Munu ákveða hvað flokkist til auðlinda hér á landi

Þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt þar sem umhverfis- og auðlindaráðherra er falið að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkist til auðlinda hér á landi.

Herðubreið
Auglýsing

Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um skilgreiningu auðlinda í dag. Samkvæmt tillögunni felur Alþingi umhverfis- og auðlindaráðherra að leggja fram lagafrumvarp á næsta löggjafarþingi þar sem skilgreint verði hvað flokkist til auðlinda hér á landi og hverjar auðlindir Íslands séu. Sérfræðingar á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar munu vinna drög að frumvarpinu. 

Sjö þingmenn Miðflokksins lögðu tillöguna fram en hún var samþykkt með 42 atkvæðum gegn fjórum. Ellefu greiddu ekki atkvæði.

Sambærilegar þingsályktunartillögur hafa áður verið lagðar fyrir Alþingi og tekur orðalag tillögunnar nú mið af þeim ábendingum sem komu fram í umsögnum þá. Umhverfis- og samgöngunefnd fjallaði um málið og fékk sendar umsagnir frá Landgræðslu ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samtökum náttúrustofa og Veðurstofu Íslands.

Auglýsing

Vill ekki að ráðherra sé skyldaður til að leggja fram frumvarp

Í erindunum frá umsagnaraðilum er breytingum frá fyrri framlagningu fagnað og stuðningi lýst við framgang málsins. Í umsögnum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Samtaka náttúrustofa er sérstaklega varað við því að auðlindir verði skilgreindar á tæmandi hátt og tekur umhverfis- og samgöngunefnd undir ábendingar í þá veru.

Brynjar Níelsson Mynd: Bára Huld BeckBrynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði grein fyrir atkvæði sínu á Alþingi í dag en hann sagði að þó að þingsályktunartillagan hefði nú heldur skánað frá því hún kom fram fyrst þá vildi hann upplýsa þingheim um það að fátt færi meira í taugarnar á honum en þingsályktunartillögur sem skylda ráðherra til að leggja fram frumvarp á næsta þingi. Og þá sé sérstaklega tekið fram hverjir eigi að semja frumvarpið. „Og meira að segja á að segja hverjar eru auðlindir Íslands. Verði þeim ráðherra að góðu,“ sagði Brynjar en hann greiddi atkvæði á móti tillögunni.

Allir þættir náttúrunnar geta talist til náttúruauðlinda

Í greinargerð með tillögunni segir að hugtakið auðlind sé víðfeðmt og nái til margra þátta samfélagsins. Talið sé að allir þættir náttúrunnar, jörðin, lífríkið, vatn, sólarljós og loft geti talist til náttúruauðlinda. Auðlindir geti verið skilgreindar sem þjóðareign, svo sem fiskstofnar.

„Afskipti ríkisins ná samt til margra annarra auðlinda en þeirra sem beinlínis eru taldar þjóðareign. Samfélagið sjálft hefur tekið á sig að stuðla að verndun mikilvægra þátta umhverfisins, svo sem hreinleika andrúmsloftsins, og sett reglur um nýtingu dýrastofna og annarra þátta lífríkisins. Segja má að náttúruauðlindir geti verið beinn þáttur í neyslu, t.d. útivistarsvæði og veiðisvæði fyrir villt dýr. Þær auðlindir sem ekki teljast vera náttúruauðlindir eðli málsins samkvæmt eru t.d. mannauður, þekkingarkerfi, gagnagrunnar og önnur hliðstæð verkefni sem menn hafa skapað,“ segir í greinargerðinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent