Misvísandi tölur um nauðungarsölur

Níu þingmenn hafa beðið dómsmálaráðherra um skýrslu sem varpar ljósi á framkvæmd sýslumannsembættanna á lögum um aðför og nauðungarsölu frá efnahagshruninu 2008 í kjölfar fjölda ábendinga um mögulega misbresti í þeirri framkvæmd

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Auglýsing

Níu þing­menn hafa óskað eftir skýrslu frá dóms­mála­ráð­herra um fram­kvæmd emb­ætta sýslu­manna á lögum um aðför og lögum um nauð­ung­ar­sölu frá efna­hags­hrun­inu árið 2008. Beiðni um skýrsl­una kemur í kjöl­far þeirra fjöl­mörgu ábend­inga sem komið hafa fram á und­an­förnum árum um mögu­lega mis­bresti í þeirri fram­kvæmd. 

Þing­menn­irnir telja jafn­framt að með því að varpa ljósi á hvort ­vanda­mál sé til staðar við fram­kvæmd­ina og ef svo er að hefja vinnu við að leysa þau þá geti það verið liður í end­ur­reisn trausts á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­in­u. 

Varða mjög umfangs­mikla og mik­il­væga hags­muni fólks

Í grein­ar­gerð­inni segir að í hlut­verki sýslu­manna felist mikil ábyrgð enda fara þeir með mikið vald sem snýr að hinum almenna borg­ara. ­Meðal verk­efna ­sýslu­manna er að ann­ast fram­kvæmd ­fulln­ustu­gerð­ar­ ­sam­kvæmt lögum um aðför og lögum nauð­ung­ar­sölu. Í grein­ar­gerð­inni segir að þessi lög varði mjög umfangs­mikla og mik­il­væga hags­muni fólks, enda er þeim einna helst beitt þegar farið er fram á upp­boð íbúð­ar­hús­næðis ein­stak­linga og fjöl­skyldna vegna van­skila veð­skulda. 

Auglýsing

„Ljóst er að frá íslenska efna­hags­hrun­inu 2008 hefur þessum úrræðum lag­anna verið beitt gegn fjölda Íslend­inga og hafa margir þurft að þola það að fram­kvæmd sé nauð­ung­ar­sala á íbúð­ar­hús­næði þeirra. Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins hefur traust almenn­ings á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­inu dalað og má með nokk­urri vissu álykta að ein helsta ástæðan fyrir því sé fram­ganga lána­stofn­ana og stjórn­valda, þ.m.t. sýslu­manns­emb­ætta, í garð almenn­ings,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Því telja þing­menn­irnir að það sé nauð­syn­legt skref í end­ur­reisn trausts á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­inu að varpa ljósi á raun­veru­lega fram­kvæmd ­fulln­ustu­gerð­ar, og hvort og hún hafi verið í fullu sam­ræmi við ­gild­and­i lög og regl­ur. 

Nauð­syn­legt skref í end­ur­reisn traust á stjórn­völdum

Dóms­mála­ráð­herra hefur tíu vikur til að vinna að skýrsl­unni en í beiðn­inni er meðal ann­ar­s óskað eftir því að fjallað verði um verk­lag við frum­at­hugun beiðni um fjár­nám og nauð­ung­ar­sölu og verk­lag við með­ferð beiðn­inn­ar. Auk þess er óskað eftir því að fjallað verði um hverj­ir ­mögu­leik­ar ­gerð­ar­þola eru þegar þeir leita rétt síns áður en með­ferð hefst. Til við­bótar er óskað eftir því að fjallað sé um hver séu úrræði gerð­ar­þola til að leita réttar síns ef á honum verið brotið við fram­kvæmd fulln­ustu­gerð­ar.

Sex þing­menn Pírata, Jón Þór Ólafs­son, Björn Leví Gunn­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Smári McCarthy og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, ósk­uðu eftir skýrsl­unni. Ásamt Ingu Sæland og Guð­mundi Inga Krist­ins­syni, þing­mönnum Flokks fólks­ins, og Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, segir í sam­tali við Kjarn­ann að beiðnin sé lögð fram í kjöl­far fjöl­marga ábend­inga frá Hags­muna­sam­tökum heim­il­anna um meinta mis­bresti í máls­með­ferð sýslu­manns. „Því óskuðum við eftir því að fá heild­ræna mynd af því hvernig sýslu­maður hefur raun­veru­lega verið að sinna fram­kvæmdum á lögum um fulln­ustu­að­gerðir og nauð­ingaar­sölur frá hrun­i.“

Hann segir jafn­framt að með skýrsl­una í hönd­unum sé hægt að skoða hvað sé hægt að gera í fram­hald­inu. Hann segir að mögu­lega verði í kjöl­farið óskað eftir stjórn­sýslu­út­tekt rík­is­end­ur­skoð­enda. 

Gíf­ur­legur munur á tölum um nauð­ung­ar­sölur

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna voru stofnuð 15. jan­úar 2009 í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Sam­tökin eru óháð hags­muna­sam­tök á neyt­enda­sviði, til varnar og hags­bóta fyrir heim­ilin í land­in­u. Í jan­úar 2018 skor­uðu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna á Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, að standa að gerð rann­sókn­ar­skýrslu á þeim ákvörð­unum sem voru teknar og þeim aðgerðum sem farið var í gagn­vart heim­ilum lands­ins eftir hrun. Meðal þess sem sam­tökin bentu á að rann­saka þyrft­i var máls­með­ferð við nauð­ung­ar­sölur og aðfarir en á árunum eftir hrunið jókst nauð­ung­ar­sala hjá ein­stak­ling­um og náði hámarki árið 2013. 

Mynd: Hagsmunasamtök heimilannaÓlíkar tölur fást þó um hversu margir nauð­ung­ar­sölur hafa verið fram­kvæmdar frá árinu 2008. Í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­sonar þing­manns, um nauð­ung­ar­söl­ur, fjár­nám og gjald­þrot hjá ein­stak­lingum árið 2018, sem birt var á vef Alþingis 31. maí síð­ast­lið­inn, segir að í heildin vor­u 2.704 nauð­ung­ar­söl­ur hjá ein­stak­lingum á tíma­bil­inu 2008 til 2017. Í svari dóms­mála­ráð­herra við sam­bæri­legri fyr­ir­spurn þann 15. ágúst 2018 kemur hins vegar fram að á sama tíma­bili voru 8846 nauð­ung­ar­söl­ur hjá ein­stak­ling­um. Kjarn­inn hefur sent fyr­ir­spurn á dóms­mála­ráðu­neytið um mis­ræmið í fjölda nauð­ung­ar­sala í svörum dóms­mála­ráð­herra en ekki hefur enn borist svar. 

Heim­ilum lands­ins fórnað á alt­ari fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna

Í kjöl­far svar dóms­mála­ráð­herra í ágúst síð­ast­liðnum birtu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna frétta­til­kynn­ingu þar sem sagði að þær upp­lýs­ingar sem fram komu í svar ráð­herra stað­festi þann ­mál­flutn­ings­ ­sam­tak­anna að „heim­ilum lands­ins hafi ver­ið ­fórnað á alt­ari fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna í kjöl­far hruns­ins 2008“. Sam­kvæmt svari ráð­herr­ans voru í heild­ina 8846 nauð­ing­ar­sölur hjá ein­stak­lingum á árunum 2008 til 2017, heild­ar­tölur fyrir gjald­þrota­skipti eru 2973 á sama tíma­bili og árang­urs­laus fjár­nám 116.939. 

„Það eru 10 ár frá hruni og löngu tíma­bært að fara í saumana á þessum málum og leið­rétta órétt­lætið sem tug­þús­undir hafa orðið fyr­ir. Þetta eru ekki „gömul mál“, þau eru enn þá í gangi og afleið­ingar þeirra hafa verið og eru enn, hræði­legar fyrir tug­þús­und­ir“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni og kröfð­ust sam­tökin að gerð yrði óháð rann­sókn­ar­skýrsla um aðgerðir stjórn­valda eftir hrun. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent