfuharðari og treysti síður en eldri kynslóðir. Konur treysti frekar en karlar, þau yngstu og þau elstu virðist treysta mest. Hins vegar séu áhrif tekna og menntunar hverfandi þegar búið væri að stýra fyrir öðrum þáttum.

Þeir sem samsami sig við stjórnmálaflokka á Alþingi treysti betur en þeir sem ekki tengi sig við stjórnmálaflokk. Auk þess treysti þeir frekar sem samsami sig við ríkisstjórnarflokka heldur en þeir sem ekki það geri, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

Vantraust ekki rót vandans

Sjöfn sagði vantraust eitt og sér ekki vera rót vandans, heldur væri vantraust birtingarmynd einhvers annars. Traust geti til dæmis aukist þegar þeir sem óánægðir séu finni sinn mann, konu, eða sinn flokk í kerfinu. Dæmi um slíkt er þegar nýir flokkar myndist. 

Traust ákveðins hóps í Bandaríkjunum á stjórnkerfinu gæti til dæmis hafa aukist þegar Donald Trump komst til valda, að því er kom fram í máli Sjafnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent