Bæta ætti réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum

Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisobeldis voru ræddar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í gær.

druslugangan_20060730051_o.jpg
Auglýsing

Þolendur í kyn­ferð­is­brota­málum ættu að fá upp­lýs­ingar um fram­gang máls síns, hvort hinn ákærði hafi verið settur í gæslu­varð­hald eða sleppt lausum og þeir ættu að fá að sitja í dóm­sal á meðan rétt­ar­höldum stend­ur. Þetta eru meðal ann­arra til­lagna sem lagðar fram voru í skýrslu um bætta rétt­ar­stöðu brota­þola kyn­ferð­is­of­beld­is.

Dóms­mála­ráð­herra mun hefja end­ur­skoðun á lög­gjöf og laga­fram­kvæmd í kjöl­far skýrsl­unn­ar. Til­lög­urnar voru til umfjöll­unar á ráð­herra­nefnd­ar­fundi um jafn­rétt­is­mál í gær, að því er fram kemur í frétta­til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing
Skýrslan var unnin af Hildi Fjólu Ant­ons­dótt­ur, rétt­ar­fé­lags­fræð­ingi, og fjall­aði um heild­stæðar úrbætur til að styrkja stöðu brota­þola í kyn­ferð­is­brota­mál­um. Staða brota­þola á Íslandi var borin saman við önnur Norð­ur­lönd. 

Ísland eft­ir­bátur ann­arra Norð­ur­landa

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýna fram á að Ísland og Dan­mörk séu eft­ir­bátar ann­arra Norð­ur­landa. Brota­þolar í Sví­þjóð, Finn­landi og Nor­egi hafa sem dæmi rík­ari rétt til upp­lýs­inga, aðgangs að gögnum og þátt­töku í með­ferð máls fyrir dómi, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

Í skýrsl­unni kemur fram að sam­kvæmt til­skipun Evr­ópu­þings­ins eru settir fram lág­marks­staðlar sem ætlað er að tryggja að brota­þolar fái við­eig­andi upp­lýs­ing­ar, stuðn­ing og vernd í gegnum rétt­ar­ferlið og gera þeim kleift að taka þátt í ferl­inu.

Erlendar rann­sóknir á upp­lifun brota­þola innan rétt­ar­kerf­is­ins sýna fram á að margt annað en ein­ungis nið­ur­staða máls­ins skipti þá máli, heldur einnig hvernig staðið sé að mál­inu og að þeir upp­lifi að máls­með­ferðin sé rétt­látt. Mik­il­vægt sé fyrir brota­þola að vera mætt af virð­ingu og skiln­ingi af fag­að­il­um, ásamt því að mik­il­vægt sé fyrir brota­þola að fá upp­lýs­ingar um hvernig rétt­ar­kerfið virki og hvernig mál­inu mið­i innan þess. 

Lög­reglu ber ekki skylda að upp­lýsa um fram­gang máls­ins

Á Íslandi er brota­þoli ekki aðili að saka­máli, að því er kemur fram í skýrsl­unni. Lög­reglu er skylt að leið­beina brota­þola um rétt­indi hans og til­kynna honum ef rann­sókn máls er hætt eða það fellt nið­ur, ásamt því að henni ber að rök­styðja ákvörð­un­ina ef brota­þoli krefst þess. Þá kemur fram að lög­regla skuli benda brota­þola á að hann geti borið ákvörðun hennar um að hætta rann­sókn undir rík­is­sak­sókn­ara.

Hins vegar ber lög­reglu ekki skylda að upp­lýsa brota­þola um fram­gang máls­ins. Í skýrsl­unni segir að því geti „farið svo að brota­þoli komi ein­ungis í eina eða tvær skýrslu­tökur og viti svo fátt um málið þar til lög­regla hættir rann­sókn máls­ins, vísar því frá, eða sak­sókn­ari ann­að­hvort fellir málið niður eða gefur út ákæru“.

Þar sem brota­þolar vita fátt um hvað fram hefur komið við rann­sókn máls­ins vita þeir hugs­an­lega ekki að upp­lýs­ingar sem þeir búi yfir skipti máli. Því geti aðkoma þeirra að rann­sókn mála aðstoðað við að upp­lýsa mál­ið, segir í skýrsl­unni. Til að mynda gæti skipt máli að brota­þoli fái að bregð­ast við fram­burði sak­born­ings til að skýra mál sitt og/eða aðstoða við frek­ari öflun sönn­un­ar­gagna.

Á Íslandi hefur brota­þoli ekki rétt á að hlýða á fram­burð sak­born­ings þegar hann gefur skýrslu fyrir dómi. Ástæðan gefin fyrir því er að þar með sé komið í veg fyrir að fram­burður sak­born­ings hafi áhrif á fram­burð vitna. Sam­kvæmt skýrsl­unni geta brota­þolar í Finn­landi, Sví­þjóð og Nor­egi þó gefið skýrslu fyrir dómi á undan sak­born­ingi til þess að koma í veg fyrir að skýrsla sak­born­ings hafi áhrif á fram­burð brota­þola.

Óeðli­legt að brota­þolar séu ekki aðilar að mál­inu

Í skýrsl­unni er vísað til íslenskrar rann­sóknar sem Hildur Fjóla Ant­ons­dóttur gerði árið 2018 um hug­myndir og upp­lifun þolenda kyn­ferð­is­brota. Flestir við­mæl­endur rann­sókn­ar­innar „töldu það óeðli­legt og frá­leitt að brota­þolar væru ekki aðilar að saka­mál­inu – saka­máli sem við­mæl­endur töldu vera sitt mál.“

Auglýsing
Í skýrsl­unni segir enn frekar: „Það að vita lítið eða ekk­ert um fram­gang lög­reglu­rann­sóknar getur valdið brota­þolum miklum kvíða og óör­yggi og jafn­vel sett þá í hættu. Það getur skipt brota­þola sér­lega miklu máli að fá að vita hvenær búið er að til­kynna sak­born­ingi um að kæra liggi fyrir og hvenær sak­born­ingur er kall­aður í skýrslu­töku. Sumir við­mæl­endur ótt­uð­ust við­brögð kærða við kærunni þar sem þær töldu að hann gæti brugð­ist við með ógn­andi hegðun eða hefnd­um.“

Miklu máli skipti fyrir brota­þola að vita hvort sak­born­ingur sé settur í gæslu­varð­hald auk þess að vita þegar hann sé lát­inn laus. Í málum þar sem hinn ákærði hlýtur dóm sé mik­il­vægt fyr­ir­ brota­þola að vita „hvenær sá dæmdi hefur afplánun dóms, ef og þegar hann fær leyfi úr fang­elsi, er færður á áfanga­heim­ili eða hefur afplánað dóm.“

Nið­ur­fell­ing máls getur haft alvar­legar afleið­ingar

Nið­ur­fell­ing mála getur haft alvar­leg áhrif á brota­þola. Við­mæl­endur rann­sókn­ar­innar fyrr­nefndu lýstu áhyggjum sínum af því að þegar mál eru felld niður þá líti sam­fé­lagið svo á að brotið hafi ekki átt sér stað og að brota­þoli hafi verið að ljúga til um ofbeld­ið. Þetta getur valdið þeim álits­hnekki og haft áhrif á félags­lega stöðu og heilsu­far. 

Sumir við­mæl­endur töl­uðu einnig um að þeir hefðu í kjöl­farið misst trúna á sam­fé­lagið og að nið­ur­fell­ingin hefði haft alvar­legri áhrif á þær og heims­mynd þeirra en ofbeldið sjálft, að því er kemur fram í skýrsl­unni.

Brota­þolar fá ekki að sitja inni í dóm­sal

Í skýrsl­unni kemur fram að þar sem þing­höld í kyn­ferð­is­brota­málum séu oft lokuð og brota­þolar hafi stöðu sem vitni, hafi þeir ekki rétt að sitja inni í dóm­sal til þess að fylgj­ast með rétt­ar­höld­un­um.

Brota­þolar hafa mis­mun­andi rétt­ar­stöðu á Norð­ur­lönd­un­um. Brota­þolar í Finn­landi og Sví­þjóð eiga rétt á að ger­ast aðilar að saka­mál­inu, auk þess sem þeir hafa rétt á að hefja einka­refsi­mál ef sak­sókn­ari fellir niður mál­ið. Á Íslandi, í Dan­mörku og Nor­egi hafa brota­þolar hins vegar rétt­ar­stöðu vitnis og hafa þar af leiðir tak­mark­aðan rétt á að hefja einka­refsi­mál.

Mynd fengin úr skýrslu um réttarstöðu brotaþola á Íslandi.Réttarstaða brotaþola á Norðurlöndum

Í Sví­þjóð og Finn­landi geta brota­þolar lagt fram sín eigin ákæru­skjöl og sönn­un­ar­gögn, spurt ákærða og vitni spurn­inga, ásamt því að áfrýja mál­inu. Fram kemur í skýrsl­unni að í Finn­landi og Sví­þjóð er þátt­taka brota­þol­anna í rétt­ar­höld­unum litin jákvæðum augum vegna þess að þeir þekki oft betur til máls­at­riða en sak­sókn­ar­ar.

Sjald­gæft að þolendur sæki rétt sinn í einka­máli

Ætla má að brota­þolar á Íslandi séu ekki nægi­lega vel upp­lýstir um að þeir geti sótt rétt sinn í einka­máli, að því er kemur fram í skýrsl­unni. Enn fremur sé það ekki öllum raun­hæfur mögu­leiki því um sé að ræða tölu­verða fjár­hags­lega áhættu.

Því er lagt til að gjaf­sókn­ar­reglur séu útfærðar með þeim hætti að brota­þolar geti sótt um og fengið gjaf­sókn til að sækja slík mál.

Til­lögur til úrbóta

Lagt er til að allir þolendur alvar­legra brota njóti bættrar rétt­ar­stöðu, ekki ein­ungis þolendur kyn­ferð­is­brota. Er varðar auk­inn rétt til upp­lýs­inga og þátt­töku á rann­sókn­ar­stigi er meðal ann­ars lagt til í skýrsl­unni að brota­þolar eigi rétt á að ráð­færa sig við rétt­ar­gæslu­mann á kostnað rík­is­ins áður en tekin er ákvörðun um að kæra málið til lög­reglu, að réttur þeirra sé sá sami og aðgangur til kærða nema lög­regla telji að það geti skaðað rann­sókn máls­ins.

Einnig er lagt til að lög­reglu sé skylt að upp­lýsa brota­þola um gang máls­ins, til dæmis veita upp­lýs­ingar ef hinn kærði er settur í gæslu­varð­hald eða lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi.

Auglýsing
Lagt er til að réttur brota­þola til upp­lýs­inga sé auk­inn, til dæmis að brota­þola sé boðið að vera til­kynnt um nið­ur­fell­ingu máls og að brota­þoli geti borið vitni fyrir dómi á undan ákærða og geti setið í rétt­ar­sal í gegnum rétt­ar­höld­in. Einnig eigi brota­þoli eða rétt­ar­gæslu­maður hans rétt á að leggja fram við­bót­ar­sönn­un­ar­gögn, brota­þoli geti ávarpa dóm­inn áður en rétt­ar­höldum lýkur og að hann hafi rétt til að áfrýja dómi.

Einnig er lagt til að fang­els­is­yf­ir­völdum beri skylda til að upp­lýsa brota­þola, ef hann svo kýs, þegar hinn dæmdi hefur afplánun refs­ing­ar, fær leyfi úr fang­elsi eða fluttur í opið fang­elsi.

Í skýrsl­unni er einnig lagt til að kanna skuli hvort æski­legt væri að gera „dóm­urum í saka­máli kleift að taka sjálf­stæða afstöðu til einka­rétt­ar­kröf­unnar og dæma í henni á grund­velli lægri sönn­un­ar­kröfu þó svo að ákærði hafi verið sýkn­að­ur.“ Ásamt því sem brota­þolar hafi rétt á gjaf­sókn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent