Styttri vinnuvika minnkar vinnutengt álag og dregur úr líkamlegum álagseinkennum. Afköst minnka ekki þrátt fyrir styttingu og stytting eykur starfsánægju í starfi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Tilraunaverkefnið var samþykkt vorið 2014 af borgarstjórn þar sem vinnuvikan var stytt án launaskerðingar. Markmiðið var að kanna áhrif styttingu vinnuvikunnar á vellíðan, heilsu, starfsanda og þjónustu, að því er kemur fram í tilkynningunni. Starfsánægja og sveigjanleiki í starfi jókst og álag minnkaði í kjölfarið.
Styttri vinnuvika virðist einnig minnka vinnutengt álag og dregur úr líkamlegum álagseinkennum. Afköst minnkuðu heldur ekki þrátt fyrir styttingu.
Rannsókn Rannsókna- og þróunarmiðstöðar Háskólans á Akureyri sýndi fram á að styttri vinnuvika auðveldi barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, að því er kemur fram í tilkynningunni. Þátttakendur hafi einnig upplifað sig afslappaðri og rólegri.