Misvísandi tölur um nauðungarsölur

Níu þingmenn hafa beðið dómsmálaráðherra um skýrslu sem varpar ljósi á framkvæmd sýslumannsembættanna á lögum um aðför og nauðungarsölu frá efnahagshruninu 2008 í kjölfar fjölda ábendinga um mögulega misbresti í þeirri framkvæmd

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Auglýsing

Níu þing­menn hafa óskað eftir skýrslu frá dóms­mála­ráð­herra um fram­kvæmd emb­ætta sýslu­manna á lögum um aðför og lögum um nauð­ung­ar­sölu frá efna­hags­hrun­inu árið 2008. Beiðni um skýrsl­una kemur í kjöl­far þeirra fjöl­mörgu ábend­inga sem komið hafa fram á und­an­förnum árum um mögu­lega mis­bresti í þeirri fram­kvæmd. 

Þing­menn­irnir telja jafn­framt að með því að varpa ljósi á hvort ­vanda­mál sé til staðar við fram­kvæmd­ina og ef svo er að hefja vinnu við að leysa þau þá geti það verið liður í end­ur­reisn trausts á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­in­u. 

Varða mjög umfangs­mikla og mik­il­væga hags­muni fólks

Í grein­ar­gerð­inni segir að í hlut­verki sýslu­manna felist mikil ábyrgð enda fara þeir með mikið vald sem snýr að hinum almenna borg­ara. ­Meðal verk­efna ­sýslu­manna er að ann­ast fram­kvæmd ­fulln­ustu­gerð­ar­ ­sam­kvæmt lögum um aðför og lögum nauð­ung­ar­sölu. Í grein­ar­gerð­inni segir að þessi lög varði mjög umfangs­mikla og mik­il­væga hags­muni fólks, enda er þeim einna helst beitt þegar farið er fram á upp­boð íbúð­ar­hús­næðis ein­stak­linga og fjöl­skyldna vegna van­skila veð­skulda. 

Auglýsing

„Ljóst er að frá íslenska efna­hags­hrun­inu 2008 hefur þessum úrræðum lag­anna verið beitt gegn fjölda Íslend­inga og hafa margir þurft að þola það að fram­kvæmd sé nauð­ung­ar­sala á íbúð­ar­hús­næði þeirra. Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins hefur traust almenn­ings á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­inu dalað og má með nokk­urri vissu álykta að ein helsta ástæðan fyrir því sé fram­ganga lána­stofn­ana og stjórn­valda, þ.m.t. sýslu­manns­emb­ætta, í garð almenn­ings,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Því telja þing­menn­irnir að það sé nauð­syn­legt skref í end­ur­reisn trausts á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­inu að varpa ljósi á raun­veru­lega fram­kvæmd ­fulln­ustu­gerð­ar, og hvort og hún hafi verið í fullu sam­ræmi við ­gild­and­i lög og regl­ur. 

Nauð­syn­legt skref í end­ur­reisn traust á stjórn­völdum

Dóms­mála­ráð­herra hefur tíu vikur til að vinna að skýrsl­unni en í beiðn­inni er meðal ann­ar­s óskað eftir því að fjallað verði um verk­lag við frum­at­hugun beiðni um fjár­nám og nauð­ung­ar­sölu og verk­lag við með­ferð beiðn­inn­ar. Auk þess er óskað eftir því að fjallað verði um hverj­ir ­mögu­leik­ar ­gerð­ar­þola eru þegar þeir leita rétt síns áður en með­ferð hefst. Til við­bótar er óskað eftir því að fjallað sé um hver séu úrræði gerð­ar­þola til að leita réttar síns ef á honum verið brotið við fram­kvæmd fulln­ustu­gerð­ar.

Sex þing­menn Pírata, Jón Þór Ólafs­son, Björn Leví Gunn­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Smári McCarthy og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, ósk­uðu eftir skýrsl­unni. Ásamt Ingu Sæland og Guð­mundi Inga Krist­ins­syni, þing­mönnum Flokks fólks­ins, og Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, segir í sam­tali við Kjarn­ann að beiðnin sé lögð fram í kjöl­far fjöl­marga ábend­inga frá Hags­muna­sam­tökum heim­il­anna um meinta mis­bresti í máls­með­ferð sýslu­manns. „Því óskuðum við eftir því að fá heild­ræna mynd af því hvernig sýslu­maður hefur raun­veru­lega verið að sinna fram­kvæmdum á lögum um fulln­ustu­að­gerðir og nauð­ingaar­sölur frá hrun­i.“

Hann segir jafn­framt að með skýrsl­una í hönd­unum sé hægt að skoða hvað sé hægt að gera í fram­hald­inu. Hann segir að mögu­lega verði í kjöl­farið óskað eftir stjórn­sýslu­út­tekt rík­is­end­ur­skoð­enda. 

Gíf­ur­legur munur á tölum um nauð­ung­ar­sölur

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna voru stofnuð 15. jan­úar 2009 í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Sam­tökin eru óháð hags­muna­sam­tök á neyt­enda­sviði, til varnar og hags­bóta fyrir heim­ilin í land­in­u. Í jan­úar 2018 skor­uðu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna á Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, að standa að gerð rann­sókn­ar­skýrslu á þeim ákvörð­unum sem voru teknar og þeim aðgerðum sem farið var í gagn­vart heim­ilum lands­ins eftir hrun. Meðal þess sem sam­tökin bentu á að rann­saka þyrft­i var máls­með­ferð við nauð­ung­ar­sölur og aðfarir en á árunum eftir hrunið jókst nauð­ung­ar­sala hjá ein­stak­ling­um og náði hámarki árið 2013. 

Mynd: Hagsmunasamtök heimilannaÓlíkar tölur fást þó um hversu margir nauð­ung­ar­sölur hafa verið fram­kvæmdar frá árinu 2008. Í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­sonar þing­manns, um nauð­ung­ar­söl­ur, fjár­nám og gjald­þrot hjá ein­stak­lingum árið 2018, sem birt var á vef Alþingis þann 31. maí síð­ast­lið­inn, segir að í heildin vor­u 2.704 nauð­ung­ar­söl­ur hjá ein­stak­lingum á tíma­bil­inu 2008 til 2017. Í svari dóms­mála­ráð­herra við sam­bæri­legri fyr­ir­spurn þann 15. ágúst 2018 kemur hins vegar fram að á sama tíma­bili voru 8846 nauð­ung­ar­söl­ur hjá ein­stak­ling­um. Kjarn­inn hefur sent fyr­ir­spurn á dóms­mála­ráðu­neytið um mis­ræmið í fjölda nauð­ung­ar­sala í svörum dóms­mála­ráð­herra en ekki hefur enn borist svar. 

Heim­ilum lands­ins fórnað á alt­ari fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna

Í kjöl­far svar dóms­mála­ráð­herra í ágúst síð­ast­liðnum birtu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna frétta­til­kynn­ingu þar sem sagði að þær upp­lýs­ingar sem fram komu í svar ráð­herra stað­festi þann ­mál­flutn­ings­ ­sam­tak­anna að „heim­ilum lands­ins hafi ver­ið ­fórnað á alt­ari fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna í kjöl­far hruns­ins 2008“. Sam­kvæmt svari ráð­herr­ans voru í heild­ina 8846 nauð­ing­ar­sölur hjá ein­stak­lingum á árunum 2008 til 2017, heild­ar­tölur fyrir gjald­þrota­skipti eru 2973 á sama tíma­bili og árang­urs­laus fjár­nám 116.939. 

„Það eru 10 ár frá hruni og löngu tíma­bært að fara í saumana á þessum málum og leið­rétta órétt­lætið sem tug­þús­undir hafa orðið fyr­ir. Þetta eru ekki „gömul mál“, þau eru enn þá í gangi og afleið­ingar þeirra hafa verið og eru enn, hræði­legar fyrir tug­þús­und­ir“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni og kröfð­ust sam­tökin að gerð yrði óháð rann­sókn­ar­skýrsla um aðgerðir stjórn­valda eftir hrun. 

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent