Misvísandi tölur um nauðungarsölur

Níu þingmenn hafa beðið dómsmálaráðherra um skýrslu sem varpar ljósi á framkvæmd sýslumannsembættanna á lögum um aðför og nauðungarsölu frá efnahagshruninu 2008 í kjölfar fjölda ábendinga um mögulega misbresti í þeirri framkvæmd

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, var einn þeirra þingmanna sem óskuðu eftir skýrslunni.
Auglýsing

Níu þing­menn hafa óskað eftir skýrslu frá dóms­mála­ráð­herra um fram­kvæmd emb­ætta sýslu­manna á lögum um aðför og lögum um nauð­ung­ar­sölu frá efna­hags­hrun­inu árið 2008. Beiðni um skýrsl­una kemur í kjöl­far þeirra fjöl­mörgu ábend­inga sem komið hafa fram á und­an­förnum árum um mögu­lega mis­bresti í þeirri fram­kvæmd. 

Þing­menn­irnir telja jafn­framt að með því að varpa ljósi á hvort ­vanda­mál sé til staðar við fram­kvæmd­ina og ef svo er að hefja vinnu við að leysa þau þá geti það verið liður í end­ur­reisn trausts á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­in­u. 

Varða mjög umfangs­mikla og mik­il­væga hags­muni fólks

Í grein­ar­gerð­inni segir að í hlut­verki sýslu­manna felist mikil ábyrgð enda fara þeir með mikið vald sem snýr að hinum almenna borg­ara. ­Meðal verk­efna ­sýslu­manna er að ann­ast fram­kvæmd ­fulln­ustu­gerð­ar­ ­sam­kvæmt lögum um aðför og lögum nauð­ung­ar­sölu. Í grein­ar­gerð­inni segir að þessi lög varði mjög umfangs­mikla og mik­il­væga hags­muni fólks, enda er þeim einna helst beitt þegar farið er fram á upp­boð íbúð­ar­hús­næðis ein­stak­linga og fjöl­skyldna vegna van­skila veð­skulda. 

Auglýsing

„Ljóst er að frá íslenska efna­hags­hrun­inu 2008 hefur þessum úrræðum lag­anna verið beitt gegn fjölda Íslend­inga og hafa margir þurft að þola það að fram­kvæmd sé nauð­ung­ar­sala á íbúð­ar­hús­næði þeirra. Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins hefur traust almenn­ings á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­inu dalað og má með nokk­urri vissu álykta að ein helsta ástæðan fyrir því sé fram­ganga lána­stofn­ana og stjórn­valda, þ.m.t. sýslu­manns­emb­ætta, í garð almenn­ings,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Því telja þing­menn­irnir að það sé nauð­syn­legt skref í end­ur­reisn trausts á stjórn­völdum og fjár­mála­kerf­inu að varpa ljósi á raun­veru­lega fram­kvæmd ­fulln­ustu­gerð­ar, og hvort og hún hafi verið í fullu sam­ræmi við ­gild­and­i lög og regl­ur. 

Nauð­syn­legt skref í end­ur­reisn traust á stjórn­völdum

Dóms­mála­ráð­herra hefur tíu vikur til að vinna að skýrsl­unni en í beiðn­inni er meðal ann­ar­s óskað eftir því að fjallað verði um verk­lag við frum­at­hugun beiðni um fjár­nám og nauð­ung­ar­sölu og verk­lag við með­ferð beiðn­inn­ar. Auk þess er óskað eftir því að fjallað verði um hverj­ir ­mögu­leik­ar ­gerð­ar­þola eru þegar þeir leita rétt síns áður en með­ferð hefst. Til við­bótar er óskað eftir því að fjallað sé um hver séu úrræði gerð­ar­þola til að leita réttar síns ef á honum verið brotið við fram­kvæmd fulln­ustu­gerð­ar.

Sex þing­menn Pírata, Jón Þór Ólafs­son, Björn Leví Gunn­ars­son, Hall­dóra Mog­en­sen, Helgi Hrafn Gunn­ars­son, Smári McCarthy og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, ósk­uðu eftir skýrsl­unni. Ásamt Ingu Sæland og Guð­mundi Inga Krist­ins­syni, þing­mönnum Flokks fólks­ins, og Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, segir í sam­tali við Kjarn­ann að beiðnin sé lögð fram í kjöl­far fjöl­marga ábend­inga frá Hags­muna­sam­tökum heim­il­anna um meinta mis­bresti í máls­með­ferð sýslu­manns. „Því óskuðum við eftir því að fá heild­ræna mynd af því hvernig sýslu­maður hefur raun­veru­lega verið að sinna fram­kvæmdum á lögum um fulln­ustu­að­gerðir og nauð­ingaar­sölur frá hrun­i.“

Hann segir jafn­framt að með skýrsl­una í hönd­unum sé hægt að skoða hvað sé hægt að gera í fram­hald­inu. Hann segir að mögu­lega verði í kjöl­farið óskað eftir stjórn­sýslu­út­tekt rík­is­end­ur­skoð­enda. 

Gíf­ur­legur munur á tölum um nauð­ung­ar­sölur

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna voru stofnuð 15. jan­úar 2009 í kjöl­far efna­hags­hruns­ins. Sam­tökin eru óháð hags­muna­sam­tök á neyt­enda­sviði, til varnar og hags­bóta fyrir heim­ilin í land­in­u. Í jan­úar 2018 skor­uðu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna á Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, að standa að gerð rann­sókn­ar­skýrslu á þeim ákvörð­unum sem voru teknar og þeim aðgerðum sem farið var í gagn­vart heim­ilum lands­ins eftir hrun. Meðal þess sem sam­tökin bentu á að rann­saka þyrft­i var máls­með­ferð við nauð­ung­ar­sölur og aðfarir en á árunum eftir hrunið jókst nauð­ung­ar­sala hjá ein­stak­ling­um og náði hámarki árið 2013. 

Mynd: Hagsmunasamtök heimilannaÓlíkar tölur fást þó um hversu margir nauð­ung­ar­sölur hafa verið fram­kvæmdar frá árinu 2008. Í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­sonar þing­manns, um nauð­ung­ar­söl­ur, fjár­nám og gjald­þrot hjá ein­stak­lingum árið 2018, sem birt var á vef Alþingis 31. maí síð­ast­lið­inn, segir að í heildin vor­u 2.704 nauð­ung­ar­söl­ur hjá ein­stak­lingum á tíma­bil­inu 2008 til 2017. Í svari dóms­mála­ráð­herra við sam­bæri­legri fyr­ir­spurn þann 15. ágúst 2018 kemur hins vegar fram að á sama tíma­bili voru 8846 nauð­ung­ar­söl­ur hjá ein­stak­ling­um. Kjarn­inn hefur sent fyr­ir­spurn á dóms­mála­ráðu­neytið um mis­ræmið í fjölda nauð­ung­ar­sala í svörum dóms­mála­ráð­herra en ekki hefur enn borist svar. 

Heim­ilum lands­ins fórnað á alt­ari fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna

Í kjöl­far svar dóms­mála­ráð­herra í ágúst síð­ast­liðnum birtu Hags­muna­sam­tök heim­il­anna frétta­til­kynn­ingu þar sem sagði að þær upp­lýs­ingar sem fram komu í svar ráð­herra stað­festi þann ­mál­flutn­ings­ ­sam­tak­anna að „heim­ilum lands­ins hafi ver­ið ­fórnað á alt­ari fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna í kjöl­far hruns­ins 2008“. Sam­kvæmt svari ráð­herr­ans voru í heild­ina 8846 nauð­ing­ar­sölur hjá ein­stak­lingum á árunum 2008 til 2017, heild­ar­tölur fyrir gjald­þrota­skipti eru 2973 á sama tíma­bili og árang­urs­laus fjár­nám 116.939. 

„Það eru 10 ár frá hruni og löngu tíma­bært að fara í saumana á þessum málum og leið­rétta órétt­lætið sem tug­þús­undir hafa orðið fyr­ir. Þetta eru ekki „gömul mál“, þau eru enn þá í gangi og afleið­ingar þeirra hafa verið og eru enn, hræði­legar fyrir tug­þús­und­ir“ segir í frétta­til­kynn­ing­unni og kröfð­ust sam­tökin að gerð yrði óháð rann­sókn­ar­skýrsla um aðgerðir stjórn­valda eftir hrun. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent