Misvísandi tölur um nauðungarsölur

Níu þingmenn hafa beðið dómsmálaráðherra um skýrslu sem varpar ljósi á framkvæmd sýslumannsembættanna á lögum um aðför og nauðungarsölu frá efnahagshruninu 2008 í kjölfar fjölda ábendinga um mögulega misbresti í þeirri framkvæmd

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Auglýsing

Níu þingmenn hafa óskað eftir skýrslu frá dómsmálaráðherra um framkvæmd embætta sýslumanna á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu frá efnahagshruninu árið 2008. Beiðni um skýrsluna kemur í kjölfar þeirra fjölmörgu ábendinga sem komið hafa fram á undanförnum árum um mögulega misbresti í þeirri framkvæmd. 

Þingmennirnir telja jafnframt að með því að varpa ljósi á hvort vandamál sé til staðar við framkvæmdina og ef svo er að hefja vinnu við að leysa þau þá geti það verið liður í endurreisn trausts á stjórnvöldum og fjármálakerfinu. 

Varða mjög umfangsmikla og mikilvæga hagsmuni fólks

Í greinargerðinni segir að í hlutverki sýslumanna felist mikil ábyrgð enda fara þeir með mikið vald sem snýr að hinum almenna borgara. Meðal verkefna sýslumanna er að annast framkvæmd fullnustugerðar samkvæmt lögum um aðför og lögum nauðungarsölu. Í greinargerðinni segir að þessi lög varði mjög umfangsmikla og mikilvæga hagsmuni fólks, enda er þeim einna helst beitt þegar farið er fram á uppboð íbúðarhúsnæðis einstaklinga og fjölskyldna vegna vanskila veðskulda. 

Auglýsing

„Ljóst er að frá íslenska efnahagshruninu 2008 hefur þessum úrræðum laganna verið beitt gegn fjölda Íslendinga og hafa margir þurft að þola það að framkvæmd sé nauðungarsala á íbúðarhúsnæði þeirra. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur traust almennings á stjórnvöldum og fjármálakerfinu dalað og má með nokkurri vissu álykta að ein helsta ástæðan fyrir því sé framganga lánastofnana og stjórnvalda, þ.m.t. sýslumannsembætta, í garð almennings,“ segir í greinargerðinni. 

Því telja þingmennirnir að það sé nauðsynlegt skref í endurreisn trausts á stjórnvöldum og fjármálakerfinu að varpa ljósi á raunverulega framkvæmd fullnustugerðar, og hvort og hún hafi verið í fullu samræmi við gildandi lög og reglur. 

Nauðsynlegt skref í endurreisn traust á stjórnvöldum

Dómsmálaráðherra hefur tíu vikur til að vinna að skýrslunni en í beiðninni er meðal annars óskað eftir því að fjallað verði um verklag við frumathugun beiðni um fjárnám og nauðungarsölu og verklag við meðferð beiðninnar. Auk þess er óskað eftir því að fjallað verði um hverjir möguleikar gerðarþola eru þegar þeir leita rétt síns áður en meðferð hefst. Til viðbótar er óskað eftir því að fjallað sé um hver séu úrræði gerðarþola til að leita réttar síns ef á honum verið brotið við framkvæmd fullnustugerðar.

Sex þingmenn Pírata, Jón Þór Ólafsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, óskuðu eftir skýrslunni. Ásamt Ingu Sæland og Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmönnum Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir í samtali við Kjarnann að beiðnin sé lögð fram í kjölfar fjölmarga ábendinga frá Hagsmunasamtökum heimilanna um meinta misbresti í málsmeðferð sýslumanns. „Því óskuðum við eftir því að fá heildræna mynd af því hvernig sýslumaður hefur raunverulega verið að sinna framkvæmdum á lögum um fullnustuaðgerðir og nauðingaarsölur frá hruni.“

Hann segir jafnframt að með skýrsluna í höndunum sé hægt að skoða hvað sé hægt að gera í framhaldinu. Hann segir að mögulega verði í kjölfarið óskað eftir stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðenda. 

Gífurlegur munur á tölum um nauðungarsölur

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 í kjölfar efnahagshrunsins. Samtökin eru óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Í janúar 2018 skoruðu Hagsmunasamtök heimilanna á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að standa að gerð rannsóknarskýrslu á þeim ákvörðunum sem voru teknar og þeim aðgerðum sem farið var í gagnvart heimilum landsins eftir hrun. Meðal þess sem samtökin bentu á að rannsaka þyrfti var málsmeðferð við nauðungarsölur og aðfarir en á árunum eftir hrunið jókst nauðungarsala hjá einstaklingum og náði hámarki árið 2013. 

Mynd: Hagsmunasamtök heimilannaÓlíkar tölur fást þó um hversu margir nauðungarsölur hafa verið framkvæmdar frá árinu 2008. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns, um nauðungarsölur, fjárnám og gjaldþrot hjá einstaklingum árið 2018, sem birt var á vef Alþingis 31. maí síðastliðinn, segir að í heildin voru 2.704 nauðungarsölur hjá einstaklingum á tímabilinu 2008 til 2017. Í svari dómsmálaráðherra við sambærilegri fyrirspurn þann 15. ágúst 2018 kemur hins vegar fram að á sama tímabili voru 8846 nauðungarsölur hjá einstaklingum. Kjarninn hefur sent fyrirspurn á dómsmálaráðuneytið um misræmið í fjölda nauðungarsala í svörum dómsmálaráðherra en ekki hefur enn borist svar. 

Heimilum landsins fórnað á altari fjármálafyrirtækjanna

Í kjölfar svar dómsmálaráðherra í ágúst síðastliðnum birtu Hagsmunasamtök heimilanna fréttatilkynningu þar sem sagði að þær upplýsingar sem fram komu í svar ráðherra staðfesti þann málflutnings samtakanna að „heimilum landsins hafi verið fórnað á altari fjármálafyrirtækjanna í kjölfar hrunsins 2008“. Samkvæmt svari ráðherrans voru í heildina 8846 nauðingarsölur hjá einstaklingum á árunum 2008 til 2017, heildartölur fyrir gjaldþrotaskipti eru 2973 á sama tímabili og árangurslaus fjárnám 116.939. 

„Það eru 10 ár frá hruni og löngu tímabært að fara í saumana á þessum málum og leiðrétta óréttlætið sem tugþúsundir hafa orðið fyrir. Þetta eru ekki „gömul mál“, þau eru enn þá í gangi og afleiðingar þeirra hafa verið og eru enn, hræðilegar fyrir tugþúsundir“ segir í fréttatilkynningunni og kröfðust samtökin að gerð yrði óháð rannsóknarskýrsla um aðgerðir stjórnvalda eftir hrun. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent